Fara í efni

Bæjarráð

572. fundur
20. júlí 2018 kl. 12:30 - 12:55
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jens Garðar Helgason aðalmaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
425.mál - til umsagnar frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða,
Málsnúmer 1804108
Bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytis frá 10.júlí þar sem óskað er eftir að Fjarðabyggð, Borgarfjarðarhreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður og Djúpavogshreppur, tilnefndi sameiginlega þrjá aðalmenn og þrjá til vara í svæðisráð vegna strandsvæðisskipulags á Austfjörðum. Fulltrúi Fjarðabyggðar verður Jón Björn Hákonarson og Eydís Ásbjörnsdóttir til vara. Aðalmenn verða jafnframt tilnefndir frá Djúpavogshreppi og Seyðisfjarðarkaupstað.
2.
Æfingasvæði Golfklúbbs Eskifjarðar
Málsnúmer 1807076
Framlagt bréf Jóns St. Baldurssonar um lóðamál Golfklúbbs Eskifjarðar. Bæjarráð mun ekki taka afstöðu til bréfsins þar sem um er að ræða málefni sem er á forræði Golfklúbbsins Byggðaholts.
3.
Endurheimtur á votlendi
Málsnúmer 1709071
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs, samningi Landgræðslunnar við Fjarðabyggð um endurheimt votlendis í landi Hólma og að hluta í landi Kollaleiru. Bæjarráð samþykkti samninginn á fundi 2.júlí með fyrirvara um að hann hamli ekki uppbyggingu á atvinnu- og hafnsækinni starfsemi á jörðinni Flateyri. Samningnum var jafnframt visað til frekari skoðunar í hafnarstjórn.
Hafnarstjórn tók málið fyrir á fundi 19.júlí og óskar eftir við bæjarráð að landsvæði við Hólma verð tekið undan samningi við Landgræðsluna að sinni, meðan hafnarsjóður metur hugsanlega stærð og landþörf hafnarsvæðis við Flateyri. Mun sú vinna fara fram á vetri komanda. Bæjarráð samþykkir tillögu hafnarstjórnar og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi með breytingum.
4.
Vinnslusamningur kerfis Atvik
Málsnúmer 1806172
Framlagður Þjónustusamningur milli Fjarðabyggðar og Þekkingar vegna hýsingar á kerfinu Atvik sem nýtt er til skráninga á slysum og atvikum í rekstri stofnana sveitarfélagsins í forvarnarskyni. Samningur er Fjarðabyggð að kostnaðarlausu. Bæjarráð samþykkir þjónustusamnninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
5.
Hafnarstjórn - 200
Málsnúmer 1807004F
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 200 frá 19.júlí 2018, samþykkt samhljóða í umboði bæjarstjórnar.