Fara í efni

Bæjarráð

568. fundur
25. júní 2018 kl. 08:30 - 12:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1805113
Vísað frá bæjarstjórn til umfjöllunar og úrvinnslu bæjarráðs samþykktum um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar. Framlögð endurskoðuð samþykkt ásamt minnisblaði um breytingar sem gerðar hafa verið á samþykktinni.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
2.
Fullnaðarafgreiðslur embættismanna og prókúra 2018
Málsnúmer 1806117
Framlögð samþykkt um viðauka á samþykkt um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar sem fjallar um fullnaðarafgreiðsluheimild embættismanna. Viðaukinn er settur fram óbreyttur en hann var staðfestur fyrr á þessu ári. Endurnýja þarf hann og vísa til nýrrar samþykktar Fjarðabyggðar um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti viðaukanna og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
3.
Erindisbréf barnaverndarnefndar
Málsnúmer 1805114
Vísað frá bæjarstjórn til umfjöllunar og úrvinnslu bæjarráðs erindisbréfi barnaverndarnefndar. Framlagt uppfært erindisbréf barnaverndarnefndar.
Bæjarráð samþykkir erindisbréfið fyrir sitt leyti og vísar því til staðfestingar bæjarstjórnar.
4.
Erindisbréf eigna-,skipulags- og umhverfisnefndar
Málsnúmer 1805115
Vísað frá bæjarstjórn til umfjöllunar og úrvinnslu bæjarráðs erindisbréfi eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Framlagt er uppfært erindisbréf sem tekur mið af þeim breytingum sem hafa verið gerðar á stjórnskipum sviðsins með uppskiptum þess en sviðið er nú skipað tveim sviðsstjórum auk skipulags- og byggingarfulltrúa.
Bæjarráð samþykkir erindisbréf fyrir sitt leyti og vísar því til staðfestingar bæjarstjórnar.
5.
Erindisbréf félagsmálanefndar
Málsnúmer 1805116
Vísað frá bæjarstjórn til umfjöllunar og úrvinnslu bæjarráðs erindisbréfi félagsmálanefndar. Framlagt uppfært erindisbréf félagsmálanefndar.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti uppfært erindisbréf og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
6.
Erindisbréf fræðslunefndar
Málsnúmer 1805117
Vísað frá bæjarstjórn til umfjöllunar og úrvinnslu bæjarráðs erindisbréfi fræðslunefndar. Framlagt uppfært erindisbréf fræðslunefndar.
Bæjarráð samþykkir erindisbréf fyrir sitt leyti og vísar því til staðfestingar bæjarstjórnar.
7.
Erindisbréf hafnarstjórnar
Málsnúmer 1805118
Vísað frá bæjarstjórn til umfjöllunar og úrvinnslu bæjarráðs erindisbréfi hafnarstjórnar. Framlagt uppfært erindisbréf hafnarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir breytingar á erindisbréfi fyrir sitt leyti og vísar því til staðfestingar bæjarstjórnar.
8.
Erindisbréf íþrótta- og tómstundanefndar
Málsnúmer 1805119
Vísað frá bæjarstjórn til umfjöllunar og úrvinnslu bæjarráðs erindisbréfi íþrótta- og tómstundanefndar. Framlagt uppfært erindisbréf íþrótta- og tómstundanefndar.
Bæjarráð samþykkir erindisbréfið fyrir sitt leyti og vísar því til staðfestingar bæjarstjórnar.
9.
Erindisbréf menningar- og nýsköpunarnefndar
Málsnúmer 1805120
Vísað frá bæjarstjórn til umfjöllunar og úrvinnslu bæjarráðs erindisbréfi menningar- og safnanefndar. Lögð er fram tillaga um breytingu á heiti nefndar og hlutverki. Framlagt nýtt erindisbréf menningar- og nýsköpunarnefndar.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti erindisbréf menningar- og nýsköpunarnefndar og vísar því til staðfestingar bæjarstjórnar.
10.
Erindisbréf upplýsingaöryggisnefndar
Málsnúmer 1805121
Framlagt til staðfestingar fyrir sameinað sveitarfélag erindisbréf upplýsingaöryggisnefndar. Erindisbréfið er lagt fram óbreytt en það var upphaflega staðfest 22. mars 2018.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti erindisbréf upplýsingaöryggisnefndar og vísar því til staðfestingar bæjarstjórnar.
11.
Erindisbréf framkvæmdaráðs hjúkrunarheimila
Málsnúmer 1806139
Framlagt til staðfestingar fyrir sameinað sveitarfélag erindisbréf framkvæmdaráðs hjúkrunarheimila. Erindisbréfið er lagt fram uppfært en það var upphaflega staðfest 14. nóvember 2016.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti erindisbréf framkvæmdaráðs hjúkrunarheimila og vísar því til staðfestingar bæjarstjórnar.
12.
Öldungaráð 2018 - ný og breytt ákvæði
Málsnúmer 1806076
Framlagt bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga um ný og breytt ákvæði um notendaráð á grundvelli laga sem taka gildi 1. október 2018. Fjallar meðal annars um öldungaráð. Jafnframt framlagt til kynningar drög að erindisbréfi öldungaráðs sem taka mið af breytingum.
Bæjarráð samþykkir erindisbréf fyrir sitt leyti og vísar því til staðfestingar bæjarstjórnar. Vísað til kynningar í félagsmálanefnd.
13.
Upplýsingaöryggismál - öryggisnefnd og persónuverndarfulltrúi
Málsnúmer 1803051
Skipa þarf upplýsingaöryggisnefnd fyrir nýtt sameinaða sveitarfélag. Nefndin var skipuð á fundi bæjarráðs 26.3.2018 bæjarritara sem upplýsingatæknistjóra, fræðslustjóra, félagsmálastjóra og forstöðumanni stjórnsýslu. Jafnframt þarf að skipa fyrir persónuverndarfulltrúa fyrir nýtt sameinað sveitarfélag.
Bæjarráð samþykkir að framlengja skipun nefndarinnar óbreytta ásamt því að staðfesta skipun Erlu Bjarnýjar Jónsdóttur sem persónuverndarfulltrúa.
14.
Upplýsingaöryggisstefna
Málsnúmer 1805200
Framlögð til staðfestingar í sameinuðu sveitarfélagi upplýsingaöryggisstefna. Upplýsingaöryggisstefna var staðfest 22.mars 2018.
Bæjarráð samþykkir upplýsingaöryggisstefnu fyrir sitt leyti og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.
15.
Útvistunarstefna upplýsingatæknimála
Málsnúmer 1805201
Framlögð til staðfestingar í sameinuðu sveitarfélagi útvistunarstefna upplýsingatæknimála. Útvistunarstefna var staðfest 22.mars 2018.
Bæjarráð samþykkir útvistunarstefnu upplýsingatæknimála fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
16.
Persónuverndarstefna
Málsnúmer 1805202
Framlögð til staðfestingar í sameinuðu sveitarfélagi persónuverndarstefna. Persónuverndarstefna var staðfest 22.mars 2018.
Bæjarráð samþykkir persónuverndarstefnu fyrir sitt leyti og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.
17.
Verklagsreglur upplýsingatæknimála
Málsnúmer 1805203
Framlagðar sem trúnaðarmál til staðfestingar í sameinuðu sveitarfélagi verklagsreglur í upplýsingatæknimálum. Verklagsreglur voru staðfestar 19.mars 2018.
Bæjarráð staðfestir verklagsreglur óbreyttar.
18.
Upplýsingaöryggismál - öryggiskröfur ásamt hlítingarlista
Málsnúmer 1803098
Framlagðar sem trúnaðarmál til staðfestingar í sameinuðu sveitarfélagi öryggiskröfur og öryggisráðstafanir sveitarfélagsins í upplýsingatæknimálum. Öryggiskröfur voru staðfestar 19.mars 2018 og öryggisráðstafanirnar 23. apríl 2018.
Bæjarráð staðfestir öryggiskröfur og öryggisráðstafanir óbreyttar.
19.
Upplýsingaöryggismál - útfærsla öryggisstefnu
Málsnúmer 1803097
Framlagðar sem trúnaðarmál til staðfestingar í sameinuðu sveitarfélagi útfærsla upplýsingaöryggisstefnu í upplýsingatæknimálum. Útfærslan var staðfest 19.mars 2018.
Bæjarráð staðfestir útfærslu upplýsingaöryggisstefnu óbreytta.
20.
Upplýsingaöryggismál - neyðaráætlun
Málsnúmer 1803099
Framlögð sem trúnaðarmál til staðfestingar í sameinuðu sveitarfélagi neyðaráætlun í upplýsingatæknimálum. Neyðaráætlun var staðfest 19. mars 2018.
Bæjarráð staðfestir neyðaráætlun í upplýsingatæknirekstri óbreytta.
21.
Vinna sjálfboðaliða
Málsnúmer 1710158
Farið yfir verkefni sjálfboðaliða í Fjarðabyggð.
Bæjarráð þakkar gestum fyrir komuna.
22.
Svæðisskipulag fyrir Austurland
Málsnúmer 1602151
Framlagður tölvupóstur verkefnastjóra svæðisskipulags Austurlands um skipan tveggja aðalmanna og tveggja varamanna í svæðisskipulagsnefnd Austurlands.
Bæjarráð samþykkir að aðalmenn verði Eydís Ásbjörnsdóttir og Ívar Dan Arnarson. Varamenn verði Birta Sæmundsdóttir og Gunnar Jónsson.
23.
Fyrirspurn um raforkukaup
Málsnúmer 1806033
Lagt fram til kynningar erindi Íslenskrar orkumiðlunar ehf sem fjallar um raforkukaup sveitarfélagsins.
Bæjarráð vísar til fjármálastjóra að svara erindi Íslenskrar orkumiðlunar.
Vísað til kynningar eigna-, skipulags-, og umhverfisnefndar.
24.
Matsaðferðir í fasteignamati
Málsnúmer 1609002
Framlagt vinnuskjal skipulags- og byggingarfulltrúa um útreikning á fasteignamati í Fjarðabyggð.
Vísað til fjármálastjóra til frekari vinnslu í tengslum við fjárhagsáætlunargerð 2019.
25.
Gjöf til Fjarðabyggðar - skíðamiðstöð
Málsnúmer 1806114
Framlagður tölvupóstur frá stjórn SÚN um gjöf Samvinnufélagsins til Fjarðabyggðar. Samvinnufélagið hefur ákveðið að gefa yfirbyggt töfrateppi að upphæð 20 milljónir kr. til Skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði. Jafnframt framlagt minnisblað sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs.
Bæjarráð þakkar velvilja Samvinnufélags útgerðarmanna og vísar erindinu til vinnu eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar við útfærslu skipulags svæðisins og fjárhagsáætlunargerðar 2019
26.
Kirkjustígur 7 - uppkaup vegna ofanlóðavarna
Málsnúmer 1805255
Lagður fram kaupsamningur um Kirkjustíg 7 á Eskifirði í samræmi við heimild Ofanflóðasjóðs um uppkaup eignarinnar og samþykkt bæjarráðs frá 9. apríl 2018 um kaup eignarinnar á grundvelli matsgerðar.
Bæjarráð samþykkir kaupsamning og felur bæjarstjóra undirritun hans og skjala tengdum kaupum fasteignarinnar.
27.
Bókun bæjarstjórnar vegna þjónustuskerðingar Landsbanka Íslands
Málsnúmer 1806031
Framlagt svar Landsbankans við bókun bæjarstjórnar Fjarðabyggðar frá 8.júní sl.
Bæjarráð þakkar svarið en stendur við fyrri bókun sína vegna málsins.
28.
Atvinnu-og þróunarmál 2018
Málsnúmer 1803049
Farið yfir atvinnu- og þróunarmál í Fjarðabyggð.
29.
Fundargerðir upplýsingaöryggisnefndar
Málsnúmer 1805262
Framlagðar sem trúnaðarmál 1. og 2. fundargerð upplýsingaöryggisnefndar.
30.
Nefndaskipan Sjálfstæðisflokks 2018 - 2022
Málsnúmer 1806146
Sjálfstæðisflokkurinn gerir tillögu um breytingu á skipan fulltrúa í barnaverndarnefnd.
Lára Björnsdóttir víkur sæti sem varmaður í barnaverndarnefnd og í stað hennar er skipuð Ragnheiður Ingibjörg Elmarsdóttir.
31.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 49
Málsnúmer 1806008F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 20. júní lögð fram til umfjöllunar bæjarráðs.Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
32.
Fræðslunefnd - 56
Málsnúmer 1806007F
Fundargerð fræðslunefndar frá 20. júní sl. lögð fram til umfjöllunar bæjarráðs. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
33.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 1
Málsnúmer 1806011F
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar frá 21. júní lögð fram til umfjöllunar.
34.
Félagsmálanefnd - 110
Málsnúmer 1806009F
Fundargerð félagsmálanefndar frá 21. júní sl. lögð fram til umfjöllunar. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
35.
Barnaverndarfundagerðir 2018
Málsnúmer 1801097
Fundargerð barnaverndarnefndar frá 21. júlí sl. lögð fram til umfjöllunar. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.