Bæjarráð
576. fundur
28. ágúst 2018
kl.
13:00
-
15:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Jens Garðar Helgason
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2019
Farið yfir drög að rammaúthlutun vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2019.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2019.
2.
Niðurfelling forkaupsréttar Fjarðabyggðar á Læknishúsinu á Fáskrúðsfirði
Bréf Minjaverndar frá 16.ágúst er varðar beiðni um að forkaupsréttur Fjarðabyggðar að Læknishúsinu Hafnargötu 12 Fáskrúðsfirði, verði felldur úr gildi.
Vísað til bæjarstjóra til skoðunar. Tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
Vísað til bæjarstjóra til skoðunar. Tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
3.
Fasteignagjöld í Fjarðabyggðar
Framlagður tölvupóstur Gunnars Stefáns Larssonar um fasteignagjöld í Fjarðabyggð.
Bæjarráð þakkar erindi en það verður tekið til umfjöllunar við vinnslu fjárhagsáætlunar 2019.
Bæjarráð þakkar erindi en það verður tekið til umfjöllunar við vinnslu fjárhagsáætlunar 2019.
4.
Kollur Reyðarfirði - jarðvinna vegna gatnagerðar
Lögð fram niðurstaða verðkönnunnar vegna gatnagerðar innan búfjársvæðisins Kolls á Reyðarfirði. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda og felur bæjarstjóra undirritun samnings. Bæjarstjóra falið að fara yfir verkefnið.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda og felur bæjarstjóra undirritun samnings. Bæjarstjóra falið að fara yfir verkefnið.
5.
Vinnslusamningur vegna fasteigna og loftmyndakerfis
Lagður fram til kynningar þjónustusamningur við Loftmyndir ehf. vegna stækkunar sveitarfélagsins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar samningnum til umfjöllunar í bæjarráði.
Vísað til persónuverndarfulltrúa til yfirferðar á vinnslusamningi. Þjónustusamningur tekinn fyrir að nýju þegar samningar eru frágengnir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar samningnum til umfjöllunar í bæjarráði.
Vísað til persónuverndarfulltrúa til yfirferðar á vinnslusamningi. Þjónustusamningur tekinn fyrir að nýju þegar samningar eru frágengnir.
6.
Hafnarreglugerð
Hafnarstjórn hefur samþykkt drög að breytingum á hafnarreglugerð fyrir Fjarðabyggðarhafnir og vísar þeim til meðferðar í bæjarráði.
Vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
7.
760 Hönnun á hafnarsvæði í Breiðdalsvík
Fyrir liggur tilboð frá Landmótun í hönnunarvinnu fyrir hafnarsvæði á Breiðdalsvík. Hafnarstjórn hefur lagt til að tilboðinu verði tekið og viðauki verði gerður við fjárhagsáætlun ársins 2018 vegna vinnunnar sem greiðist af framlagi jöfnunarsjóðs. Vísað til bæjarráðs til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir tilboðið og felur bæjarstjóra undirritun samnings. Gerð viðauka vísað til fjármálastjóra.
Bæjarráð samþykkir tilboðið og felur bæjarstjóra undirritun samnings. Gerð viðauka vísað til fjármálastjóra.
8.
760 Sorplosun á Breiðdalsvík
Vísað frá hafnarstjórn. Nauðsynlegt er að gera ráðstafanir vegna sorplosunar hjá Breiðdalsvíkurhöfn. Leitað hefur verið eftir tilboðum í leigu og losun á sorpgámum. Hafnarstjórn mælir með að tilboði lægstbjóðanda verði tekið. Visað til bæjarráðs til samþykktar.
Bæjarstjóra falið að skoða málið og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
Bæjarstjóra falið að skoða málið og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
9.
Verkefnið "SIBS lif og heilsa" óskar eftir samstarfi við Sveitarfélög á Austurlandi
SÍBS Líf og heilsa er forvarnaverkefni um lífsstíl og heilbrigði þar sem SÍBS og Hjartaheill heimsækja bæjarfélög og bjóða ókeypis heilsufarsmælingu og þátttöku í könnun um lífsstíl og heilsufar. Mælingaferð um Austurland er nýlokið en alls þáðu 1.044 Austfirðingar heilsufarsmælingu í ágúst, þar af 498 íbúar í Fjarðabyggð en boðið var upp á mælingar í sex þéttbýliskjörnum í Fjarðabyggð frá Breiðdalsvík til Neskaupstaðar. Óskað er eftir að átakið verði styrkt um 50.000 til 100.000 kr.
Bæjarráð samþykkir að styrkja átakið um 50.000 kr. Tekið af liðinum óráðstafað 21690.
Bæjarráð samþykkir að styrkja átakið um 50.000 kr. Tekið af liðinum óráðstafað 21690.
10.
Umsókn um styrk til fornleifarannsókna í Stöð á Stöðvarfirði
Bréf Björgvins Vals Guðmundssonar, f.h. Félags áhugafólks um fornleifarannsóknir á Stöðvarfiði, er varðar beiðni um allt að 10 milljóna kr. styrk til að hægt sé að vinna áfram að og hraða fornleifarannsóknum í Stöð.
Vísað til menningar- og nýsköpunarnefndar. Jafnframt er atvinnu- og þróunarstjóra falið að kanna með mögulega styrki í tengslum við verkefnið.
Vísað til menningar- og nýsköpunarnefndar. Jafnframt er atvinnu- og þróunarstjóra falið að kanna með mögulega styrki í tengslum við verkefnið.
11.
Snjallsímanotkun í grunnskólum Fjarðabyggðar
Fræðslunefnd hefur fjallað um tillögu bæjarráðs um snjallsímanotkun í grunnskólum sem vísað var til nefndarinnar í maí síðastliðnum. Niðurstaða fræðslunefndar er að æskilegast sé að auka snjalltækjakost grunnskólanna í Fjarðabyggð og miða við að viðunandi búnaður verði kominn í skólana í byrjun árs 2019. Samhliða snjalltækjavæðingunni verði nemendum meinað að mæta með snjallsíma og önnur snjalltæki í skóla nema með sérstakri undanþágu frá skólastjóra. Fræðslunefnd leggur til að settur verði á fót starfshópur skipaður skólastjórum grunnskólanna í Fjarðabyggð og fræðslustjóra, sem meti þörf á snjalltækjaeign skólanna og geri tillögu að kaupum á snjalltækjum til fræðslunefndar fyrir 15. október.
Bæjarráð tekur jákvætt í þá hugmynd að banna snjallsíma í grunnskólum sveitarfélagsins en vísar málinu að nýju til fræðslunefndar þar sem bókun nefndarinnar er ekki nægjanlega skýr varðandi snjallsímanotkun. Jafnframt er fræðslunefnd falið að móta reglur um hvernig framfylgja eigi snjallsímabanni.
Bæjarráð tekur jákvætt í þá hugmynd að banna snjallsíma í grunnskólum sveitarfélagsins en vísar málinu að nýju til fræðslunefndar þar sem bókun nefndarinnar er ekki nægjanlega skýr varðandi snjallsímanotkun. Jafnframt er fræðslunefnd falið að móta reglur um hvernig framfylgja eigi snjallsímabanni.
12.
Reglur um leikskóla
Gildandi reglur um leikskóla lagðar fram til samþykktar með lítilsháttar breytingum, eftir yfirferð í fræðslunefnd.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
13.
Tæknidagur Fjölskyldunnar - beiðni um styrk
Tæknidagur fjölskyldunnar verður haldinn í fimmta sinn laugardaginn 6. október næstkomandi í Íþróttahúsinu í Neskaupstað. Verkmenntaskóli Austurlands óskar eftir styrk sem nemur leigu og ræstingarkostnaði íþróttahússins í Neskaupstað.
Bæjarráð samþykkir erindið og styrkur veittur af liðnum óráðstafað 21690.
Bæjarráð samþykkir erindið og styrkur veittur af liðnum óráðstafað 21690.
14.
Vinabæjarfundur í Eskilstuna 2018
Bréf Eskilstuna frá 17.ágúst 2018, er varðar vinabæjarsamskipti.
Bæjarráð felur bæjarritara að vera tengiliður við vinabæina vegna verkefnisins.
Bæjarráð felur bæjarritara að vera tengiliður við vinabæina vegna verkefnisins.
15.
Samþykkt um meðhöndlun úrgangs
Samþykkt um meðhöndlun úrgangs lögð fram til umfjöllunar.
Vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
16.
Samþykkt um fráveitur
Samþykkt um fráveitur lögð fram til umfjöllunar.
Vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
17.
Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss
Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss lögð fram til umfjöllunar.
Vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
18.
Samþykkt um hundhald
Samþykkt um hundahald lögð fram til umfjöllunar.
Vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
19.
Samþykkt um kattahald og önnur dýr
Samþykkt um kattahald og önnur dýr lögð fram til umfjöllunar.
Vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
20.
Samþykkt um fiðurfé
Samþykkt um fiðurfé lögð fram til umfjöllunar.
Vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
21.
Reglur um kynningar, auglýsingar og gjafir í skóla- og frístundastarfi í Fjarðabyggð
Til umræðu eru drög að reglum um kynningar, auglýsingar og gjafir í skóla- og frístundastarfi í Fjarðabyggð. Fræðslunefnd hefur samþykkt fyrirliggjandi drög að reglum á 57. fundi sínum og vísaði málinu til umræðu í bæjarráði og íþrótta- og tómstundanefnd. Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkti reglurnar með breytingu á 1. mgr. 4. greinar, sem eftir breytingar hljóðar svo: "Gjafir til starfstöðva fjölskyldusviðs frá utanaðkomandi aðilum, t.d. fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnunum má þiggja ef stjórnandi telur þær hafa fræðslu- og forvarnagildi og samræmast stefnu fjölskyldusviðs."
Bæjarráð samþykkir breytingar fyrir sitt leyti. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir breytingar fyrir sitt leyti. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
22.
Samþykkt um ungmennaráð Fjarðabyggðar
Íþrótta- og tómstundanefnd hefur samþykkt breytingar á samþykkt um ungmennaráð Fjarðabyggðar vegna sameiningar Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps. Vísað til bæjarráðs.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
23.
Reglur um styrkveitingu og útlutun tíma í íþróttamannvirkjum til íþróttafélaga og almennings
Íþrótta- og tómstundanefnd hefur samþykkt breytingar á reglum um styrkveitingu og úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum til íþróttafélaga og almennings vegna sameiningar Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps. Vísað til bæjarráðs.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
24.
Úthlutunarreglur íþróttastyrkja
Íþrótta- og tómstundanefnd hefur samþykkt breytingar á reglum um úthlutun íþróttastyrkja vegna sameiningar Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps. Vísað til bæjarráðs.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
25.
Reglugerð vegna kjör á íþróttamanni ársins
Íþrótta- og tómstundanefnd hefur samþykkt breytingar á reglum um úthlutun íþróttastyrkja vegna sameiningar Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps. Vísað til bæjarráðs.
Vísað til staðfestingar bæjarráðs.
Vísað til staðfestingar bæjarráðs.
26.
Eftirlitsmyndavélar í Fjarðabyggð
Bæjarráð lýsir yfir vilja sínum að koma að uppsetningu löggæslumyndavéla við innkomu í sveitarfélagið.
Bæjarstjóra falið að funda með Lögreglustjóra Austurlands um málið og leggja fyrir bæjarráð tillögu um samstarf.
Bæjarstjóra falið að funda með Lögreglustjóra Austurlands um málið og leggja fyrir bæjarráð tillögu um samstarf.
27.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 211
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 211 frá 20.ágúst 2018, lögð fram til umfjöllunar.
28.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 212
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 212 frá 27. ágúst 2018, lögð fram til umfjöllunar.
29.
Hafnarstjórn - 201
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 201 frá 20.ágúst 2018, lögð fram til umfjöllunar.
30.
Fræðslunefnd - 58
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 58 frá 22.ágúst 2018, lögð fram til umfjöllunar.
31.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 50
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 50 frá 23.ágúst 2018, lögð fram til umfjöllunar.
32.
Barnaverndarfundagerðir 2018
Fundargerð barnarnverndarnefndar, nr. 88 frá 17.ágúst 2018, lögð fram til umfjöllunar.