Fara í efni

Bæjarráð

586. fundur
29. október 2018 kl. 08:30 - 11:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Jens Garðar Helgason aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Árshlutauppgjör Breiðdalshrepps 30.6. 2018
Málsnúmer 1810137
Vísað frá síðasta fundi bæjarráðs. Framlagt árshlutauppgjör Breiðdalshrepps til 30. júní 2018.
Bæjarráð samþykkir uppgjörið fyrir sitt leyti og vísar því til staðfestingar bæjarstjórnar.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2019
Málsnúmer 1808019
Framhald vinnu við fjárhagsáætlun og starfsáætlun ársins 2019. Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana ásamt starfsáætlun auk þriggja ára áætlunar fyrir árin 2020 til 2022.
Bæjarráð vísar tillögu að fjárhagsáætlun og starfsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2019, auk þriggja ára áætlun til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins samþykkir að vísa framlagðri fjárhagsáætlun til fyrstu umræðu en áskilur sér rétt til þess að koma með breytinartillögur á fyrirliggjandi fjárhagsáætlun milli umræðna.

Trúnaður ríkir um framlögð gögn fjárhagsáætlunar 2019 og þriggja ára áætlunar vegna skráningar í Kauphöll Íslands.
Fjárhagsáætlun verður birt samhliða bæjarstjórnarfundi 1.nóvember.
3.
Starfs- og fjárhagsáætlun bæjarráðs 2019
Málsnúmer 1809015
Starfs- og fjárhagsáætlun bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu. Málaflokkur sameiginlegs kostnaðar, atvinnumála og slökkviliðs. Jafnframt lagt fram minnisblað og tillaga um upplýsingatæknimál kjörinna fulltrúa á kjörtímabilinu 2018 til 2022.
Bæjarráð vísar starfs- og fjárhagsáætlun málaflokksins til fjárhagsáætlunarvinnu.
Bæjarráð samþykkir E lið tillögu um upplýsingatæknimál kjörinna fulltrúa.
4.
Starfs- og fjárhagsáætlun menningar- og nýsköpunarnefndar 2019
Málsnúmer 1809013
Framhaldið vinnu við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2019. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða málaflokks menningarmála verði um 234 milljónir. Lögð hafa verið fram drög að starfsáætlun ársins 2019 og drög að sundurliðun á fjárhagsramma málaflokksins. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir drög að starfsáætlun og fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.
Nefndin vill þó hafa þann fyrirvara á samþykkt sinni að ekki hefur verið tekin afstaða til beiðni Héraðsskjalasafns Austfirðinga um aukið framlag til safnsins á næsta ári sbr. 3.lið fundargerðar nefndarinnar 8.október 2018.
Bæjarráð vísar starfs- og fjárhagsáætlun málaflokksins til fjárhagsáætlunarvinnu.
5.
Starfs- og fjárhagsáætlun eigna- skipulags- og umhverfisnefndar
Málsnúmer 1809014
Sviðsstjóri framkvæmdasviðs og skipulags- og byggingarfulltrúi, hafa lokið vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar. Starfs- og kostnaðaráætlanir hafa verið lagðar fram til umræðu og samþykktar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt framlagðar starfs- og fjárhagsáætlanir og vísar þeim til bæjarráðs til staðfestingar.
Bæjarráð vísar starfs- og fjárhagsáætlun málaflokksins til fjárhagsáætlunarvinnu.
6.
Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2019
Málsnúmer 1809012
Fræðslustjóri hefur lokið vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar og hún verið lögð fram til umræðu og samþykktar í fræðslunefnd. Fræðslunefnd hefur jafnframt samþykkt framlagða starfs- og fjárhagsáætlun og vísar henni til bæjarráðs til staðfestingar. Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að fjárhagsrammi fræðslunefndar verði aukinn um 70 milljónir króna eða um 2,6%. Annars vegar er um að ræða 49 milljónir vegna hækkunar launakostnaðar og hins vegar 21 milljón vegna aukins rekstrarkostnaðar. Aukningin stafar að stærstum hluta af 7,5% fjölgun nemenda í grunnskólum milli skólaára og 20% fjölgun nemenda í frístund. Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fræðslunefnd vegna sveigjanleika í vinnutíma.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fræðslunefnd leggur til að Fjarðabyggð fari í tilraunaverkefni, frá og með 1.janúar 2019, með leikskólunum í Fjarðabyggð að skólastjórnendur hafi svigrúm til að stytta vinnuviku starfsmanna án þess að auka kostnað eða skerða þjónustu við foreldra leikskólabarna. Er markmiðið að auka starfsánægju og minnka álag, vinnutengd veikindi og forföll starfsmanna. Mikil umræða á sér stað í samfélaginu um styttingu vinnuvikunnar og þó nokkur sveitarfélög eru í slíkum tilraunaverkefnum eða eru með það á stefnuskránni að fara í slík verkefni. Því miður hefur starfsmannavelta verið mikil í leikskólum Fjarðabyggðar og því er tilvalið að byrja verkefnið þar. Verkefnið yrði nánar útfært í samráði við fræðslustjóra og skólastjórnenda hvers skóla fyrir sig. Fræðslunefnd tekur vel í tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og leggur til að starfsáætlun verði breytt til samræmis við hana.
Bæjarráð vísar starfs- og fjárhagsáætlun málaflokksins til fjárhagsáætlunarvinnu.

Bæjarráð tekur undir bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fræðslunefnd og felur bæjarritara að kanna með hvaða hætti er hægt að vinna að styttingu vinnuviku hjá starfsmönnum Fjarðabyggðar á þeim forsendum sem fram koma í bókuninni.
7.
Starfs- og fjárhagsáætlun Hafnarstjórnar 2019 ásamt langtímaáætlun
Málsnúmer 1806027
Vísað til bæjarráðs drögum að starfs- og fjárhagsáætlun ársins 2019 ásamt þriggja ára áætlun sem samþykkt voru á fundi hafnarstjórnar 19.október sl.
Bæjarráð vísar starfs- og fjárhagsáætlun málaflokksins til fjárhagsáætlunarvinnu.
8.
Starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálanefndar 2019
Málsnúmer 1809009
Félagsmálastjóri hefur lokið vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálanefndar. Lagt fram til umræðu og samþykktar í félagsmálanefnd. Með stöðugildi verkefnastjóra búsetuþjónustu aldraðra og öðrum kostnaði skv. minnisblaði félagsmálastjóra er aukin fjárþörf upp á u.þ.b. 18 milljónir kr. til að ná saman áætluninni. Félagsmálanefnd samþykkti á fundi 16.október, starfs- og fjárhagsáætlun og vísaði henni til bæjarráðs til staðfestingar.
Bæjarráð vísar starfs- og fjárhagsáætlun málaflokksins til fjárhagsáætlunarvinnu.
9.
Starfs- og fjárhagsáætlun barnaverndarnefndar 2019
Málsnúmer 1809010
Formaður barnaverndarnefndar kom á fund bæjarráðs fyrr í mánuðinum, þar sem gerð var grein fyrir miklum mun á áætluðum kostnaði og úthlutuðum fjárhagsramma. Fjárhagsrammi hefur ekki verið leiðréttur þrátt fyrir að árum saman hafi raunkostnaður verið langt umfram úthlutað fjármagn. Félagsmálastjóri lagði starfs- og fjárhagsáætlun fyrir barnaverndarnefnd sem vilda láta á reyna hvort ramminn yrði hækkaður til samræmis við raunkostnað.
Bæjarráð vísar starfs- og fjárhagsáætlun málaflokksins til fjárhagsáætlunarvinnu.
10.
Fjárhagsáætlun hjúkrunarheimila
Málsnúmer 1810164
Félagsmálanefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, fjárhagsáætlanir fyrir Uppsali og Hulduhlíð fyrir árið 2019 og vísar þeim til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlun.
11.
Erindisbréf framkvæmdaráðs hjúkrunarheimila
Málsnúmer 1806139
Endurskoðað erindisbréf framkvæmdaráðs hjúkrunarheimilanna lagt fram til samþykktar.
Eina breytingin frá fyrra erindisbréfi er að fjármálastjóri tekur við hlutverki félagsmálastjóra.
Bæjarráð vísar erindisbréfi til staðfestingar bæjarstjórnar.
12.
Húsnæðismál bæjarskrifstofu
Málsnúmer 1810145
Framlagt erindisbréf og skipan í starfshóp um framtíðarskipan húsnæðismála bæjarskrifstofu.
Bæjarráð samþykkir að sjö manna starfshóp skipi bæjarstjóri, bæjarritari, fjármálastjóri og sviðsstjóri framkvæmdasviðs. Aðalmenn frá bæjarráði verði Eydís Ásbjörnsdóttir, Pálína Margeirsdóttir og Ragnar Sigurðsson. Til vara Jón Björn Hákonarson, Rúnar Gunnarsson og Sigurður Ólafsson. Formaður hópsins verður bæjarstjóri.
13.
Menningardagur í Breiðdal - Umsókn um styrk
Málsnúmer 1810148
Vísað frá menningar- og nýsköpunarnefnd erindi áhugahóps um menningu í Breiðdal en óskað er eftir styrk vegna menningardags 27.október nk. Menningar- og nýsköpunarnefnd tók vel í umsóknina á fundi 22.október og telur mikilvægt að styrkja menningarviðburði í öllum bæjarkjörnum. Nefndin hefur þó ekki fjármagn á fjárhagsáætlun 2018 til að veita styrk og vísar því erindi til bæjarráðs. Nefndin leggur til að Menningardagur í Breiðdal verði styrktur um 200.000 kr. til að jafnræðis sé gætt við úthlutun styrkja til bæjarhátíða í sveitarfélaginu.
Bæjarráð samþykkir að veita 200.000 kr. styrk.
14.
Minningarskjöldur um Richard Long (1783-1837)
Málsnúmer 1810185
Framlagt erindi Þórs Jakobssonar er varðar uppsetningu á skildi til minningar um Richard Long.
Bæjarráð tekur vel í erindið og vísar því til menningar- og nýsköpunarnefndar.
15.
Sala á eignarlóð - Strandgata 19
Málsnúmer 1805095
Framlagður kaupsamningur og afsal lóðar að Strandgötu 19 á Eskifirði í samræmi við samþykkt bæjarráðs 21. maí 2018 ásamt lóðarbréfi. Samningurinn er í samræmi við verðlagningu eignarlóða og fyrri umfjöllun bæjarráðs. Eftir gerð kaupsamningsins verður gerður lóðarleigusamningur við eiganda fasteignarinnar.
Bæjarráð samþykkir kaup lóðarinnar og felur bæjarstjóra undirritun skjala tengdum kaupum og leigu lóðarinnar.
16.
Reglur um menningarstyrki 2018
Málsnúmer 1711145
Menningar- og nýsköpunarnefnd hefur samþykkt lítilsháttar breytingar á reglum um menningarstyrki og vísar þeim til staðfestingar bæjarráðs. Lagt fram minnisblað vegna breytinga á reglunum.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar til staðfestingar.
17.
Svæðisskipulag fyrir Austurland
Málsnúmer 1602151
Framlögð til kynningar 8. fundargerð svæðisskipulagsnefndar SSA.
Vísað til kynningar eigna-, skipulags-, og umhverfisnefndar.
18.
Gjaldskrá slökkviliðs Fjarðabyggðar 2019
Málsnúmer 1810083
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá fyrir Slökkvilið Fjarðabyggðar vegna 2019. Heilt yfir hækkar gjaldskráin um 5,9% og tekur gildi 1. janúar 2019.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins samþykkir að vísa framlögðum gjaldskrám til fyrstu umræðu en áskilur sér rétt til þess að koma með breytingartillögur á fyrirliggjandi gjaldskrám milli umræðna um fjárhagsáætlun.
19.
Gjaldskrá félagsheimila 2019
Málsnúmer 1810064
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fyrir félagsheimilin verði óbreytt á árinu 2019 og að Félagslundur verði tekinn úr gjaldskrá.
Afgreiðslu vísað til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að gjaldskráin verði óbreytt á árinu 2019 utan þess að leiga Félagslundar er felld út.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins samþykkir að vísa framlögðum gjaldskrám til fyrstu umræðu en áskilur sér rétt til þess að koma með breytingartillögur á fyrirliggjandi gjaldskrám milli umræðna um fjárhagsáætlun.
20.
Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála 2019
Málsnúmer 1810062
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá fyrir byggingarleyfis-, framkvæmdaleyfis- og þjónustugjöld skipulags- og byggingarfulltrúa vegna 2019 og vísar afgreiðslu til bæjarráðs. Nefndin samþykkir jafnframt að breyta nafni gjaldskráarinnar í gjaldskrá skipulags- og byggingarmála. Heilt yfir hækkar gjaldskráin um 3,8%.
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2019.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins samþykkir að vísa framlögðum gjaldskrám til fyrstu umræðu en áskilur sér rétt til þess að koma með breytingartillögur á fyrirliggjandi gjaldskrám milli umræðna um fjárhagsáætlun.
21.
Gjaldskrá fjarvarmaveitu 2019
Málsnúmer 1810066
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fyrir fjarvarmaveitu vegna 2019 hækki um 3,4%. Afgreiðslu vísað til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2019.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins samþykkir að vísa framlögðum gjaldskrám til fyrstu umræðu en áskilur sér rétt til þess að koma með breytingartillögur á fyrirliggjandi gjaldskrám milli umræðna um fjárhagsáætlun.
22.
Gjaldskrá fráveitu Fjarðabyggðar 2019
Málsnúmer 1810067
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, gjaldskrá fyrir fráveitu vegna 2019 og vísar afgreiðslu til bæjarráðs. Heilt yfir hækkar gjaldskráin um 3,8%.
Bæjarráð samþykkir að gjaldskráin hækki um 2,9% í stað 3,8% og að hún taki gildi 1.janúar 2019.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins samþykkir að vísa framlögðum gjaldskrám til fyrstu umræðu en áskilur sér rétt til þess að koma með breytingartillögur á fyrirliggjandi gjaldskrám milli umræðna um fjárhagsáætlun.
23.
Gjaldskrá gatnagerðagjalda í Fjarðabyggð 2019
Málsnúmer 1810069
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld vegna 2019 og vísar afgreiðslu til bæjarráðs. Heilt yfir hækkar gjaldskráin um 3,8%.
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2019. Jafnframt staðfestir bæjarráð að 75% afsláttur verði veittur fyrir íbúðalóðir í sveitarfélaginu á árinu 2019.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins samþykkir að vísa framlögðum gjaldskrám til fyrstu umræðu en áskilur sér rétt til þess að koma með breytingartillögur á fyrirliggjandi gjaldskrám milli umræðna um fjárhagsáætlun.
24.
Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Fjarðabyggð 2019
Málsnúmer 1810073
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að breyta ekki gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald vegna 2019. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að gjaldskráin verði óbreytt út árið 2019.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins samþykkir að vísa framlögðum gjaldskrám til fyrstu umræðu en áskilur sér rétt til þess að koma með breytingartillögur á fyrirliggjandi gjaldskrám milli umræðna um fjárhagsáætlun.
25.
Gjaldskrá vatnsveitu Fjarðabyggðar 2019
Málsnúmer 1810087
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, gjaldskrá fyrir vatnsveitu vegna 2019 og vísar afgreiðslu til bæjarráðs. Heilt yfir hækkar gjaldskráin um 3,8%.
Bæjarráð samþykkir að gjaldskrá hækki um 2,9% í stað 3,8% og að hún taki gildi 1.janúar 2019.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins samþykkir að vísa framlögðum gjaldskrám til fyrstu umræðu en áskilur sér rétt til þess að koma með breytingartillögur á fyrirliggjandi gjaldskrám milli umræðna um fjárhagsáætlun.
26.
Gjaldskrá ljósleiðaraheimtauga í dreifbýli Fjarðabyggðar 2019
Málsnúmer 1810068
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, óbreytta gjaldskrá fyrir ljósleiðaraheimtaugar í dreifbýli vegna 2019 og vísar afgreiðslu til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána óbreytta á árinu 2019.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins samþykkir að vísa framlögðum gjaldskrám til fyrstu umræðu en áskilur sér rétt til þess að koma með breytingartillögur á fyrirliggjandi gjaldskrám milli umræðna um fjárhagsáætlun.
27.
Gjaldskrá bókasafna 2019
Málsnúmer 1810060
Safnanefnd leggur til tvær breytingar á gjaldskrá.
Nr. 1 - Í liðnum árgjald verði skilgreining á börnum og unglingum hækkuð úr 16 árum í 18 ár.
Nr. 2 - Árskort gildi á öllum bókasöfnunum sex: Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Fáskrúðsfirði - Stöðvarfirði - Breiðdal.
Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögur safnanefndar og jafnframt að nokkrir liðir í gjaldskrá verði hækkaðir um 100 kr. þar sem gjöld hafa ekki hækkuð frá árinu 2015.
Um er að ræða 100 kr. hækkun á árgjaldi 18 ára og eldri og eldri borgara og öryrkja, hámarkssektum, lágmarksgjöldum ef gögn glatast, millisafnalánum og lánum til skipa.
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2019.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins samþykkir að vísa framlögðum gjaldskrám til fyrstu umræðu en áskilur sér rétt til þess að koma með breytingartillögur á fyrirliggjandi gjaldskrám milli umræðna um fjárhagsáætlun.
28.
Gjaldskrá safna 2019 og 2020
Málsnúmer 1810080
Framlögð tillaga forstöðumanns safnastofnunar að gjaldskrá fyrir minjasöfn 2020. Safnanefnd samþykkti að leggja til við menningar- og nýsköpunarnefnd að gjaldskrá safna á árinu 2020 verði óbreytt frá árinu 2019. Menningar- og nýsköpunarnefndar samþykkir tillögu safnanefndar.
Bæjarráð samþykkir að gjaldskrá minjasafna verði óbreytt út árið 2020.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins samþykkir að vísa framlögðum gjaldskrám til fyrstu umræðu en áskilur sér rétt til þess að koma með breytingartillögur á fyrirliggjandi gjaldskrám milli umræðna um fjárhagsáætlun.
29.
Gjaldskrá þjónustuíbúða í Breiðablik 2019
Málsnúmer 1810061
Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá fyrir Breiðablik vegna 2019 og vísar afgreiðslu til bæjarráðs. Heilt yfir hækkar gjaldskráin um 2,9% vegna verðlagsbreytinga samkvæmt þjóðhagsspá.
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2019.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins samþykkir að vísa framlögðum gjaldskrám til fyrstu umræðu en áskilur sér rétt til þess að koma með breytingartillögur á fyrirliggjandi gjaldskrám milli umræðna um fjárhagsáætlun.
30.
Gjaldskrá félagslegrar heimþjónustu 2019
Málsnúmer 1810065
Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu vegna 2019 og vísar afgreiðslu til bæjarráðs. Heilt yfir hækkar gjaldskráin um 2,9% vegna verðlagsbreytinga samkvæmt þjóðhagsspá.
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2019.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins samþykkir að vísa framlögðum gjaldskrám til fyrstu umræðu en áskilur sér rétt til þess að koma með breytingartillögur á fyrirliggjandi gjaldskrám milli umræðna um fjárhagsáætlun.
31.
Gjaldskrá Fjölskyldusviðs 2019 vegna stuðningsfjölskyldna við fötluð börn
Málsnúmer 1810085
Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldna við fötluð börn vegna 2019 en fjárhæð miðast við upphæð meðlags.
Lagt er til að gjaldskrá miðist áfram við einfalt meðlag þannig að fyrir tvo sólarhringa verði greitt sem nemur einu meðlagi og þá verði greitt sem nemur helmingi eins meðlags fyrir hvern sólarhring. Félagsmálanefnd vísar afgreiðslu til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána óbreytta út árið 2019.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins samþykkir að vísa framlögðum gjaldskrám til fyrstu umræðu en áskilur sér rétt til þess að koma með breytingartillögur á fyrirliggjandi gjaldskrám milli umræðna um fjárhagsáætlun.
32.
Gjaldskrá tónlistarskóla 2019
Málsnúmer 1810086
Fræðslunefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, gjaldskrá tónlistarskóla vegna 2019 og vísar afgreiðslu til bæjarráðs. Heilt yfir hækkar gjaldskráin um 2,9%
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá og að hún taki gildi 1.janúar 2019.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins samþykkir að vísa framlögðum gjaldskrám til fyrstu umræðu en áskilur sér rétt til þess að koma með breytingartillögur á fyrirliggjandi gjaldskrám milli umræðna um fjárhagsáætlun.
33.
Gjaldskrá skólamats í grunnskólum 2019
Málsnúmer 1810082
Fræðslunefnd hefur samþykkt gjaldskrá fyrir skólamat í grunnskólum vegna 2019 og vísar afgreiðslu til bæjarráðs. Gjaldskrá fyrir skólamat í grunnskólum helst óbreytt frá samþykktri gjaldskrá frá 1. október 2018.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána óbreytta út árið 2019.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins samþykkir að vísa framlögðum gjaldskrám til fyrstu umræðu en áskilur sér rétt til þess að koma með breytingartillögur á fyrirliggjandi gjaldskrám milli umræðna um fjárhagsáætlun.
34.
Gjaldskrá grunnskóla 2019
Málsnúmer 1810070
Fræðslunefnd hefur samþykkt gjaldskrá fyrir grunnskóla vegna 2019 og vísar afgreiðslu til bæjarráðs. Gjaldskráin er óbreytt frá árinu 2018.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána óbreytta út árið 2019.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins samþykkir að vísa framlögðum gjaldskrám til fyrstu umræðu en áskilur sér rétt til þess að koma með breytingartillögur á fyrirliggjandi gjaldskrám milli umræðna um fjárhagsáætlun.
35.
Gjaldskrá leikskóla 2019
Málsnúmer 1810076
Fræðslunefnd hefur samþykkt gjaldskrá fyrir leikskóla vegna 2019 og vísar afgreiðslu til bæjarráðs. Gjaldskráin er óbreytt frá gjaldskrá sem tók gildi 1. október 2018.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána óbreytta út árið 2019.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins samþykkir að vísa framlögðum gjaldskrám til fyrstu umræðu en áskilur sér rétt til þess að koma með breytingartillögur á fyrirliggjandi gjaldskrám milli umræðna um fjárhagsáætlun.
36.
Gjaldskrá skóladagheimila 2019
Málsnúmer 1810081
Fræðslunefnd hefur samþykkt gjaldskrá fyrir frístundaheimili vegna 2019 og vísar afgreiðslu til bæjarráðs. Gjaldskráin er óbreytt frá árinu 2018.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána óbreytta út árið 2019.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins samþykkir að vísa framlögðum gjaldskrám til fyrstu umræðu en áskilur sér rétt til þess að koma með breytingartillögur á fyrirliggjandi gjaldskrám milli umræðna um fjárhagsáætlun.
37.
172.mál - til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 - 2023
Málsnúmer 1810098
Lögð fram beiðni frá nefndarsviði Alþingis, dagsett 12. október 2018, um umsögn um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023, 172. mál.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð Fjarðabyggðar mótmælir því harðlega að ekki sé gert ráð fyrir neinum endurbótum á Suðurfjarðarvegi í drögum fimm ára samgönguáætlunar. Fyrir liggur að mikil þörf er á endurbótum á Þjóðvegi 1 um firði með umferðaröryggi í huga enda gríðarmikil umferð fólks og vöruflutninga um hann. Þá leggur bæjarráð áherslu á að ljósabúnaður á Norðfjarðarflugvelli verði settur inn á fimm ára samgönguáætlun enda er sá flugvöllur mikilvægur í sjúkraflugi.
38.
173.mál til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fimmtán ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 -2033
Málsnúmer 1810099
Lögð fram beiðni frá nefndarsviði Alþingis, dagsett 12. október 2018, um umsögn um tillögu til þingsályktun fyrir árin 2019-2023, 173. mál.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð Fjarðabyggðar mótmælir því harðlega að á drögum að 15 ára samgönguáætlun sé ekki gert ráð fyrir Norðfjarðarflugvelli í grunnneti flugvalla. Þá eins að ekki sé gert ráð fyrir ferjusiglingum til Mjóafjarðar í grunnneti ferjuleiða. Augljóslega hlýtur að vera um mistök að ræða sem hljóta að verða leiðrétt í meðförum Alþingis.
39.
212.mál til umsagnar frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna (ákvörðun matsverðs),
Málsnúmer 1810187
Lögð fram beiðni frá nefndarsviði Alþingis, dagsett 25. október 2018, um umsögn um frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna, 212. mál.
Bæjarstjóra falið að gefa umsögn um frumvarpið.
40.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2018
Málsnúmer 1802079
Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Austurlands frá 23.október, lögð fram til kynningar.
41.
Forvarnar- og öryggisnefnd 2018
Málsnúmer 1802144
Fundargerð forvarnar- og öryggisnefndar, nr. 8 frá 24.október 2018, lögð fram til kynningar.
42.
Fundargerðir upplýsingaöryggisnefndar
Málsnúmer 1805262
Framlögð til kynningar sem trúnaðarmál 5. fundargerð upplýsingaöryggisnefndar.
43.
Útboð vátrygginga sveitarfélagsins
Málsnúmer 1810193
Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkir að fela fjármálastjóra að hefja undirbúning útboðs vátrygginga sveitarfélagsins og stofnana. Jafnframt að fjármálastjóra falið að segja upp samningum um vátryggingar sveitarfélagsins.
44.
Veiðileifagjald 144. mál lagafrumvarp
Málsnúmer 1810192
Bókun bæjarráðs Fjarðabyggðar um frumvarp til veiðigjalda.

Bæjarráð Fjarðabyggðar mótmælir harðlega þeirri boðuðu aukagjaldtöku, í formi 10% hækkunar á heildartekjum útgerðar, sem lögð verði á uppsjávarstofna, umfram aðrar tegundir sjávarfangs, í frumvarpi um veiðigjöld sem nú er í meðförum Alþingis. Með því að hækka heildartekjur um 10% getur reiknistofn veiðigjalds hækkað allt að 50 til60% sem þýðir í raun að skattstofn er í raun milli 46 til 66% á uppsjávartegundir en ekki 33% eins og boðað er á aðrar fisktegundir.

Í Fjarðabyggð starfa þrjú stór og öflug sjávarútvegsfyrirtæki sem hafa fjárfest mikið í uppbyggingu og skipakosti í tengslum við veiðar á uppsjávarafurðum. Þessi fyrirtæki eru máttarstólpar í Fjarðabyggð hvað varðar atvinnu, tekjur og samfélagslega uppbyggingu og leggja mikið til íslensk samfélags í formi skatta og verðmætasköpunar til útflutnings. Sé það vilji stjórnvalda að leggja á veiðigjöld þá hlýtur það að vera skýlaus krafa að jafnræði sé í slíkri skattlagningu og ekki tekinn út ein grein sjávarútvegs og lagt á hana aukin gjöld umfram aðrar að ógleymdu þeirri miklu óvissu sem nú ríkir varðandi stöðu loðnu- og makrílstofnsins.

Slíkt mun verða til þess að fjárfestingar og frekari uppbygging í uppsjávariðnaði muni dragast saman. Þá minnir bæjarráð á fyrri bókanir sínar um veiðigjöld og þá eðlilegu kröfu að veiðigjöld séu sanngjörn og í takt við afkomu sjávarútvegsins hverju sinni. Einnig ítrekar bæjarráð þá afstöðu sína að viðkomandi sjávarútvegssveitarfélög fái hlutdeild í veiðigjöldum í ljósi þeirra fjárfestinga sem viðkomandi sveitarfélög hafa lagt útí og hvaðan þessi útflutningsverðmæti koma.
45.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 217
Málsnúmer 1810021F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 217 frá 22.október 2018, lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
47.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 6
Málsnúmer 1810018F
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar, nr. 6 frá 22.október 2018, lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
48.
Safnanefnd - 2
Málsnúmer 1810003F
Fundargerð safnanefnar, nr. 2 frá 2.október 2018, lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
49.
Safnanefnd - 3
Málsnúmer 1810013F
Fundargerð safnanefnar, nr. 3 frá 16.október 2018, lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
50.
Framkvæmdaráð hjúkrunarheimilanna - 8
Málsnúmer 1810025F
Fundargerð framkvæmdaráðs hjúkrunarheimilanna, nr. 8 frá 23.október 2018, lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
51.
Félagsmálanefnd - 117
Málsnúmer 1810024F
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 117 frá 23.október 2018, lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
52.
Hafnarstjórn - 205
Málsnúmer 1810023F
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 205 frá 23.október 2018, lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
53.
Fræðslunefnd - 62
Málsnúmer 1810022F
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 62 frá 24.október 2018, lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.