Fara í efni

Bæjarráð

583. fundur
8. október 2018 kl. 08:30 - 11:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Jens Garðar Helgason aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Stjórnkerfisnefnd 2018
Málsnúmer 1804119
Umræða um stjórnkerfi og skipulag sveitarfélagsins.
2.
Starfs- og fjárhagsáætlun Hafnarsjórnar 2019 ásamt langtímaáætlun
Málsnúmer 1806027
Farið yfir starfs- og fjárhagsáætlun hafnarsjóðs og áherslur í rekstri málaflokksins fyrir árið 2019 með formanni hafnarstjórnar og framkvæmdastjóra hafna.
Vísað til áframhaldandi fjárhagsáætlunargerðar 2019.
3.
Starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálanefndar 2019
Málsnúmer 1809009
Farið yfir starfs- og fjárhagsáætlun í félagsmálum og áherslur í rekstri málaflokksins fyrir árið 2019 með formanni félagsmálanefndar og félagsmálastjóra.
Vísað til áframhaldandi fjárhagsáætlunargerðar 2019.
4.
Starfs- og fjárhagsáætlun barnaverndarnefndar 2019
Málsnúmer 1809010
Farið yfir starfs- og fjárhagsáætlun í barnaverndarmálum og áherslur í rekstri málaflokksins fyrir árið 2019 með formanni barnaverndarnefndar og félagsmálastjóra.
5.
Starfs- og fjárhagsáætlun Eigna- umhverfis- og skipulagsnefndar
Málsnúmer 1809014
Farið yfir starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarmála fyrir árið 2019 með skipulags- og byggingarfulltrúa.
Vísað til áframhaldandi fjárhagsáætlunargerðar 2019.
6.
Starfs- og fjárhagsáætlun bæjarráðs 2019
Málsnúmer 1809015
Farið yfir starfs- og fjárhagsáætlun slökkviliðs fyrir árið 2019 með slökkviliðsstjóra. Vísað til áframhaldandi fjárhagsáætlunargerðar 2019.
7.
Fasteignamat 2019
Málsnúmer 1806005
Framlögð greinargerð fjármálastjóra um áhrif lækkunar fasteignagjalda á árinu 2019 sem nemur hækkun fasteignamats fyrir árið á milli áranna 2018 og 2019. Vísað til áframhaldandi fjárhagsáætlunargerðar.
8.
Samstarfssamningur vegna Landsmóts 50 2019
Málsnúmer 1810018
Fyrir liggur drög að samstarfssamningi milli UMFÍ, ÚÍA og Fjarðabyggðar vegna Landsmóts 50 sem haldið verður í Neskaupstað í júní 2019. Reiknað er með að undirritun samningsins fari fram í Neskaupstað í nóvember en þá er von á formanni UMFÍ Hauki Valtýssyni.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
9.
Tilkynning um meðferð máls - Meint ólöglegt athæfi á Stöðvarfirði
Málsnúmer 1807058
Bæjarstjórn vísar til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs dagskrárlið 19 í fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar þar sem lagt er fram bréf Umhverfisstofnunar.
Bæjarráð lýsir furðu sinni á inntaki erindis Umhverfisstofnunar og fordæmir afgreiðslu og ávítur stofnunarinnar. Bæjarráð ásamt bæjarstjóra óskar eftir fundi með forstjóra Umhverfisstofnunar til að fara yfir samskipti og ferla mála stofnunarinnar.
10.
Niðurfelling forkaupsréttar Fjarðabyggðar á Læknishúsinu á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 1808076
Framlagður viðauki við leigusamning um Franska safnið í franska spítalanum á Fáskrúðsfirði. Bæjarráð samþykkir viðauka leigusamnings og felur bæjarstjóra undirritun hans.
11.
Nefndaskipan í Fjarðabyggð 2018 - 2022
Málsnúmer 1806029
Skipun Fjarðabyggðar í stýrihóp háskólaseturs.
Lagt er til að Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri taki sæti aðalmanns Fjarðabyggðar í stýrihóp háskólaseturs í stað Einars Más Sigurðssonar.
Bæjarráð samþykkir tillögu um að Karl Óttar Péturssonar bæjarstjóri verði aðalmaður í stýrihóp háskólaseturs eftir næsta fund stýrihópsins.