Fara í efni

Bæjarráð

569. fundur
2. júlí 2018 kl. 08:30 - 10:20
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason aðalmaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda fyrir árið 2019-2022
Málsnúmer 1806179
Framlagt bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga um forsendur fyrir gerð fjárhagsáætlana árin 2019 til 2022. Vísað til fjármálastjóra í tengslum við vinnu við gerð fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2019.
2.
Reglur um kjör kjörinna fulltrúa
Málsnúmer 1806177
Framlögð drög að endurskoðuðum reglum um launakjör kjörinna fulltrúa Fjarðabyggðar. Byggja þær á reglum sem staðfestar voru á árinu 2014 og eru nú útfærðar með nákvæmari hætti en áður.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
3.
Ný bæjarskilti
Málsnúmer 1805081
Framlagt minnisblað upplýsinga- og kynningafulltrúa um lokatillögu að hönnun á bæjarskilti fyrir Reyðarfjörð. Bæjarráð er sammála um útfærslu á tillögu á bæjarskilti fyrir Reyðarfjörð, þar sem tilgreindir eru sex áfangastaðir ásamt QR kóða með frekari upplýsingum. Vísað til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd og menningar- og nýsköpunarnefnd.
4.
Aukahluthafafundur SvAust
Málsnúmer 1806175
Boðað er til aukahluthafafundar í stjórn SvAust fimmtudaginn 5. júlí kl. 13:00 í sal Austurbrúar á Egilsstöðum. Fundarefni er skipan nýrrar stjórnar. Bæjarráð samþykkir að fela Eydísi Ásbjörnsdóttur að fara með umboð Fjarðabyggðar á fundinum.
5.
740 Vindheimanaust 8 - Stækkun lóðar
Málsnúmer 1806006
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu, umsókn um stækkun lóðar, sbr. póst G. Skúlasonar ehf. dagsettur 30. maí 2018, þar sem óskað er eftir að lóð fyrirtækisins að Vindheimanaust 8 á Norðfirði verði stækkuð samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Bæjarráð samþykkir stækkun lóðar.
6.
740 Sæbakki 19 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 1806066
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn Brynju Bjargar Vilhjálmsdóttur, dagsett 18. júní 2018, þar sem sótt er um lóðina við Sæbakka 19 undir einbýlishús. Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðar. Fulltrúi Miðflokksins Rúnar Gunnarsson bókar að hann telji að allt umhald í kringum framkvæmdir við úthlutaðar lóðir, verði tekið til endurskoðunar og unnið formlegt verklag. Fyrirkomulagi á útjöfnun efnis vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar.
7.
Endurheimtur á votlendi
Málsnúmer 1709071
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs, samningi Landgræðslunnar við Fjarðabyggð um endurheimt votlendis í landi Hólma og að hluta í landi Kollaleiru.
Bæjarráð samþykkir samninginn með fyrirvara um að hann hamli ekki uppbyggingu á atvinnu- og hafnsækinni starfsemi á jörðinni Flateyri. Samningnum visað til frekari skoðunar í hafnarstjórn og hann tekinn aftur fyrir í bæjarráði að því loknu.
8.
Styrkir til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla
Málsnúmer 1606146
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs, þjónustusamningi við Hlöðu um að settar verði upp stöðvar í Neskaupstað, á Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Breiðdalsvík. Framlögð kostnaðaráætlun vegna kaupa og uppsetningar á hleðslustöðvum frá Hlöðu og Orkusölunni. Kostnaður Fjarðabyggðar er um 1.600.000 þegar tekið hefur verið tillit til 2.800.000 kr. styrks frá Orkusjóði. Hleðslustöð hefur verið sett upp á Stöðvarfirði.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins setur fyrirvara við að skattgreiðendur í Fjarðabyggð séu að greiða fyrir uppsetningu á rafhleðslustöðvum þar sem slíkt á að vera í höndum einkaaðila. Fengist hafa styrkir hjá Orkusjóði fyrir uppsetningu stöðvanna og sjálfsagt að þeir renni til aðila sem vilja byggja upp slíkar stöðvar. Það er ekki hlutverk Fjarðabyggðar að eiga og reka rafhleðslustöðvar, ekki frekar en bensínstöðvar eða matvöuverslanir.
Bæjarráð samþykkir samning fyrir sitt leyti með tveimur atkvæðum, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins er á móti. Bæjarritara falin undirritun samningsins.
9.
Akstur til og frá athafnasvæðinu að Hrauni kl. 20:00
Málsnúmer 1607068
Vísað frá eigna-, skipulags-, og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs, tillögu um að akstursleiðin frá Hrauni kl 20:00 verði lögð niður. Leiðin er mjög kostnaðarsöm fyrir sveitarfélagið og er því lagt til við bæjarráð að leiðin verði lögð niður í samstarfi við hlutaðeigandi aðila eins fljótt og kostur er. Bæjarráð samþykkir að leggja leiðina niður en vísar málinu til frekari skoðunar í tengslum við endurskoðun á leiðarkerfi SvAust.
10.
Nefndaskipan í Fjarðabyggð 2018 - 2022
Málsnúmer 1806029
Bæjarráð samþykkir að skipa Gunnar Ólafsson sem aðalmann í stjórn Náttúrustofu Austurlands og Ingibjörgu Þórðardóttur til vara. Jafnframt samþykkir bæjarráð að skipa Líneik Önnu Sævarsdóttur sem sameiginlegan fulltrúa Fjarðabyggðar og Fljótsdalshérðaðs í stjórn Náttúrustofu.

Bæjarráð samþykkir að skipa Einar Má Sigurðarson í stýrihóp háskólaseturs og Jón Björn Hákonarson til vara.
11.
Leiga á snjóbíl
Málsnúmer 1805107
Minnisblað bæjarstjóra um fund með Hlífari Þorsteinssyni er varðar málefni snjóbíls. Í minnisblaðinu kemur fram tillaga að lausn málsins sem aðilar hafa komið sér saman um. Vísað til frekari skoðunar hjá bæjarstjóra og tekið fyrir að nýju í bæjarráði að því loknu.
12.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 207
Málsnúmer 1806014F
Framlögð til umfjöllunar fundargerð eigna-, skipulags-, og umhverfisnefndar nr. 207 frá 27. júní 2018.