Fara í efni

Bæjarráð

578. fundur
10. september 2018 kl. 08:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Jens Garðar Helgason aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun bæjarráðs 2019
Málsnúmer 1809015
Framlagt bréf fjármálastjóra um úthlutaðan ramma og fjárheimildir bæjarráðs vegna fjárhagsáætlunar ársins 2019.
Bæjarráð vísar til sviðsstjóra gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2019.
2.
Fjárhagsáætlun 2018 - viðauki 5
Málsnúmer 1809032
Lögð fram drög að viðauka nr.5 vegna þegar samþykktra útgjalda, meðal annars vegna sameiningar sveitarfélaganna Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar. Viðauki kemur til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.
3.
Kauptilboð í Bleiksárhlíð 2-4 3ja herb. 217-0087
Málsnúmer 1809033
Framlagt kauptilboð í Bleiksárhlíð 2-4, 3ja herb. íbúð á 3ju hæð fastanr. 217-0087, frá Margréti Bjarnadóttur og David Joseph Geymonat.
Bæjarráð samþykkir að taka kauptilboðinu og felur bæjarstjóra undirritun skjala vegna sölu eignarinnar.
4.
Tilraunaverkni í húsnæðismálum á landsbyggðinni
Málsnúmer 1809046
Íbúðalánasjóður auglýsti í vikunni tilraunaverkefni í húsnæðismálum á landsbyggðinni. Markmiðið er að leita leiða til þess að bregðast við þeim mikla húsnæðisvanda sem ríkir víðsvegar á landsbyggðinni, m.a. vegna óvirks íbúða- og leigumarkaðar og skorts á viðunandi íbúðarhúsnæði.
Fjármálastjóra falið að vinna málið áfram í samstarfi við bæjarstjóra og senda inn umsókn fyrir Fjarðabyggð í framhaldinu.
5.
Fræðslufundur fyrir sveitarstjórnarfólk 2018
Málsnúmer 1809008
KPMG bíður upp á námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn í tengslum við fjármál sveitarfélaga, fjárhagsáætlanir og ársreikninga.
Bæjarráð þakkar boð KPMG og felur fjármálastjóra að boða kjörna fulltrúa á námskeiðið.
6.
760 Sorplosun á Breiðdalsvík
Málsnúmer 1808050
Vísað frá hafnarstjórn. Leitað hefur verið eftir tilboðum í leigu og losun á sorpgámum í Breiðdalshöfn. Hafnarstjórn mælir með að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.
Bæjarráð samþykkir að tilboði lægstbjóðanda,Sjónarás ehf., verði tekið og samið við verktaka til áramóta. Bæjarstjóra falið að undirrita samning.
7.
Framlög til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða
Málsnúmer 1809029
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra auglýsir eftir umsóknum um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024 vegna verkefna sem tengjast aðgerð C.1 Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða. Lagðar fram reglur um úthlutun á framlögum sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar.
Bæjarráð samþykkir að vísa til Sambands sveitarfélaga á Austurlandi tillögu um að sækja um styrk fyrir Sköpunarmiðstöðina á Stöðvarfirði.
8.
Fiskeldi ályktun bæjarráðs
Málsnúmer 1809047
Bæjarráð Fjarðabyggðar vill ítreka fyrri bókun sína um útgáfu leyfa í tengslum við laxeldi. Enda tafir við leyfisveitingu farinn að bitna mjög á þeirri starfsemi sem hefur verið í uppbyggingu í Reyðarfirði undanfarin ár. Fyrirhuguð 10.000 tonna viðbótarframleiðsla á laxi í Reyðarfirði hefur verið til meðferðar í stjórnsýslunni frá árinu 2012. Það er óásættanlegt að fyrirtæki sem vill fjárfesta í atvinnuuppbyggingu sé búið að vera í umsóknarferli í sex ár án þess að niðurstaða sé í sjónmáli og virðist að greinin sitji ekki við sama borð hér og í öðrum landsfjórðungum. Eðlilegt er að sú umsókn taki mið af lögum og reglum sem í gildi eru og þeim gögnum sem þegar hefur verið aflað og lögð fram.
Í samræmi við ályktun SSA 2018 leggur Fjarðabyggð áherslu á mikilvægi þess að skapa heilbrigt og hvetjandi umhverfi fyrir fjölbreytta atvinnuuppbyggingu í fjórðungnum. Fiskeldi getur orðið ein af stoðum atvinnulífsins í Fjarðabyggð og þarf líkt og aðrar atvinnugreinar starfsumhverfi sem er skýrt og stöðugt til langs tíma.
Bæjarráð Fjarðabyggðar hvetur stjórnvöld til þess að afgreiða þau mál sem beðið hafa afgreiðslu um árabil og hafa verið tafin ítrekað á grundvelli afturvirkni og jafnvel ólögmætra sjónarmiða.
Jafnframt mun bæjarráð óska eftir fundi með Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um málefni laxeldis í Fjarðabyggð.
9.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2018
Málsnúmer 1802007
Fundargerð stjórnar sambandsins nr.862 frá 31.ágúst, lögð fram til kynningar.
10.
Hafnarstjórn - 202
Málsnúmer 1808020F
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 202 frá 3.september 2018, lögð fram til umfjöllunar.
11.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 213
Málsnúmer 1808018F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 213 frá 3.september 2018, lögð fram til umfjöllunar.