Fara í efni

Bæjarráð

587. fundur
5. nóvember 2018 kl. 08:30 - 11:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Jens Garðar Helgason aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2019 - trúnaðarmál
Málsnúmer 1808019
Fjárhagsáætlun var vísað til seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar 1. nóvember. Lagðar fram nýjar áætlanir um framlög Jöfnunarsjóðs á árinu 2019, ásamt nýrri þjóðhagsspá frá Hagstofu Íslands. Farið var yfir nokkra þætti milli umræðna í bæjarstjórn. Bæjarráð vísar fjárfestingaráætlun eigna- skipulags- og umhverfisnefndar aftur til nefndarinnar, til frekari yfirferðar.

Tillögur Sjálfstæðisflokksins um breytingar á fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2019.
Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð leggur fram eftirfarandi breytingar á fjárhagsáætlun fyrir árið 2019.
1.
Í ljósi þess að fasteignamat íbúðarhúsnæðis er að hækka mikið næsta ár þá leggur Sjálfstæðisflokkurinn til að fasteignamatsstuðull íbúðarhúsnæðis fari úr 0,5% í 0,438% sem og holræsa- og vatnsgjöld verði lækkuð um samtals 8 milljónir. Samkvæmt minnisblaði fjármálastjóra eru áhrif þessarra breytinga óverulegar á jöfnunarsjóðsframlag til sveitarfélagsins. Með þessarri aðgerð er bæjarstjórn Fjarðabyggðar að ákveða að sækja ekki hækkun á fasteignamati íbúðarhúsnæðis til íbúanna.
2.
Að gjaldskrá Hitaveitu Fjarðabyggðar lækki um 5%.
3.
Að meirihlutinn endurskoði 33% lækkun á skólamáltíðum og þeim haldið óbreyttum frá gjaldskrá 2018. Meirihlutinn hefur boðað að lækkunin sé fyrsti fasi af þremur og því munu heildaráhrif af lækkuninni vera hátt í 100 milljónir í útgjaldaaukningu á ári á kjörtímabilinu. Lækkun á álagningarstuðli á íbúðarhúsnæði og holræsa- og vatnsgjöldum er innan við helmingur heildaráhrifa útgjaldaaukningar vegna skólamáltíða en aðgerð sem gagnast öllum íbúum sveitarfélagsins. Enda í stað þess að sækja enn frekari hækkanir til íbúanna og úthluta til sumra þá njóta allir þess að álögur eru ekki hækkaðar.
Mikil óvissa ríkir um þjóðarbúskapinn fyrir árið 2019. Hagstofa Íslands hefur nú á dögunum uppfært verðbólguspá sína úr 2,9% í 3,6% og er það í takt við spár greiningardeilda bankanna. Að auki er óvissa um loðnuvertíð, samninga við Færeyinga um aðgang að kolmunnamiðum og makrílveiðar næsta árs, sem getur haft gríðarleg áhrif á tekjur sveitarsjóðs. Mikill titringur er á hinum almenna vinnumarkaði og óljóst hvernig það mun hafa áhrif á samninga við opinbera starfsmenn í framhaldinu. Í ljósi ofangreinds er mikilvægt að stigið sé varlega til jarðar í útgjaldaaukningu og bæjaryfirvöld gæti hófs í því að sækja enn dýpra í vasa skattgreiðenda í sveitarfélaginu, en sníði sér frekar stakk eftir vexti.

Bókun meirihluta bæjarráðs.
Meirihluti bæjarráðs minnir á bókun meirihluta bæjarstjórnar frá fundi 1.nóvember, þar sem meðal annars var farið yfir samspil tekna sveitarfélagsins. Því er nauðsynlegt að vanda vinnubrögð við fjárhagsáætlun milli umræðna í bæjararstjórn. Þar sem tillögur sjálfstæðismanna voru lagðar fram á fundi bæjarráðs í dag, verða þær teknar til umræðu á næsta fundi bæjarráðs.

Seinni umræða við fjárhagsáætlun verður 29. nóvember í bæjarstjórn.
2.
Framkvæmdir við leikskólann Lyngholt
Málsnúmer 1810199
Bréf foreldrafélag Leikskólans Lyngholts er varðar framkvæmdir við viðbyggingu skólans. Vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar.
3.
Eignfærsla viðbyggingar við leikskólann Lyngholt
Málsnúmer 1810209
Fyrir liggur að stærri hluti Leikskólans Lyngholts tilheyrir Eignarhaldsfélaginu Hrauni ehf. Verulegar líkur eru á að hagkvæmt sé að framkvæma frekari stækkun leikskólans einnig undir nafni Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf. Bæjarráð felur fjármálastjóra að flytja framkvæmdir við leikskólann inn í Eignarhaldsfélagið Hraun.
4.
Fundur bæjarráðs með Veiðfélagi Breiðdælinga
Málsnúmer 1811013
Forsvarsmenn Veiðfélags Breiðdælinga þeir Gunnlaugur Stefánsson, Gunnlaugur Ingólfsson og Arnaldur Sigurðsson sátu þennan lið fundarins og fóru yfir áherslur og andstöðu veiðifélagsins, í tengslum við laxeldi í sjókvíum.
5.
Siðareglur stjórnenda
Málsnúmer 1805194
Framlagðar siðareglur stjórnenda sem uppfærðar hafa verið eftir vinnu starfshóps í skugga valdsins og #metoo. Bæjarrráð samþykkir reglur um siðareglur stjórnenda og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
6.
Siðareglur kjörinna fulltrúa
Málsnúmer 1805176
Framlagðar siðareglur kjörinna fulltrúa sem uppfærðar hafa verið eftir vinnu starfshóps í skugga valdsins og #metoo. Bæjarrráð samþykkir reglur um siðareglur kjörinna fulltrúa og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
7.
Jafnréttisáætlun Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1701024
Starfhópur í skugga valdsins og #metoo hefur í vinnu sinni yfirfarið drög að jafnréttisáætlun sem vísað var til hópsins. Starfshópurinn gerir ekki athugasemdir við drögin. Bæjarrráð samþykkir jafnréttisáætlun Fjarðabyggðar og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.
8.
Vinnslusamningur vegna fasteigna og loftmyndakerfis
Málsnúmer 1807115
Lagður fram til kynningar þjónustusamningur við Loftmyndir ehf. vegna stækkunar sveitarfélagsins. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar samningnum til umfjöllunar í bæjarráði. Vísað til persónuverndarfulltrúa til yfirferðar á vinnslusamningi. Þjónustusamningur tekinn fyrir að nýju þegar samningar eru frágengnir.
9.
Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2019
Málsnúmer 1809012
Framlagt minnisblað ásamt skýrslu Reykjavíkurborgar um tilraunaverkefni við styttingu vinnuvikunnar án skerðingu launa. Bæjarstjóra og bæjarritara falið að útfæra verkefnið nánar og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
10.
Samþykkt um fiðurfé
Málsnúmer 1805125
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt samþykkt um fiðurfé fyrir sitt leyti. Bæjarráð vísar samþykkt til síðari umræðu í bæjarstjórn.
11.
Samþykkt um hundhald
Málsnúmer 1805128
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, samþykkt um hunda og kattahald.
Bæjarráð vísar samþykkt til síðari umræðu í bæjarstjórn.
12.
Samþykkt um fráveitur
Málsnúmer 1805126
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, samþykkt um fráveitur.
Bæjarráð vísar samþykkt til síðari umræðu í bæjarstjórn.
13.
Samþykkt um hesthús og önnur gripahús í skipulögðum búfjárhverfum í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1805127
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, samþykkt um hesthús og önnur gripahús í skipulögðum búfjárhverfum í Fjarðabyggð. Bæjarráð vísar samþykkt til síðari umræðu í bæjarstjórn.
14.
Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss
Málsnúmer 1805132
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss. Bæjarráð vísar samþykkt til síðari umræðu í bæjarstjórn.
15.
Samþykkt um meðhöndlun úrgangs
Málsnúmer 1805130
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, samþykkt um meðhöndlun úrgangs. Bæjarráð vísar samþykkt til síðari umræðu í bæjarstjórn.
16.
222.mál til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna afnáms um uppreist æru.
Málsnúmer 1810186
Lagt fram frumvarp til laga er varðar breytingar á ýmsum lögum vegna afnáms ákvæða um uppreist æru. Umsagnarfrestur er til 15.nóvember.
17.
Aðalfundur Heilbrigðiseftilits Austurlands 24.október 2018
Málsnúmer 1810016
Fundargerð aðalfundar HAUST frá 24.október lögð fram til kynningar.
18.
Byggðaráðstefnan 2018
Málsnúmer 1810141
Lagt fram minnisblað atvinnu- og þróunarstjóra um byggðaráðstefnu er haldin var 19.október.
19.
Barnaverndarfundagerðir 2018
Málsnúmer 1801097
Fundargerð barnaverndarnefndar, nr. 91 frá 30.október 2018, lögð fram til umfjöllunar.