Fara í efni

Bæjarráð

571. fundur
16. júlí 2018 kl. 08:30 - 12:25
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason aðalmaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2018 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1805053
Framlögð samantekt fjármálastjóra yfir rekstur og fjárfestingar janúar - maí 2018 og skatttekjur og launakostnað janúar - júní 2018.
2.
Fjárhagslegur samruni Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1804127
Lagt fram til kynningar minnisblað KPMG um framsetningu ársreiknings vegna sameiningar Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps.
3.
Greiðsluáætlun frá Jöfnunarsjóði vegna sameiningar sveitarfélaganna.
Málsnúmer 1805015
Framlagt bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga þar sem gerð er grein fyrir endanlegri ákvörðun um framlög vegna sameiningar sveitarfélaganna Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps. Skuldajöfnunarframlög nema 457 milljónum kr., framlag til þróunar og sameiningar nemur 157 milljónum og tekju- og útgjaldajöfnunarframlag nemur 50 milljónum. Þá veitir sjóðurinn aukalega 1,3 milljón kr. viðbótarframlagi vegna útlagðs kostnaðar við undirbúning sameiningar. Fjármálastjóra falið að yfirfara framlög miðað við fyrri áætlanir. Jafnframt vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins 2018.
4.
Eskifjarðarkirkja - erindi vegna lóðarleigu.
Málsnúmer 1803076
Framlögð umsögn Guðjóns Bragasonar um álagningu á lóðarleigu á kirkjur íslensku þjóðkirkjunnar, vinnuskjal fjármálastjóra og fyrri gögn um erindi vegna Eskifjarðarkirkju. Bæjarráð er sammála um að fella niður lóðarleigu á árinu 2018 og framvegis. Vísað til meðferðar hjá fjármálastjóra.
5.
Umsókn um lán frá Ofanflóðasjóði 2018
Málsnúmer 1807017
Lögð fram umsókn til Ofanflóðasjóðs um lán vegna ofanflóðaframkvæmda á árinu 2017. Lántakan, ef af verður, er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2018. Fjármálastjóra falið að ganga frá umsókn.
6.
Uppfærsla á NAV kerfi Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1804131
Lagðir fram samningar við Wise um uppfærslu á Microsoft Dynamic NAV kerfi Fjarðabyggðar ásamt hýsingu og þjónustu við kerfið. Áður á dagskrá bæjarráðs 30. apríl sl. Bæjarráð samþykkir samningar og felur bæjarritara undirritun þeirra.
7.
Tillaga að sölu íbúða í eigu Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1606124
Lögð fram tillaga að sölu eigna Fjarðabyggðar en tillagan er samvinna sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs og félagsmálastjóra. Málið var tekið fyrir á fundi eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar 7.maí sl. Bæjarráð samþykkir framlagðan lista með tillögum að sölu eigna. Jafnframt samþykkir bæjarráð að eignir verði settar á sölu um leið og þær losna úr leigu. Fjármálastjóra og sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs, falið umhald á sölu eignanna.
8.
Fjárlög - Ofanflóðavarnir
Málsnúmer 1702040
Þennan lið fundarins sat Hafsteinn Pálsson frá Ofanflóðasjóði. Farið yfir yfirstandandi framkvæmdir við ofanflóðavarnir, frágang svæða á Eskifirði í Ljósá og Lambeyrará auk annarra frágangsmála .
Jafnframt farið yfir fjárveitingar næstu ára við ofanflóðavarnir á Eskifirði og Norðfirði og framkvæmda- og tímaáætlanir næstu þriggja ára. Þá var farið yfir stöðu hönnunar mannvirkja og kynnt hönnun sem fyrir liggur við næstu framkvæmdir.
9.
Leiga á snjóbíl
Málsnúmer 1805107
Minnisblað bæjarstjóra um fund með Hlífari Þorsteinssyni er varðar málefni snjóbíls. Í minnisblaðinu kemur fram tillaga að lausn málsins sem aðilar hafa komið sér saman um. Samningur frá október 1997 lagður fram til upplýsinga. Forseti bæjarstjórnar mun funda með forsvarsmanni Austfjarðaleiðar í ágúst og leggja niðurstöðu fyrir bæjarráð.
10.
Upplýsingatæknimál - endurskoðun þráðlausra kerfa
Málsnúmer 1807063
Framlagt minnisblað vegna reksturs á þráðlausum kerfum sveitarfélagsins. Lagt er til að farið verði í heildarendurnýjun á þráðlausum búnaði til hagræðingar í rekstri. Bæjarráð samþykkir tillögu er fram kemur í minnisblaði. Bæjarritara falið að vinna málið áfram.
11.
Málefni laxeldis í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1807059
Þennan lið fundarins sátu fulltrúar Laxa hf. Gunnar Steinn Gunnarsson og Einar Örn Gunnarsson. Farið var yfir stöðu laxeldismála í Fjarðabyggð. Atvinnu- og þróunarfulltrúa falið að vera áfram í samskiptum við fulltrúa Laxa. Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af seinagangi í útgáfu leyfa í tengslum við laxeldi og hvetur stofnanir hins opinbera að gæta jafnræðis í leyfisveitingum sem byggi á faglegum og málefnalegum rökum.
12.
Fundargerðir upplýsingaöryggisnefndar
Málsnúmer 1805262
Framlögð til kynningar sem trúnaðarmál, fundargerð 3ja fundar upplýsingaöryggisnefndar.
13.
Starfslýsing framkvæmdastjóri hjúkrunarheimila
Málsnúmer 1707017
Lagt fram minnisblað félagsmálastjóra um fyrirkomulag starfs framkvæmdastjóra hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð. Starf framkvæmdastjóra verður auglýst á næstunni.
14.
Aðalskipulag Breiðdalshrepps 2018-2030
Málsnúmer 1701199
Auglýsingartíma vegna Aðalskipulag Breiðdalshrepps 2018-2030 er lokið. Athugasemdir bárust frá átta einstaklingum og umsagnaraðilum. Lögð fram umsögn vegna athugasemda og tillaga að afgreiðslu, dagsett 9. júlí 2018. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt að greinargerð og uppdrætti verði breytt í samræmi við tillögu. Um er að ræða minniháttar breytingar og lagfæringar sem ekki eiga við megin atriði aðalskipulagsins. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt Aðalskipulag Breiðdalshrepps 2018-2030 fyrir sitt leyti og vísaði endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar til fyrri umræðu. Bæjarráð vísar Aðalskipulagi Breiðdalshrepps 2018 - 2030 til síðari umræðu.
15.
425.mál - til umsagnar frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða,
Málsnúmer 1804108
Bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytis frá 10.júlí þar sem óskað er eftir að Fjarðabyggð, Borgarfjarðarhreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður og Djúpavogshreppur, tilnefndi sameiginlega þrjá aðalmenn og þrjá til vara í svæðisráð vegna strandsvæðisskipulags á Austfjörðum. Forseta bæjarstjórnar falið að kanna með tilnefningar annarra sveitarfélaga. Tekið fyrir á næsta fundi.
16.
740 Deiliskipulag Naust 1 - Breyting við Landanaust
Málsnúmer 1805043
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Naust 1, breyting við Landanaust, dagsett 5. júlí 2018.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt breytinguna fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar. Bæjarráð staðfestir breytingu á deiliskipulagi Naust 1.
17.
Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi
Málsnúmer 1804081
Framlagður tölvupóstur frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi þar sem kallað er eftir tillögum að ályktunum fyrir aðalfund. Tekið fyrir að nýju á fundi bæjarráðs í byrjun ágúst.
18.
Stjórnarfundur SvAust 2018
Málsnúmer 1803025
Framlagðar til kynningar fundargerðir stjórnar SvAust frá 13. og 26. júní og 5.júlí.
19.
Erindisbréf öldungaráðs
Málsnúmer 1805131
Bæjarráð samþykkir erindisbréf öldungaráðs.
20.
Fullnaðarafgreiðslur embættismanna og prókúra 2018
Málsnúmer 1806117
Bæjarstjórn samþykkti á fundi 2.júlí að vísa til síðari umræðu í bæjarráði í umboði bæjarstjórnar, samþykkt um viðauka við samþykkt um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar - viðauki um fullnaðarafgreiðslur embættismanna. Bæjarráð samþykkir viðauka um fullnaðarafgreiðslur embættismanna.
21.
Upplýsingaöryggisstefna
Málsnúmer 1805200
Upplýsingaöryggisstefnu vísað til síðari umræðu í bæjarráði í umboði bæjarstjórnar. Bæjarráð samþykkir upplýsingaöryggisstefnu.
22.
Útvistunarstefna upplýsingatæknimála
Málsnúmer 1805201
Útvistunarstefnu upplýsingatæknimála vísað til síðari umræðu í bæjarráði í umboði bæjarstjórnar. Bæjarráð samþykkir útvistunarstefnu upplýsingatæknimála.
23.
Persónuverndarstefna
Málsnúmer 1805202
Persónuverndarstefnu vísað til síðari umræðu í bæjarráði í umboði bæjarstjórnar. Bæjarráð samþykkir persónuverndarstefnu.
24.
Erindisbréf landbúnaðarnefnd
Málsnúmer 1806132
Erindisbréfi Landbúnaðarnefndar visað til seinni umræðu í bæjarráði í umboði bæjarstjórnar. Bæjarráð samþykkir erindisbréf Landbúnaðarnefndar.
25.
Mannauðsstefna Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1805210
Framlögð til umræðu endurskoðun á mannauðsstefnu Fjarðabyggðar. Mannauðsstefnan var staðfest í lok árs 2016. Ekki eru lagðar til breytingar á mannauðsstefnu. Bæjarráð samþykkir mannauðsstefnu.
26.
Starfsskyldur og hlutverk stjórnenda Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1805174
Framlagðar starfsskyldur stjórnenda til endurskoðunar vegna sameiningar sveitarfélaganna. Starfsskyldurnar eru lagðar fram til staðfestingar óbreyttar. Bæjarráð samþykkir starfsskyldur stjórnenda.
27.
Reglur um námsstyrki til stofnana
Málsnúmer 1805177
Framlagðar reglur um námsstyrki til stofnana til endurskoðunar vegna sameiningar sveitarfélaganna. Reglur um námsstyrki eru lagðar fram til staðfestingar óbreyttar. Bæjarráð samþykkir reglur um námsstyrki til stofnana.
28.
Aðgerðir í vinnuvernd
Málsnúmer 1805178
Framlagðar reglur um aðgerðir í vinnuvernd til endurskoðunar vegna sameiningar sveitarfélaganna. Aðgerðirnar eru lagðar fram til staðfestingar óbreyttar. Bæjarráð samþykkir reglur um aðgerðir í vinnuvernd.
29.
Ráðningarferli hjá Fjarðabyggð
Málsnúmer 1805179
Framlagðar reglur um ráðningarferli til endurskoðunar vegna sameiningar sveitarfélaganna. Ráðningarferlið er lagt fram til staðfestingar óbreytt.
Bæjarráð samþykkir reglur um ráðningarferli.
30.
Reglur um auglýsingu starfa og ráðningu
Málsnúmer 1805180
Framlagðar reglur um auglýsingu starfa og ráðningu til endurskoðunar vegna sameiningar sveitarfélaganna. Reglurnar um auglýsingar eru lagðar fram til staðfestingar óbreyttar. Bæjarráð samþykkir reglur um auglýsingu starfa og ráðningu.
31.
Reglur um áreitni og einelti á vinnustað
Málsnúmer 1805181
Framlagðar reglur um áreitni og einelti til endurskoðunar vegna sameiningar sveitarfélaganna.
Reglur um áreitni og einelti eru lagðar fram uppfærðar eftir vinnu starfshóps sem falið var að endurskoða reglur m.t.t. áherslan sveitarfélagsins um viðbrögð og forvarnir vegna kynbundins og kynferðislegs áreitis og ofbeldis. Bæjarráð samþykkir reglur um áreitni og einelti.
32.
Reglur um fjarvistir
Málsnúmer 1805182
Framlagðar reglur um fjarvistir til endurskoðunar vegna sameiningar sveitarfélaganna. Reglur um fjarvistir eru lagðar fram til staðfestingar óbreyttar. Bæjarráð samþykkir reglur um fjarvistir.
33.
Reglur um heislu- og vinnuvernd
Málsnúmer 1805183
Framlagðar reglur um heilsu- og vinnuvernd til endurskoðunar vegna sameiningar sveitarfélaganna. Reglur um heilsu- og vinnuvernd eru lagðar fram til staðfestingar óbreyttar. Bæjarráð samþykkir reglur um heilsu- og vinnuvernd.
34.
Reglur um kjör starfsmanna
Málsnúmer 1805184
Framlagðar reglur um kjör starfsmanna til endurskoðunar vegna sameiningar sveitarfélaganna. Reglur um kjör starfsmanna eru lagðar fram til staðfestingar óbreyttar. Bæjarráð samþykkir reglur um kjör starfsmanna og vísar þeim til vinnu í tengslum við jafnlaunavottun.
35.
Reglur um launalaust leyfi ( og lækkað starfshutfall )
Málsnúmer 1805185
Framlagðar reglur um launalaust leyfi til endurskoðunar vegna sameiningar sveitarfélaganna. Reglur um launalaus leyfi eru lagðar fram til staðfestingar óbreyttar. Bæjarráð samþykkir reglur um launalaust leyfi.
36.
Reglur um meðferð brota í starfi áminningar, frávikningar og uppsagnir
Málsnúmer 1805186
Framlagðar reglur um meðferð brota í starfi til endurskoðunar vegna sameiningar sveitarfélaganna. Reglur um meðferð brota í starfi eru lagðar fram til staðfestingar óbreyttar. Bæjarráð samþykkir reglur um meðferð brota í starfi.
37.
Reglur um móttöku nýrra starfsmanna
Málsnúmer 1805187
Framlagðar reglur um móttöku nýrra starfsmanna til endurskoðunar vegna sameiningar sveitarfélaganna. Reglur um móttöku nýrra starfsmanna eru lagðar fram til staðfestingar óbreyttar. Bæjarráð samþykkir reglur um möttöku nýrra starfsmanna.
38.
Reglur um notkun á bifreiðum
Málsnúmer 1805188
Framlagðar reglur um notkun á bifreiðum til endurskoðunar vegna sameiningar sveitarfélaganna. Reglur um notkun á bifreiðum eru lagðar fram til staðfestingar óbreyttar. Bæjarráð samþykkir reglur um notkun á bifreiðum.
39.
Reglur um skil launagagna
Málsnúmer 1805189
Framlagðar reglur um skil launagagna til endurskoðunar vegna sameiningar sveitarfélaganna. Reglur um skil launagagna eru lagðar fram til staðfestingar óbreyttar. Bæjarráð samþykkir reglur um skil launagagna.
40.
Reglur um starfslok
Málsnúmer 1805190
Framlagðar reglur um starfslok til endurskoðunar vegna sameiningar sveitarfélaganna. Reglur um starfslok eru lagðar fram til staðfestingar óbreyttar. Bæjarráð samþykkir reglur um starfslok.
41.
Reglur um starfsþróun og starfsferil
Málsnúmer 1805191
Framlagðar reglur um starfsþróun og starfsferil til endurskoðunar vegna sameiningar sveitarfélaganna. Reglur um starfsþróun og starfsferil eru lagðar fram til staðfestingar óbreyttar. Bæjarráð samþykkir reglur um starfsþróun og starfsferil.
42.
Reglur um tímavinnu eftir sjötugt
Málsnúmer 1805192
Framlagðar reglur um tímavinnu eftir sjötugt til endurskoðunar vegna sameiningar sveitarfélaganna. Reglur um tímavinnu eru lagðar fram til staðfestingar óbreyttar. Bæjarráð samþykkir reglur um tímavinnu eftir sjötugt.
43.
Reglur um viðveruskráningu
Málsnúmer 1805193
Framlagðar reglur um viðveruskráningu til endurskoðunar vegna sameiningar sveitarfélaganna. Reglur um viðveruskráningu eru lagðar fram til staðfestingar óbreyttar. Bæjarráð samþykkir reglur um viðveruskráningu.
44.
Siðareglur stjórnenda
Málsnúmer 1805194
Framlagðar siðareglur stjórnenda til endurskoðunar vegna sameiningar sveitarfélaganna. Siðareglurnar eru lagðar fram til staðfestingar óbreyttar. Bæjarráð samþykkir siðareglur stjórnenda.
45.
Reglur um sveigjanlegan vinnutíma
Málsnúmer 1805196
Framlagðar reglur um sveigjanlegan vinnutíma til endurskoðunar vegna sameiningar sveitarfélaganna. Reglur um sveigjanlegan vinnutíma eru lagðar fram til staðfestingar óbreytt. Bæjarráð samþykkir reglur um sveigjanlegan vinnutíma.
46.
Leiðbeinandi reglur um starfslok og stórviðburði í lífi starfsmanna
Málsnúmer 1805198
Framlagðar leiðbeinandi reglur um starfslok og stórviðburði starfsmanna til endurskoðunar vegna sameiningar sveitarfélaganna. Reglur um starfslok og stórviðburði starfsmanna eru lagðar fram til staðfestingar óbreyttar. Bæjarráð samþykkir leiðbeinandi reglur um starfslok og stórviðburði starfsmanna.
47.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 208
Málsnúmer 1807002F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 208 frá 9.júlí 2018, samþykkt samhljóða í umboði bæjarstjórnar.