Bæjarráð
589. fundur
19. nóvember 2018
kl.
08:30
-
11:45
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Jens Garðar Helgason
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2018 - TRÚNAÐARMÁL
Framlagt málaflokkayfirlit og fjárfestingayfirlit fyrir janúar - september 2018, skatttekjur og launakostnað fyrir janúar - október 2018 ásamt deildayfirlitum nokkurra málaflokka fyrir tímabilið janúar - september 2018.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2019 - trúnaðarmál
Lögð fram tillaga að breytingum á fjárhagsáætlun 2019 - 2022 til síðari umræðu.
Endanleg tillaga að heildar fjárhagsáætlun áranna 2019 - 2022 verður lögð fyrir bæjarráð til afgreiðslu mánudaginn 26. nóvember og til umfjöllunar við síðari umræðu í bæjarstjórn 29. nóvember. Bæjarráð samþykkir tillögur í minnisblaði fjármálastjóra og felur honum að útfæra áætlun í samræmi við umræður á fundinum.
Endanleg tillaga að heildar fjárhagsáætlun áranna 2019 - 2022 verður lögð fyrir bæjarráð til afgreiðslu mánudaginn 26. nóvember og til umfjöllunar við síðari umræðu í bæjarstjórn 29. nóvember. Bæjarráð samþykkir tillögur í minnisblaði fjármálastjóra og felur honum að útfæra áætlun í samræmi við umræður á fundinum.
3.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU-nefndar í A hluta 2019
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt starfs- og fjárfestingaráætlun ársins 2019 og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs. Vísað til fjárhagsáætlunarvinnu.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins lýsir yfir vonbrigðum með að framkvæmdir við leikskólanna á Eskifirði hefjist ekki fyrr en árið 2021.
Meirihluti bæjarráðs minnir á að framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins til næstu fjögurra ára er endurskoðuð á hverju ári með hliðsjón af framgangi annarra verka. Nú er að hefjast gerð viðbyggingar leikskólans á Reyðarfirði og mun gerð viðbyggingar leikskólans á Eskifirði fylgja í kjölfarið. Á því er engin breyting á fyrri stefnu bæjarstjórnar.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins lýsir yfir vonbrigðum með að framkvæmdir við leikskólanna á Eskifirði hefjist ekki fyrr en árið 2021.
Meirihluti bæjarráðs minnir á að framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins til næstu fjögurra ára er endurskoðuð á hverju ári með hliðsjón af framgangi annarra verka. Nú er að hefjast gerð viðbyggingar leikskólans á Reyðarfirði og mun gerð viðbyggingar leikskólans á Eskifirði fylgja í kjölfarið. Á því er engin breyting á fyrri stefnu bæjarstjórnar.
4.
Gjaldskrá Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2019
Á fundi hafnarstjórnar Fjarðabyggðar 12. nóvember 2018 var gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna fyrir árið 2019 samþykkt og vísað til staðfestingar í bæjarráði. Bæjarráð vísar gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna til áframhaldandi umræðu á næsta fundi bæjarráðs.
5.
Gjaldskrá hitaveitu Fjarðabyggðar 2019
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, gjaldskrá fyrir Hitaveitu Fjarðabyggðar vegna 2019. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs. Heilt yfir hækkar gjaldskráin um 2,9%. Bæjarráð samþykkir gjaldskrá Hitaveitu Fjarðabyggðar.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt til að gjaldskrá hitaveitu lækki um 5% líkt og gert var við síðustu fjárhagsáætlun og þar af leiðandi greiðir atkvæði á móti hækkun á gjaldskrá Hituveitu Fjarðabyggðar.
Meirihluti bæjarráðs, fulltrúar Fjarðalista og Framsóknarflokks, vísar til bókunar sinnar frá síðasta fundi bæjarráðs.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt til að gjaldskrá hitaveitu lækki um 5% líkt og gert var við síðustu fjárhagsáætlun og þar af leiðandi greiðir atkvæði á móti hækkun á gjaldskrá Hituveitu Fjarðabyggðar.
Meirihluti bæjarráðs, fulltrúar Fjarðalista og Framsóknarflokks, vísar til bókunar sinnar frá síðasta fundi bæjarráðs.
6.
Fjölskylduþjónusta Austurlands
Inga Rún Sigfúsdóttir fjölskylduráðgjafi frá Fjölskylduþjónustu Austurlands kom á fund bæjarráðs og kynnti starfsemi fyrirtækisins. Bæjarráð lýsir yfir ánægju með að þessi þjónusta standi til boða í sveitarfélaginu og felur bæjarstjóra að fara yfir hvernig þjónustan nýtist sveitarfélaginu.
7.
Leiðbeinandi verklagsreglur um gerð viðauka við fjárhagsáætlanir
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gefið út að tillögu Reikningsskila- og upplýsinganefndar, leiðbeinandi verklagsreglur um gerð viðauka við fjárhagsáætlanir sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.
8.
Ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga í samráðsgátt til umsagnar
Lögð fram til umsagnar drög að nýrri reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Vísað til yfirferðar hjá bæjarstjóra og fjármálastjóra.
9.
Breyttur opnunartími bæjarskrifstofu
Kynning á breyttum opnunartíma bæjarskrifstofu frá 1.desember nk. Bæjarráð samþykkir að bæjarskrifstofa og skiptiborð verði opin alla virka daga frá 10:00 - 16:00.
10.
Þorrablót Reyðfirðinga 2019 - afnot af íþróttahúsi
Beiðni Þorrablótsnefndar Reyðfirðinga, um afnot af Íþróttahúsinu á Reyðarfirði undir þorrablót í janúar 2019. Bæjarráð samþykkir afnot með sama hætti og síðasta ár.
11.
Viðbygging við leikskólann Lyngholt
Lögð fram fundargerð vegna opnunar tilboða í viðbyggingu við Leikskólann Lyngholt á Reyðarfirði, frá 29. október 2018. Tilboð bárust frá Launafli ehf og MVA ehf. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að hagkvæmasta tilboðinu verði tekið í verkið "viðbygging leikskólans Lyngholt" og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Launafl skv. frávikstilboði, en það tilboð er hagkvæmasta tilboð, vegna viðbyggingar við Leikskólann Lyngholt.
Fulltrúi Miðflokksins vill hafna öllum tilboðum í verkið. Þess í stað verði verkið boðið aftur út í mars 2019 og það hefjist í maí 2019.
Fulltrúi Miðflokksins vill hafna öllum tilboðum í verkið. Þess í stað verði verkið boðið aftur út í mars 2019 og það hefjist í maí 2019.
12.
735 Ystidalur 10-12 -umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Og sona / Ofurtólið ehf, dagsett 8. nóvember 2018, þar sem sótt er um lóðina við Ystadal 10-12 á Eskifirði undir raðhús. Jafnframt er óskað eftir að deiliskipulagi Dals 2 verði breytt þannig að hægt verði að byggja raðhús með þremur íbúðum í stað parhúss.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Að fengnu samþykki bæjarráðs mun breyting deiliskipulags verða grenndarkynnt íbúum Ystadals 2 og 4 og Árdals 1, 3, 5 og 7. Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar við Ystadal 10-12 og breytingu á deiliskipulagi Dals 2.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Að fengnu samþykki bæjarráðs mun breyting deiliskipulags verða grenndarkynnt íbúum Ystadals 2 og 4 og Árdals 1, 3, 5 og 7. Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar við Ystadal 10-12 og breytingu á deiliskipulagi Dals 2.
13.
Fyrirspurn um lóðir á Reyðarfirði og Eskifirði
Lagt fram erindi Þorsteins Erlingssonar f.h. Og sona ehf, dagsett 5. nóvember 2018, þar sem könnuð er afstaða til viljayfirlýsinga við lóðarúthlutanir eins og fyrr á þessu ári. Óskað er eftir lóðunum við Brekkugerði 5 og við Búðarmel 6d og 6e á Reyðarfirði og lóðunum við Árdal 6-8, Miðdal 17-19 og Árdal 18-20 á Eskifirði. Jafnframt er óskað upplýsinga um hvort sama fyrirkomulag verði á innheimtu gatnagerðargjalda á næsta ári og nú er.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að viljayfirlýsing sem gerir ráð fyrir að lóðirnar verði teknar frá, verði gerð til eins árs. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs. Tillaga nefndarinnar vegna gjaldskrár gatnagerðargjalda bíður endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar. Bæjarráð samþykkir lóðaúthlutanir miðað við framangreindar forsendur.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að viljayfirlýsing sem gerir ráð fyrir að lóðirnar verði teknar frá, verði gerð til eins árs. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs. Tillaga nefndarinnar vegna gjaldskrár gatnagerðargjalda bíður endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar. Bæjarráð samþykkir lóðaúthlutanir miðað við framangreindar forsendur.
14.
Búfjárhald og lausaganga stórgripa
Vísað til umfjöllunar eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá landbúnaðarnefnd. Landbúnaðarnefnd hefur vísað frá drögum að banni við lausagöngu stórgripa í Fjarðabyggð og leggur til að unnin verði búfjársamþykkt fyrir Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur jafnframt samþykkt, fyrir sitt leyti, að búfjársamþykkt verði unnin fyrir Fjarðabyggð. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs. Bæjarráð staðfestir ákvarðanir landbúnaðarnefndar og eigna- skipulags- og umhverfisnefndar og felur umhverfisstjóra að hefja vinnu við gerð búfjársamþykktar fyrir Fjarðabyggð. Bæjarráð leggur áherslu á að kynna þarf inntak samþykktar fyrir búfjáreigendum áður en samþykkt tekur gildi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur jafnframt samþykkt, fyrir sitt leyti, að búfjársamþykkt verði unnin fyrir Fjarðabyggð. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs. Bæjarráð staðfestir ákvarðanir landbúnaðarnefndar og eigna- skipulags- og umhverfisnefndar og felur umhverfisstjóra að hefja vinnu við gerð búfjársamþykktar fyrir Fjarðabyggð. Bæjarráð leggur áherslu á að kynna þarf inntak samþykktar fyrir búfjáreigendum áður en samþykkt tekur gildi.
15.
Viðbragðsáætlun Fjarðabyggðahafna vegna mengunar 2018
Á fundi hafnarstjórnar Fjarðabyggðar 12. nóvember 2018 var Viðbragðsáætlun Fjarðabyggðahafna vegna mengunaróhappa samþykkt. Áætluninni var vísað til staðfestingar í bæjarráði. Bæjarráð samþykkir viðbragðsáætlun vegna mengunaróhappa. Vísað til samþykktar í bæjarstjórn.
16.
Tindar og toppar á ensku
Beiðni um 250.000 kr. styrk vegna útgáfu á bókinni 101 Austurland á ensku. Bæjarráð getur ekki orðið við beiðni bréfritara.
17.
Fundargerðir Héraðsskjalasafns Austurlands 2018
Fundargerðir Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 29.október og 12.nóvember 2018, lagðar fram til kynningar. Vísað til safnanefndar og menningar- og nýsköpunarnefndar.
18.
Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga bs. 19. nóvember
Skipan fulltrúa á aðalfund Héraðsskjalasafns Austfirðinga. Bæjarráð felur Pétri Sörenssyni að sækja fundinn. Bæjarráð getur ekki samþykkt beiðni Héraðsskjalasafnsins um aukið stöðugildi við safnið.
19.
Tillaga að breytingu á reglum um ferðakostnað starfsmanna Fjarðabyggðar
Framlögð endurnýjuð tillaga að reglum um ferðakostnað starfsmanna Fjarðabyggðar með smávægilegri breytingu á 11. gr. reglnanna. Bæjarráð samþykkir breytingu á reglum um ferðakostnað starfsmanna.
20.
Umsókn um styrk vegna starfsemi UÍA á árinu 2019
Bréf Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands er varðar starfsemi sambandsins og íbúaframlag á árinu 2019 líkt og verið hefur undanfarin ár. Framlag til UÍA er á fjárhagsáætlun næsta árs.
21.
Innleiðing nýrra laga um félagsþjónustu-upplýsingar um stöðu mála í lok okt.2018
Við 42. gr. laga um félagsþjónstu er að finna nýja málsgrein sem er svohljóðandi:
"Í hverju sveitarfélagi, eða í sveitarfélögum sem eiga samstarf um þjónustu við fatlað fólk, skal starfa formlegur samráðsvettvangur er nefnist samráðshópur um málefni fatlaðs fólks, þar sem fjallað er um þjónustu við fatlað fólk og framkvæmd og þróun þjónustunnar. Í samráðshópnum skulu að lágmarki sitja þrír fulltrúar kosnir af sveitarstjórn að loknum sveitarstjórnarkosningum og þrír fulltrúar tilnefndir af hagsmunasamtökum fatlaðs fólks. Eigi tvö eða fleiri sveitarfélög samstarf um þjónustu við fatlað fólk skulu viðkomandi sveitarfélög og hagsmunasamtök fatlaðs fólks á þjónustusvæðinu koma sér saman um samsetningu hópsins." Huga þarf að formlegri skipun í samráðshópinn. Vísað til félagsmálanefndar til afgreiðslu.
"Í hverju sveitarfélagi, eða í sveitarfélögum sem eiga samstarf um þjónustu við fatlað fólk, skal starfa formlegur samráðsvettvangur er nefnist samráðshópur um málefni fatlaðs fólks, þar sem fjallað er um þjónustu við fatlað fólk og framkvæmd og þróun þjónustunnar. Í samráðshópnum skulu að lágmarki sitja þrír fulltrúar kosnir af sveitarstjórn að loknum sveitarstjórnarkosningum og þrír fulltrúar tilnefndir af hagsmunasamtökum fatlaðs fólks. Eigi tvö eða fleiri sveitarfélög samstarf um þjónustu við fatlað fólk skulu viðkomandi sveitarfélög og hagsmunasamtök fatlaðs fólks á þjónustusvæðinu koma sér saman um samsetningu hópsins." Huga þarf að formlegri skipun í samráðshópinn. Vísað til félagsmálanefndar til afgreiðslu.
22.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 219
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 219 frá 12.nóvember 2018, lögð fram til umfjöllunar.
23.
Hafnarstjórn - 206
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 206 frá 12.nóvember 2018, lögð fram til umfjöllunar.
24.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 7
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar, nr. 7 frá 12.nóvember 2018, lögð fram til umfjöllunar.
25.
Safnanefnd - 4
Fundargerð safnanefndar, nr. 4 frá 30.október 2018, lögð fram til umfjöllunar.
26.
Landbúnaðarnefnd - 20
Fundargerð landbúnaðarnefndar, nr. 20 frá 5.nóvember 2018, lögð fram til umfjöllunar.