Fara í efni

Bæjarráð

574. fundur
13. ágúst 2018 kl. 09:30 - 11:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Jens Garðar Helgason aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2018 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1805053
Framlagt yfirlit fjármálastjóra yfir rekstur málaflokka janúar - júní 2018 og skatttekjur og launakostnað janúar - júlí 2018. Yfirlitið lagt fram sem trúnaðarmál
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2019
Málsnúmer 1808019
Framlagt minnisblað fjármálastjóra um forsendur fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar 2019 - 2022 auk þjóðhagsspár Hagstofu Íslands að sumri.
Vísað til áframhaldandi fjárhagsáætlunarvinnu.
3.
Fjárhagsáætlun 2018 - viðauki 3
Málsnúmer 1808029
Sameina þarf fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps fyrir árið 2018. Fjárhagsáætlun Breiðdalshrepps er tekin inn sem viðauki við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2018 sem viðauki 3 við Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2018.
Fjárhagsáætlun Breiðdalshrepps kemur sem viðauki við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2018.
Fjárhagslegu áhrif sameiningarinnar við Breiðdalshrepp er þau að handbært fé Aðalsjóðs hækkar um kr. 53.662.000 og mun nema í árslok kr. 262.019.000.
Bæjarráð staðfestir í umboði bæjarstjórnar viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2018.
4.
Ljósleiðaralagning 2018 - Ísland ljóstengt Breiðdalur
Málsnúmer 1807140
Framlagt minnisblað um feril ljósleiðaramálsins í sveitarstjórn Breiðdalshrepps. Gerð grein fyrir framvindu verkefnisins.
Sviðsstjóra veitusviðs falið að vinna að málinu áfram í samstarfi við fjármálastjóra og bæjarritara. Tekið upp að nýju á næsta fundi bæjarráðs.
5.
Aðalfundur Breiðdalsseturs ses 2018
Málsnúmer 1808014
Framlagt bréf Hákons Hanssonar þar sem boðað er til aðalfundar Breiðdalsseturs 1. september nk. Jafnframt er óskað er eftir skipan fulltrúa Fjarðabyggðar í stjórn setursins.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúar í Fjarðabyggðar í stjórninni verði Pétur Pétursson aðalmaður og Anna Margrét Birgisdóttir varamaður.
6.
Samningur um sjúkraflutninga í Breiðdal og á Djúpavogi
Málsnúmer 1804096
Umræða um samninga Fjarðabyggðar og Heilbrigðisstofnunar Austurlands um sjúkraflutninga.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarritara að funda með forstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands vegna samninga um sjúkraflutninga.
7.
Í skugga valdsins
Málsnúmer 1712003
Skipun fulltrúa í starfshóps í Skugga valdsins og #metoo. Endurskipa þarf í starfshópinn og ljúka vinnu sem hópnum var falin.
Bæjarráð samþykkir að starfshópinn skipi Sigurður Ólafsson, Eydís Ásbjörnsdóttir og Dýrunn Pála Skaftadóttir. Formaður hópsins er Eydís Ásbjörnsdóttir. Með hópnum starfa bæjarstjóri, bæjarritari og félagsmálastjóri.
8.
Siðareglur kjörinna fulltrúa
Málsnúmer 1805176
Framlögð drög að endurskoðun á siðareglum kjörinna fulltrúa.
Vísað til vinnu starfshóps í skugga valdsins og #metoo.
9.
Siðareglur stjórnenda
Málsnúmer 1805194
Framlögð drög að endurskoðun á siðareglum stjórnenda.
Vísað til vinnu starfshóps í skugga valdsins og #metoo.
10.
Móttaka flóttamanna á árinu 2018
Málsnúmer 1710151
Stofnun hóps embættismanna innan bæjarkerfisins, sem hefur það verkefni að styðja verkefnastjóra vegna móttöku flóttafólks.
Samþykkt að hópinn skipi bæjarritari, félagsmálastjóri, fræðslustjóri og fjármálastjóri.
11.
Samkomulag um stuðning hollvinasamtaka
Málsnúmer 1807074
Framlagt erindi frá Hollvinasamtökum um samkomulag vegna endurgerðar gamla barnaskólans á Eskifirði.
Bæjarráð samþykkir framlagðan samning við Hollvinasamtök barnaskólans á Eskifirði um endurgerð skólabyggingarinnar með þeim fyrirvara að fasteigninni hafi verið afsalað til Fjarðabyggðar fyrir vikulokin. Bæjarstjóra falið að undirrita samkomulag.
12.
Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi
Málsnúmer 1804081
Framlagður tölvupóstur frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi þar sem kallað er eftir tillögum að ályktunum fyrir aðalfund ársins 2018.
Farið yfir tillögur Fjarðabyggðar að ályktunum. Forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs falið að vinna þær áfram og leggja fyrir stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
13.
Móttaka gesta á Franska daga og Íslandsdagar í Gravelines 2018
Málsnúmer 1807078
Framlagt boð Gravelines á Íslandsdaga þann 28. til 30. september 2018.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúar Fjarðabyggðar á Íslandsdögum í Gravelines verði Sigurður Ólafsson, Pálína Margeirsdóttir ásamt fulltrúa frá Frönskum dögum.
14.
Samþykkt um afgeiðslur byggingarnefndar
Málsnúmer 1805124
Síðari umræða. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt samþykkt um afgreiðslur bygginganefndar, fyrir sitt leyfi, og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar.
Bæjarráð staðfestir samþykkt um afgreiðslur byggingarnefndar í umboði bæjarstjórnar.
15.
Kvikmyndin - Hvítur,hvítur dagur - umhverisáhrif í kvikmyndatöku
Málsnúmer 1808024
Framlagt til kynningar bréf umhverfisstjóra er varðar kvikmyndatökustað í Oddsskarði og á Fáskrúðsfirði vegna gerðar kvikmyndarinnar Hvítur, hvítur dagur.
16.
425.mál - til umsagnar frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða,
Málsnúmer 1804108
Framlagt til kynningar bréf frá Seyðisfjarðarkaupstað um skipan Elfu Hlínar Pétursdóttur í svæðisráð vegna strandsvæðisskipulags Austfjarða.
17.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 210
Málsnúmer 1807011F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 210 frá 30.júlí 2018, samþykkt í umboði bæjarstjórnar.
18.
Barnaverndarfundagerðir 2018
Málsnúmer 1801097
Fundargerðir barnaverndarnefndar, nr. 86 og nr. 87 frá 31.júlí og 7.ágúst 2018, samþykktar í umboði bæjarstjórnar.