Fara í efni

Bæjarráð

585. fundur
22. október 2018 kl. 08:30 - 10:45
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Jens Garðar Helgason aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2019
Málsnúmer 1808019
Fram haldið vinnu við fjárhagsáætlun 2019. Farið yfir stöðu áætlunarinnar og gerð grein fyrir frávikum, tillögum nefnda í rekstri og fjárfestingu.
Vísað til áframhaldandi vinnu við Fjárhagsáætlunargerð 2019.
2.
Árshlutauppgjör Breiðdalshrepps 30.6. 2018
Málsnúmer 1810137
Framlagt árshlutauppgjör Breiðdalshrepps til 30. júní 2018.
Vísað til næsta fundar bæjarráðs.
3.
Húsnæðismál bæjarskrifstofu
Málsnúmer 1810145
Skipan fulltrúa í starfshóp um framtíðarskipan húsnæðismála bæjarskrifstofu . Lagt er til að starfshópinn skipi sjö fulltrúar. Fjórir fulltrúar embættismanna, tveir fulltrúar frá meirihluta og einn fulltrúi frá minnihluta.
Skipan vísað til næsta fundar bæjarráðs ásamt gerð erindisbréfs.
4.
100 ára fullveldisafmæli
Málsnúmer 1705146
Framlagt minnisblað forstöðumanns menningarstofu um tónleika Sinfóníuhljómsveitar Austurlands þann 1. desember nk. í Tónlistarmiðstöð. Menningarstofan styrkir tónleikana en jafnframt er óskað er eftir framlagi til veitinga og sögustundar fyrir börn í tilefni af 100 ár fullveldisafmæli Íslands sem er þennan dag. Umbeðin fjárhæð er 390.000 kr.
Bæjarráð samþykkir að styrkja veitingar og sögustund.
5.
Kjara- og launamál 2018
Málsnúmer 1805084
Lögð fram til kynningar yfirlýsing frá Samninganefnd sveitarfélaga vegna ályktana Skólastjórafélags Íslands.
6.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2018
Málsnúmer 1802007
Fundargerð stjórnar sambandsins frá 10.október 2018, lögð fram til kynningar.
7.
Gjaldskrá fasteignagjalda 2019
Málsnúmer 1810063
Farið yfir forsendur fyrir álagningu fasteignagjalda á næsta ári.
Vísað til áframhaldandi vinnslu fjárhagsáætlunar 2019.
8.
Félagsmálanefnd - 116
Málsnúmer 1810016F
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 116 frá 16.október 2018, lögð fram til afgreiðslu. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
9.
Hafnarstjórn - 204
Málsnúmer 1810015F
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 204 frá 15.október 2018, lögð fram til afgreiðslu. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.