Fara í efni

Bæjarráð

581. fundur
1. október 2018 kl. 08:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Jens Garðar Helgason aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Greiðsluáætlun frá Jöfnunarsjóði vegna sameiningar sveitarfélaganna.
Málsnúmer 1805015
Framlögð greiðsluáætlun framlaga frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna sameiningar sveitarfélaganna.
2.
Reglur um styrki til menningarstarfsemi
Málsnúmer 1805151
Menningar- og nýsköpunarnefnd vísaði til bæjarráðs vinnureglum um úthlutun menningarstyrkja til yfirferðar og samþykktar í sameinuðu sveitarfélagi.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
3.
Erindi um fyrirhugaðar framkvæmdir við Samkomuhús Stöðvarfjarðar
Málsnúmer 1809147
Framlagt erindi frá stjórn Salthúsmarkaðarins á Stöðvarfirði sem varðar fyrirhugaðar framkvæmdir við Samkomuhúsið á Stöðvarfirði.
Bæjarráð þakkar erindið en framkvæmdir hefjast þegar starfsemi markaðarins hefur lokað. Sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs falið að ræða við bréfritara.
4.
Ákvörðun um framtíðarskipan almannavarnanefnda
Málsnúmer 1809171
Framlögð tillaga bæjarstjóra þess efnis að almannavarnanefndir Suður, og Norður-Múlasýslu verði sameinaðar í eina almannavarnanefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi.
Bæjarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til staðfestingu bæjarstjórnar.
5.
Ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum 2018
Málsnúmer 1809167
Framlagt fundarboð ársfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum verður haldinn föstudaginn 12. október nk. kl. 12:15 á Hilton Reykjavík Nordica.
Bæjarráð felur Eydísi Ásbjörnsdóttur að fara með umboð Fjarðabyggðar á fundinum.
6.
Aðalfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga
Málsnúmer 1809166
Framlagt aðalfundarboð Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica kl. 12:15 Bæjarráð felur Karli Óttari Péturssyni bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á fundinum.
7.
Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2018
Málsnúmer 1809165
Framlag aðalfundarboð Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn verður miðvikudaginn 10. október nk. kl 15:00 á Hótel Nordica.
Bæjarráð felur Karli Óttari Péturssyni bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á fundinum
8.
Ársfundur jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2018
Málsnúmer 1809158
Framlagt fundarboð ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 10. október 2018 á Hilton Nordica Reykjavík kl. 16:00. Bæjarráð felur Karli Óttari Péturssyni bæjarstjóra að fara með umboð Fjarðabyggðar á fundinum.
9.
Götulýsing - Rarik
Málsnúmer 1803100
Vegna ábendinga er beint til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar að ítreka við Rarik að án tafar verði farið í vinnu við að skipta út perum í gatnalýsingu í ljósastaurum í sveitarfélaginu að undanskildum Reyðarfirði þar sem Rafveita Reyðarfjarðar sér um peruskipti.
Jafnframt leggur bæjarráð til við eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd að fara í alvarlega skoðun á "LED" lýsingu gatnakerfisins í sveitarfélaginu.
10.
Æfingaraðstaða slökkviliðs
Málsnúmer 1810006
Bæjarráð felur bæjarstjóra og slökkviliðsstjóra að hefja viðræður við Alcoa Fjarðaál vegna hugsanlegrar æfingaraðstöðu slökkviliðsins á Haga.
11.
Háskólasetur Austfjarða
Málsnúmer 1710150
Rætt um háskólasetur á Austurlandi
12.
Félagsmálanefnd - 114
Málsnúmer 1809018F
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 114 frá 27. september 2018 lögð fram til umfjöllunar.
13.
Fræðslunefnd - 60
Málsnúmer 1809017F
Fundargerð fræðslunefndar nr. 60 frá 25. september 2018 lögð fram til umfjöllunar.
14.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 52
Málsnúmer 1809014F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar nr. 52 frá 25. september lögð fram til umfjöllunar.
14.
Barnaverndarfundagerðir 2018
Málsnúmer 1801097
Fundargerð Barnaverndar nr. 89 frá 24. september lögð fram til umfjöllunar.
15.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 4
Málsnúmer 1809010F
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar nr.4 frá 24. september lögð fram til kynningar.
17.
Safnanefnd - 1
Málsnúmer 1809002F
Fundargerð safnanefndar frá 11. september 2018 lögð fram til umfjöllunar.