Bæjarráð
581. fundur
1. október 2018
kl.
08:30
-
10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Jens Garðar Helgason
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Greiðsluáætlun frá Jöfnunarsjóði vegna sameiningar sveitarfélaganna.
Framlögð greiðsluáætlun framlaga frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna sameiningar sveitarfélaganna.
2.
Reglur um styrki til menningarstarfsemi
Menningar- og nýsköpunarnefnd vísaði til bæjarráðs vinnureglum um úthlutun menningarstyrkja til yfirferðar og samþykktar í sameinuðu sveitarfélagi.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
3.
Erindi um fyrirhugaðar framkvæmdir við Samkomuhús Stöðvarfjarðar
Framlagt erindi frá stjórn Salthúsmarkaðarins á Stöðvarfirði sem varðar fyrirhugaðar framkvæmdir við Samkomuhúsið á Stöðvarfirði.
Bæjarráð þakkar erindið en framkvæmdir hefjast þegar starfsemi markaðarins hefur lokað. Sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs falið að ræða við bréfritara.
Bæjarráð þakkar erindið en framkvæmdir hefjast þegar starfsemi markaðarins hefur lokað. Sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs falið að ræða við bréfritara.
4.
Ákvörðun um framtíðarskipan almannavarnanefnda
Framlögð tillaga bæjarstjóra þess efnis að almannavarnanefndir Suður, og Norður-Múlasýslu verði sameinaðar í eina almannavarnanefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi.
Bæjarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til staðfestingu bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til staðfestingu bæjarstjórnar.
5.
Ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum 2018
Framlagt fundarboð ársfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum verður haldinn föstudaginn 12. október nk. kl. 12:15 á Hilton Reykjavík Nordica.
Bæjarráð felur Eydísi Ásbjörnsdóttur að fara með umboð Fjarðabyggðar á fundinum.
Bæjarráð felur Eydísi Ásbjörnsdóttur að fara með umboð Fjarðabyggðar á fundinum.
6.
Aðalfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga
Framlagt aðalfundarboð Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica kl. 12:15 Bæjarráð felur Karli Óttari Péturssyni bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á fundinum.
7.
Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2018
Framlag aðalfundarboð Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn verður miðvikudaginn 10. október nk. kl 15:00 á Hótel Nordica.
Bæjarráð felur Karli Óttari Péturssyni bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á fundinum
Bæjarráð felur Karli Óttari Péturssyni bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á fundinum
8.
Ársfundur jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2018
Framlagt fundarboð ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 10. október 2018 á Hilton Nordica Reykjavík kl. 16:00. Bæjarráð felur Karli Óttari Péturssyni bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á fundinum.
9.
Götulýsing - Rarik
Vegna ábendinga er beint til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar að ítreka við Rarik að án tafar verði farið í vinnu við að skipta út perum í gatnalýsingu í ljósastaurum í sveitarfélaginu að undanskildum Reyðarfirði þar sem Rafveita Reyðarfjarðar sér um peruskipti.
Jafnframt leggur bæjarráð til við eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd að fara í alvarlega skoðun á "LED" lýsingu gatnakerfisins í sveitarfélaginu.
Jafnframt leggur bæjarráð til við eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd að fara í alvarlega skoðun á "LED" lýsingu gatnakerfisins í sveitarfélaginu.
10.
Æfingaraðstaða slökkviliðs
Bæjarráð felur bæjarstjóra og slökkviliðsstjóra að hefja viðræður við Alcoa Fjarðaál vegna hugsanlegrar æfingaraðstöðu slökkviliðsins á Haga.
11.
Háskólasetur Austfjarða
Rætt um háskólasetur á Austurlandi
12.
Félagsmálanefnd - 114
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 114 frá 27. september 2018 lögð fram til umfjöllunar.
13.
Fræðslunefnd - 60
Fundargerð fræðslunefndar nr. 60 frá 25. september 2018 lögð fram til umfjöllunar.
14.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 52
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar nr. 52 frá 25. september lögð fram til umfjöllunar.
14.
Barnaverndarfundagerðir 2018
Fundargerð Barnaverndar nr. 89 frá 24. september lögð fram til umfjöllunar.
15.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 4
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar nr.4 frá 24. september lögð fram til kynningar.
17.
Safnanefnd - 1
Fundargerð safnanefndar frá 11. september 2018 lögð fram til umfjöllunar.