Fara í efni

Bæjarráð

566. fundur
29. maí 2018 kl. 08:30 - 09:45
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Upplýsingaöryggismál - öryggisnefnd og persónuverndarfulltrúi
Málsnúmer 1803051
Lagður fram til staðfestingar samningur við persónuverndarfulltrúa Fjarðabyggðar. Samningur er trúnaðarmál.
Bæjarráð staðfestir ráðningu Erlu Bjarnýjar Jónsdóttur sem persónuverndarfulltrúa Fjarðabyggðar og samning sem gildir til tveggja ára.
2.
Beiðni um afnot af íþróttahúsinu á Stöðvarfirði fyrir dansleik vegna afmælishátíðar Súlunnar
Málsnúmer 1805101
Á árinu eru 90 ár liðin frá því Ungmennafélagið Súlan á Stöðvarfirði var stofnað. Í tilefni þess stendur til að halda upp á afmælið með hátíðardagskrá 29.júni til 1.júlí 2018. Súlan óskar eftir því að fá gjaldfrjáls afnot af íþróttahúsinu á Stöðvarfirði fyrir dansleik laugardagskvöldið 30. júní.
Bæjarráð samþykkir afnot af húsnæðinu. Jafnframt veitir bæjarráð Ungmennafélaginu Súlunni styrk sem nemur húsaleigu. Tekið af liðnum óráðstafað.
3.
Leiga á snjóbíl
Málsnúmer 1805107
Framlagt erindi Hlífars Þorsteinssonar frá 18. maí sl. er varðar málefni Snjóbíls Fjarðabyggðar og Austfjarðaleiðar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara um málefnið.
4.
Sameiginlegur starfsmaður Place-EE og Menningarstofu
Málsnúmer 1805004
Minnisblað félagsmálastjóra og forstöðumanns menningarstofu um ráðningu á sameiginlegum starfsmanni sem sinnir verkefnum í Menningarstofu Fjarðabyggðar og Tónlistarmiðstöð Austurlands, ásamt því að vinna í Placee samstarfsverkefni Fjarðabyggðar og annarra aðila sem eru á forræði fjölskyldusviðs.
Bæjarráð samþykkir að ráðinn verði starfsmaður í 70% starf, tímabundið til um tveggja ára, sbr. tillögu sem lögð er upp í minnisblaði.
5.
Frístundaakstur
Málsnúmer 1710015
Íþrótta- og tómstundafulltrúi og sviðsstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs unnu minnisblað í október 2017, um hugmynd að breytingu á akstri samæfinga skíða- og skólaaksturs. Minnisblaðið var kynnt í íþrótta- og tómstundanefnd og eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fyrir nokkru síðan. Bæjarráð fól sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs og íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram á grundvelli tillagna þeirra og í tengslum við SVAUST og leggja útfærðar tillögur fyrir hlutaðeigandi nefndir og bæjarráð til afgreiðslu.
Í tengslum við nýja umgjörð, m.a. við þróun á almenningssamgöngum og frístundakstri, er vísað til SV- Aust að vinna að tillögum vegna frístundaakstur í tengslum við almenningssamgöngur og leggja fyrir sveitarfélagið að því loknu. Þá samþykkir bæjarráð og beinir því til SV-Aust að samningar vegna aksturs í Fjarðabyggð verði framlengdir til áramóta. Fram til áramóta verði því í gangi áframhaldandi þróun á frístundaakstri og almenningssamgöngum með það að markmiði að bjóða út akstursþjónustuna um næstu áramót.
6.
Jafnlaunavottun
Málsnúmer 1804043
Með lögum nr. 56/2017 um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr 10/2008 með síðari breytingum (jafnlaunavottun), skulu fyrirtæki og stofnanir þar sem 250 eða fleiri starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli, hafa öðlast vottun skv. 4. mgr. 19. gr. á jafnlaunakerfi og framkvæmd þess, eigi síðar en 31. desember 2018. Fjarðabyggð þarf því að uppfylla ákvæði hinna nýju laga. Lögð fram til kynningar sem trúnaðarmál gögn PwC um jafnlaunavottun.
Bæjarráð felur bæjarritara að hefja viðræður við PwC um jafnlaunavottun sveitarfélagsins.
7.
730 Fagradalsbraut 7 - umsókn um lóð, hesthús
Málsnúmer 1805067
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til staðfestingar bæjaráðs, lóðarumsókn Hreggviðs Friðbergssonar, dagsett 11. maí 2018, þar sem sótt er um lóðina við Fagradalsbraut 7 á Reyðarfirði undir hesthús.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni Fagradalsbraut 7 á Reyðarfirði til Hreggviðs Friðbergssonar.
8.
740 Kirkjuból - taka lands undan ábúð
Málsnúmer 1711163
Drög að viðauka við ábúðarsamning kynnt.
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs drögum að viðauka við ábúðasamning um jörðina Kirkjuból í Norðfjarðarsveit.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að útfæra efni viðauka við ábúðasamning um Kirkjuból og leggja hann fyrir að nýju.
9.
Stjórnarfundur SvAust 2018
Málsnúmer 1803025
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SV-Aust frá 24. maí 2018, bókun frá stjórnarfundi SSA 14.maí og yfirfærsluáætlun Sv-Aust.
10.
Hafnarstjórn - 198
Málsnúmer 1805012F
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 198 frá 22.maí 2018, lögð fram til kynningar.
11.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 48
Málsnúmer 1805013F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 48 frá 24.maí 2018, lögð fram til kynningar.
12.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 205
Málsnúmer 1805014F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 205 frá 28.maí 2018, lögð fram til kynningar.