Bæjarráð
584. fundur
15. október 2018
kl.
08:30
-
11:15
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Jens Garðar Helgason
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Starfsmenn
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Stjórnkerfisnefnd 2018
Umræða um stjórnkerfi og skipulag sveitarfélagsins.
Stjórnkerfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að veitusvið Fjarðabyggðar verði fellt niður í skipuriti og fellt undir framkvæmda- og umhverfissvið og nafni sviðsins breytt í framkvæmdasvið, yfirstjórn hjúkrunarheimila flytjist frá félagsmálastjóra til fjármálastjóra og starf umhverfisstjóra færist frá framkvæmda- og umhverfissviði til skipulags- og byggingarmála. Jafnframt mun stjórnkerfisnefnd starfa áfram.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
Stjórnkerfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að veitusvið Fjarðabyggðar verði fellt niður í skipuriti og fellt undir framkvæmda- og umhverfissvið og nafni sviðsins breytt í framkvæmdasvið, yfirstjórn hjúkrunarheimila flytjist frá félagsmálastjóra til fjármálastjóra og starf umhverfisstjóra færist frá framkvæmda- og umhverfissviði til skipulags- og byggingarmála. Jafnframt mun stjórnkerfisnefnd starfa áfram.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2019
Forsendur fjáhagsáætlunar 2019 ræddar eftir samtöl við nefndarformenn, sviðsstjóra og forstöðumenn. Fjármálastjóri gerði nánari grein fyrir vinnu við fjárhagsáætlun á fundinum.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun 2019.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun 2019.
3.
Kauptilboð í Sólvelli 8b Breiðdalsvík
Sala íbúða í Breiðdal. Fyrir liggur tilboð í Sólvelli 8b á Breiðdalsvík. Tilboðsfrestur er til kl. 23:50 þann 15. október 2018.
Bæjarráð samþykkir að fela fjármálastjóra að gera gagntilboð vegna sölu á eigninni.
Bæjarráð samþykkir að fela fjármálastjóra að gera gagntilboð vegna sölu á eigninni.
4.
Starfs- og fjárhagsáætlun bæjarráðs 2019
Farið yfir starfs- og fjárhagsáætlun og áherslur í rekstri málaflokka atvinnumála og sameiginlegs kostnaðar, fyrir árið 2019.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun 2019.
Starfsáætlun atvinnumála er vísað til menningar- og nýsköpunarnefndar.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun 2019.
Starfsáætlun atvinnumála er vísað til menningar- og nýsköpunarnefndar.
5.
Umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs umferðarsamþykkt fyrir sameinað sveitarfélag.
Bæjarráð vísar umferðarsamþykkt til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð vísar umferðarsamþykkt til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
6.
Styrkir til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla
Umræður um uppsetningu og rekstur rafhleðslustöðvar í Fjarðabyggð.
Bæjarráð felur sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs að fylgja eftir verkefni og fara yfir stöðu þess.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur til að skoðað verði sem fyrst að sveitarfélagið selji eða losi eignarhald sitt á væntanlegum hleðslustöðvum enda á sveitarfélagið ekki að vera í samkeppnisrekstri við fyrirtæki á svæðinu.
Bæjarráð felur sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs að fylgja eftir verkefni og fara yfir stöðu þess.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur til að skoðað verði sem fyrst að sveitarfélagið selji eða losi eignarhald sitt á væntanlegum hleðslustöðvum enda á sveitarfélagið ekki að vera í samkeppnisrekstri við fyrirtæki á svæðinu.
7.
Vinnuskóli 2018
Breyting á reglum vinnuskóla Fjarðabyggðar lagðar fram til samþykktar en eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt breytingu á 4. grein reglnanna, er varðar bann við notkun tóbaks, rafretta og vímuefna á vinnutíma vinnuskólans.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
8.
Aðalfundur Heilbrigðiseftilits Austurlands 24.október 2018
Framlagt aðalfundarboð Heilbrigðiseftirlits Austurlands en fundurinn verður haldinn á Egilsstöðum 24. október nk. kl 13:30
Bæjarráð samþykkir að fela Karli Óttari Péturssyni að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundi. Jafnframt samþykkir bæjarráð að tilnefna Jón Björn Hákonarson sem aðalmann í stjórn Heilbrigðiseftirlits Austurlands og Hjördísi Helgu Seljan Þóroddsdóttur sem varamann hans. Þá er Kristín Ágústsdóttir tilnefnd sem aðalfulltrúi og Helga Hrönn Melsteð sem varafulltrúi fyrir hönd náttúruverndarnefnda.
Bæjarráð samþykkir að fela Karli Óttari Péturssyni að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundi. Jafnframt samþykkir bæjarráð að tilnefna Jón Björn Hákonarson sem aðalmann í stjórn Heilbrigðiseftirlits Austurlands og Hjördísi Helgu Seljan Þóroddsdóttur sem varamann hans. Þá er Kristín Ágústsdóttir tilnefnd sem aðalfulltrúi og Helga Hrönn Melsteð sem varafulltrúi fyrir hönd náttúruverndarnefnda.
9.
Byggðaráðstefnan 2018 í Stykkishólmi 16.-17. október nk.
Byggðastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Stykkishólmsbær, standa fyrir ráðstefnu um byggðaþróun og umhverfismál - hvernig getur blómleg byggð og náttúruvernd farið saman - dagana 16. og 17. október 2018 á Fosshóteli Stykkishólmi.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúi Fjarðabyggðar á ráðstefnunni verði atvinnu- og þróunarstjóri.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúi Fjarðabyggðar á ráðstefnunni verði atvinnu- og þróunarstjóri.
10.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 216
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 216 frá 8.október 2018, lögð fram til kynningar.
11.
Fræðslunefnd - 61
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 61 frá 9.október 2018, lögð fram til kynningar.
12.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 5
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar, nr. 5 frá 8.október 2018, lögð fram til kynningar.
13.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 53
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 53 frá 9.október 2018, lögð fram til kynningar.
14.
Félagsmálanefnd - 115
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 115 frá 9.október 2018, lögð fram til kynningar.
15.
Framkvæmdaráð hjúkrunarheimilanna - 7
Fundargerð framkvæmdaráðs hjúkrunarheimilanna, nr. 7 frá 8.október 2018, lögð fram til kynningar.
16.
Barnaverndarfundagerðir 2018
Fundargerð barnarverndarnefndar, nr. 90 frá 8.október 2018, lögð fram til kynningar.