Bæjarráð
580. fundur
24. september 2018
kl.
08:30
-
11:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Jens Garðar Helgason
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Þórður Vilberg Guðmundsson
embættismaður
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Þórður Vilberg Guðmundsson
Upplýsinga- og kynningafulltrúi
Dagskrá
1.
Eistnaflug 2019
Framlagt bréf Millifótakonfekts ehf. er varðar beiðni um tveggja milljóna króna styrk, til þungarokkshátíðarinnar Eistnaflugs.
Bæjarstjóri vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu dagskrárliðar.
Bæjarráð þakkar erindið en getur ekki orðið við þessari beiðni en Fjarðabyggð mun áfram styðja Eistnaflug eins og verið hefur.
Bæjarstjóri vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu dagskrárliðar.
Bæjarráð þakkar erindið en getur ekki orðið við þessari beiðni en Fjarðabyggð mun áfram styðja Eistnaflug eins og verið hefur.
2.
Útvistunarsamningur kerfis Atvik
Framlögð drög samnings um rekstur á kerfinu Atvik. Bæjarráð frestar undirritun samnings í ljósi málefna VÍS á Austurlandi.
3.
Stúdentaskipti milli Fjarðabyggðar (Fáskrúðsfjarðar) og Gravelines
Framlögð tillaga að útfærslu nemenda og starfsskipta vinabæjarins Gravelines við Fjarðabyggð.
Bæjarráð staðfestir tillögur sem fram eru lagðar um eflingu vinabæjarsamstarfs við Gravelines. Vísað til kynningar í menningar- og nýsköpunarnefnd, fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd.
Bæjarráð staðfestir tillögur sem fram eru lagðar um eflingu vinabæjarsamstarfs við Gravelines. Vísað til kynningar í menningar- og nýsköpunarnefnd, fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd.
4.
Forðafræðilíkan - Norðfjarðagöng
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til bæjarráðs til frekari athugunar skýrslu Ísor vegna endurmats á afkastagetu jarðhitakerfisins á Eskifirði og mats á áhrifum borunar Norðfjarðarganga á það, dagsett í ágúst 2018.
Bæjarráð fór yfir efni skýrslunnar og felur eigna- skipulags- og umhverfisnefnd eftirlit með stöðu Hitaveitu Fjarðabyggðar á Eskifirði vegna þessa.
Bæjarráð fór yfir efni skýrslunnar og felur eigna- skipulags- og umhverfisnefnd eftirlit með stöðu Hitaveitu Fjarðabyggðar á Eskifirði vegna þessa.
5.
Útsýnispallur við Norðfjarðarvita
Erindið hefur verið tekið fyrir á fundum bæjarráðs, menningar- og nýsköpunarnefndar, hafnarstjórnar og eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar. Menningar- og nýsköpunarnefnd fagnar framtakinu og bíður spennt eftir framhaldi þess. Hafnarstjórn bendir á að við hönnun og byggingu pallsins verði gætt að því að framkvæmd skyggi ekki á sýn til innsiglingarmerkja frá sjó. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að hugmynd samrýmist deiliskipulagi svæðisins.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti framkvæmdina að uppfylltum leyfum vegna framkvæmdarinnar og felur sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs og bygginga- og skipulagsfulltrúa að vera í samskiptum við bréfritara.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti framkvæmdina að uppfylltum leyfum vegna framkvæmdarinnar og felur sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs og bygginga- og skipulagsfulltrúa að vera í samskiptum við bréfritara.
6.
Vatnsveitan á Fáskrúðsfirði
Framlagt bréf íbúa á Fáskrúðsfirði vegna vatnsveitu á Fáskrúðsfirði.
Bæjarráð hefur móttekið erindið. Þegar hefur verið brugðist við ástandinu vatnsveitunnar á Fáskrúðsfirði til bráðabirgða og unnið er að framtíðarlausn. Veitustjóra er falið að svara bréfinu.
Bæjarráð hefur móttekið erindið. Þegar hefur verið brugðist við ástandinu vatnsveitunnar á Fáskrúðsfirði til bráðabirgða og unnið er að framtíðarlausn. Veitustjóra er falið að svara bréfinu.
7.
Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2018
Framlögð til kynningar dagskrá fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin verður 11.og 12. október nk. á Hilton Nordica í Reykjavík.
8.
Eftirlitsmyndavélar
Framlagt bréf Multitask ehf. um uppsetningu á eftirlitsmyndavélabúnaði á Austurlandi.
Bæjarráð þakkar erindið og vísar því til bæjarstjóra til afgreiðslu.
Bæjarráð þakkar erindið og vísar því til bæjarstjóra til afgreiðslu.
9.
Framhaldsársfundur Austurbrúar 2018
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á fundinum.
10.
Nefndaskipan í Fjarðabyggð 2018 - 2022
Lagt er til að Karl Óttar Pétursson taki sæti í almannavarnanefnd Suður Múlasýslu í stað Jóns Björns Hákonarsson. Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til bæjarstjórnar.
11.
Lögreglusamþykkt
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd til bæjarráðs lögreglusamþykkt Fjarðabyggðar fyrir sameinað sveitarfélag.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
12.
Reglur um skipulögð gámasvæði
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd til bæjarráðs reglum um skipulögð gámasvæði fyrir sameinað sveitarfélag.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
13.
Reglur um stöðuleyfi lausafjármuna
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd til bæjarráðs reglum um stöðuleyfi lausafjármuna í sameinuðu sveitarfélagi.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
14.
Reglur um útleigu leiguíbúða
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd til bæjarráðs reglum um útleigu leiguíbúða í sameinuðu sveitarfélagi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki þörf fyrir reglurnar lengur og leggur til við bæjarráð að þær verði felldar úr gildi.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði numdar úr gildi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki þörf fyrir reglurnar lengur og leggur til við bæjarráð að þær verði felldar úr gildi.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði numdar úr gildi.
15.
Reglur um sölu íbúða í Fjarðabyggð
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd til bæjarráðs reglum um sölu íbúða í Fjarðabyggð í sameinuðu sveitarfélagi.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
16.
Reglur um gististaði innan sveitarfélagsins
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd til bæjarráðs reglum um gististaði innan sveitarfélagsins í sameinuðu sveitarfélagi.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
17.
Verklagsreglur vegna umgengni á lóðum
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd til bæjarráðs verklagsreglum vegna umgengni á lóðum í sameinuðu sveitarfélagi.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
18.
Reglur um félagslega liðveislu
Vísað frá félagsmálanefnd til bæjarráðs reglum um félagslega liðveislu í sameinuðu sveitarfélagi.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
19.
Reglur um félagslega heimaþjónustu
Vísað frá félagsmálanefnd til bæjarráðs reglum um félagslega heimaþjónustu í sameinuðu sveitarfélagi.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
20.
Reglur um daggæslu barna í heimahúsum
Vísað frá félagsmálanefnd til bæjarráðs reglum um daggæslu barna í heimahúsum í sameinuðu sveitarfélagi.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
21.
Reglur um skammtímavistun fatlaðra
Vísað frá félagsmálanefnd til bæjarráðs reglum um skammtímavistun fatlaðra í sameinuðu sveitarfélagi.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
22.
Reglur um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk
Vísað frá félagsmálanefnd til bæjarráðs reglum notendastýrða perónulega aðstoð við fatlað fólk í sameinuðu sveitarfélagi.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
23.
Fundargerðir upplýsingaöryggisnefndar
Framlögð til kynningar fundargerð upplýsingaöryggisnefndar nr. 4.
24.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2018
Framlögð til kynningar fundargerð 143. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands.
25.
Stjórnkerfisnefnd 2018
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 20. september að bæjarráð sveitarfélagsins verði skipað sem stjórnkerfisnefnd til þess að fjalla um, endurskoða og koma með tillögur að breytingar á stjórnskipulagi, verði það niðurstaða bæjarráðs. Markmið með endurskoðuninni er að skoða hvort auka megi skilvirkni, hagkvæmni og framþróun í rekstri og starfsemi Fjarðabyggðar.
Bæjarstjóra falið að fara yfir fyrirkomulag stjórnsýslu Fjarðabyggðar og leggja tillögur fyrir stjórnkerfisnefnd.
Bæjarstjóra falið að fara yfir fyrirkomulag stjórnsýslu Fjarðabyggðar og leggja tillögur fyrir stjórnkerfisnefnd.
26.
Fundur almannavarnanefndar 12. september 2018
Fundargerð fundar almannavarnanefndar Suður Múlasýslu frá 12. september 2018, lögð fram til kynningar.
27.
Bókun bæjarráðs um málefni VÍS
Bókun bæjarráðs um málefni VÍS
Bæjarráð Fjarðabyggðar mótmælir harðlega lokun útibús VÍS í Fjarðabyggð sem boðuð hefur verið. VÍS hefur á undanförnum árum dregið verulega úr sinni þjónustu í sveitarfélaginu og lokað útibúum í hverfum þess. Með lokun þessari mun því ekkert útibú VÍS vera starfandi í Fjarðabyggð. Er það afar sérstakt þar sem Fjarðabyggð er fjölmennasta sveitarfélag á Austurlandi og er sveitarfélagið með allar sínar tryggingar hjá VÍS.
Þann 1.janúar 2019 eru samningar sveitarfélagsins um tryggingarþjónustu við VÍS lausir og mun bæjarráð ekki framlengja þá í ljósi skerðingar á þjónustu VÍS. Þá mun bæjarráð horfa til þjónustu tryggingafélaganna í sveitarfélaganna í komandi viðskiptum sínum við þau.
Bæjarráð Fjarðabyggðar mótmælir harðlega lokun útibús VÍS í Fjarðabyggð sem boðuð hefur verið. VÍS hefur á undanförnum árum dregið verulega úr sinni þjónustu í sveitarfélaginu og lokað útibúum í hverfum þess. Með lokun þessari mun því ekkert útibú VÍS vera starfandi í Fjarðabyggð. Er það afar sérstakt þar sem Fjarðabyggð er fjölmennasta sveitarfélag á Austurlandi og er sveitarfélagið með allar sínar tryggingar hjá VÍS.
Þann 1.janúar 2019 eru samningar sveitarfélagsins um tryggingarþjónustu við VÍS lausir og mun bæjarráð ekki framlengja þá í ljósi skerðingar á þjónustu VÍS. Þá mun bæjarráð horfa til þjónustu tryggingafélaganna í sveitarfélaganna í komandi viðskiptum sínum við þau.
28.
Bókun bæjarráðs vegna væntanlegrar samgönguáætlunar
Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum í ljósi fréttaflutnings af væntanlegri samgönguáætlun en þar virðist hlutur Fjarðabyggðar og Austurlands alls vera af skornum skammti.
Því skorar Bæjarráð Fjarðabyggðar á Alþingi Íslendinga við umfjöllun um samgönguáætlun að hlutur Austurlands verði í samræmi við þá miklu þörf sem hér er fyrir samgöngubætur.
Því skorar Bæjarráð Fjarðabyggðar á Alþingi Íslendinga við umfjöllun um samgönguáætlun að hlutur Austurlands verði í samræmi við þá miklu þörf sem hér er fyrir samgöngubætur.
29.
Félagsmálanefnd - 113
Fundargerð félagsmálanefndar frá 18. september lögð fram til umfjöllunar.
30.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 214
Fundargerð eigna-, skipulags-, og umhverfisnefndar nr. 214