Bæjarráð
577. fundur
3. september 2018
kl.
08:30
-
10:15
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Jens Garðar Helgason
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2019
Framlögð tillaga fjármálastjóra að úthlutun að römmum fyrir árið 2019 ásamt áætlun um sjóðsstöðu og rekstur áranna 2018 og 2019 og stöðu efnahags í lok beggja ára. Fjárhagsrömmum vísað til fastanefnda.
2.
Útsýnispallur við Norðfjarðarvita
Bréf Páls Björgvins Guðmundssonar frá 28.ágúst, er varðar byggingu útsýnispalls við Norðfjarðarvita. Bæjarráð líst vel á framtakið og vísar erindi til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar, hafnarstjórnar og menningar- og nýsköpunarnefndar.
3.
Forkaupsréttur á bátnum Elli P SU - 206
Óskað er eftir afstöðu Fjarðabyggðar til þess hvort sveitarfélagið vilji nýta forkaupsrétt að bátnum Ella P. SU-206, skipaskrárnr. 2711. Bæjarráð mun ekki nýta forkaupsrétt.
4.
Kynningarfundur um starfsemi Eignarhaldsfélags Brunabótafélag Íslands
Lögð fram gögn vegna kynningarfundar um starfsemi Eignarhalds Brunabótafélags Íslands sem haldinn var 24.ágúst.
5.
Málefni Sköpunarmiðstöðvarinnar 2018
Fulltrúar Sköpunarmiðstöðvarinnar, Rósa Valtingojer og Una Björk Sigurðardóttir, sátu þennan lið fundarins. Ársreikningur miðstöðvarinnar fyrir árið 2017 lagður fram til kynningar. Beiðni Sköpunarmiðstöðvarinnar um fjárframlag á næstu árum vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2019. Erindi verður svarað þegar vinnu við fjárhagsáætlun 2019 lýkur. Jafnframt vísað til kynningar í fræðslunefnd, eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og menningar- og nýsköpunarnefnd.
6.
Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi
Framlögð dagskrá aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi ásamt fylgigögnum fundarins.
7.
Fundargerðir stjórnar SSA 2018
Fundargerð stjórnarfundar frá 17.ágúst lögð fram til kynningar.
8.
Reglur um niðurgreiðslu á ferðum starfsmanna Fjarðabyggðar með skipulögðum samgöngum
Reglur um niðurgreiðslu á ferðum starfsmanna Fjarðabyggðar með skipulögðum samgöngum, lagðar fram til samþykktar í tengslum við sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps. Vísað til bæjarstjórnar.
9.
Reglur um styrki tl stjórnamálaflokka
Reglur um styrki til stjórnmálaflokka, lagðar fram til samþykktar í tengslum við sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps. Vísað til bæjarstjórnar.
10.
Reglur um ferðaþjónustu fatlaðs fólks
Reglur Fjarðabyggðar um ferðaþjónustu fatlaðs fólks, lagðar fram til samþykktar í tengslum við sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps. Vísað til bæjarstjórnar.
11.
Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning
Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning, lagðar fram til samþykktar í tengslum við sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps. Vísað til bæjarstjórnar.
12.
Reglur um styrki til náms og verkfæra og tækjakaupa fatlaðs fólks
Reglur um styrki til náms og verkfæra og tækjakaupa fatlaðs fólks, lagðar fram til samþykktar í tengslum við sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps. Vísað til bæjarstjórnar.
13.
Siðareglur fjölskyldusviðs
Siðareglur fjölskyldusviðs lagðar fram til samþykktar í tengslum við sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps. Vísað til bæjarstjórnar.
14.
Reglur um þjónustuíbúðir fyrir aldraða - Breiðablik
Framlagt minnisblað félagsmálastjóra og breyttar reglur um þjónustuíbúðir fyrir aldraða, lagðar fram til samþykktar í tengslum við sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps. Vísað til bæjarstjórnar.
15.
Reglur um stuðningsfjölskyldur fatlaðra barna
Framlagt minnisblað félagsmálastjóra og endurskoðaðar reglur um stuðningsfjölskyldur, lagðar fram til samþykktar í tengslum við sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps. Vísað til bæjarstjórnar.
16.
Reglur um útivistartíma barna
Reglur um útivistartíma barna lagðar fram til samþykktar, í tengslum við sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps. Vísað til bæjarstjórnar.
17.
Reglur um fjárhagsaðstoð
Framlagt minnisblað félagsmálastjóra og reglur Fjarðabyggðar um fjárhagsaðstoð, lagðar fram til samþykktar í tengslum við sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps. Vísað til bæjarstjórnar.
18.
Reglur um birtingu gagna með fundargerðum
Lagðar fram til samþykktar breytingar á reglum um birtingu gagna með fundargerðum. Vísað til bæjarstjórnar.
19.
Samningur um sjúkraflutninga í Breiðdal og á Djúpavogi
Lagt fram minnisblað slökkviliðsstjóra.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við samning um sjúkraflutninga í Breiðdal og á Djúpavogi við Heilbrigðisstofnun Austurlands sbr. minnisblað slökkviliðsstjóra. Jafnframt samþykkir bæjarráð tillögu slökkviliðsstjóra um breytingu á þóknun fyrir viðbragðsskyldu hlutastarfandi sjúkraflutningamanna sem heyra undir samningana.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við samning um sjúkraflutninga í Breiðdal og á Djúpavogi við Heilbrigðisstofnun Austurlands sbr. minnisblað slökkviliðsstjóra. Jafnframt samþykkir bæjarráð tillögu slökkviliðsstjóra um breytingu á þóknun fyrir viðbragðsskyldu hlutastarfandi sjúkraflutningamanna sem heyra undir samningana.
20.
Ljósleiðaralagning 2018 - Ísland ljóstengt Breiðdalur
Áframhald umræðu um lagningu ljósleiðara í Breiðdal. Verið er að ganga frá samningi við verktakann. Verkið mun hefjast um leið og gengið hefur verið frá öllum leyfismálum. Framlögð frumdrög samnings við Dalbjörg ehf. um lagningu ljósleiðarastrengs í Breiðdal. Bæjarstjóra falið að ljúka samningagerð við verktaka.
21.
Félagsmálanefnd - 112
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 112 frá 28.ágúst 2018, lögð fram til umfjöllunar.