Bæjarráð
590. fundur
27. nóvember 2018
kl.
13:00
-
14:42
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2019 - trúnaðarmál
Fjárhagsáætlun 2019, þriggja ára áætlun 2020 - 2002 og starfsáætlun 2019, lagðar fram fyrir síðari umræðu í bæjarstjórn. Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2019, þriggja ára áætlun 2020 - 2022 og starfsáætlun 2019 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
2.
Útsvar 2019
Lagt er til að álagningarhlutfall útsvars verði hámarksútsvar, þ.e. 14,52% af útsvarsstofni í Fjarðabyggð. Tillaga þessi er í samræmi við 24.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Bæjarráð vísar ákvörðun um álagningarhlutfall útsvars til staðfestingar bæjarstjórnar.
3.
Gjaldskrá fasteignagjalda 2019
Framlögð tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2019 ásamt tillögu að reglum um afslátt af fasteignaskatti til elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2019. Jafnframt lagt fram minnisblað fjármálastjóra um tillögu. Vísað til samþykktar í bæjarstjórn.
4.
Gjaldskrá líkamsræktarstöðva 2019
Íþrótta- og tómstundanefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, gjaldskrá fyrir líkamsræktarstöðvar vegna 2019 og vísar afgreiðslu til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir gjaldskrá fyrir líkamsræktarstöðvar á Eskifirði, Norðfirði og Reyðarfirði og jafnframt gjaldskrá fyrir líkamsrækt í Breiðdal.
5.
Gjaldskrá Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2019
Á fundi hafnarstjórnar Fjarðabyggðar 12. nóvember 2018 var gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna fyrir árið 2019 samþykkt og vísað til staðfestingar í bæjarráði. Bæjarráð samþykkir gjaldskrá fyrir Fjarðabyggðarhafnir fyrir árið 2019.
6.
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2019
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs árið 2019 og vísar afgreiðslu til bæjarráðs. Heilt yfir hækkar gjaldskráin um 2,9% en 10% hækkun er á förgunargjöldum á blönduðum úrgangi og grófum úrgangi. Klippikort hækka um 15% en hver fjölskylda fær áfram eitt gjaldfrjálst klippikort á ári. Bæjarráð samþykkir gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs.
7.
Útboð vátrygginga 2018
Framlögð til kynningar útboðslýsing vegna útboðs vátrygginga Fjarðabyggðar. Bæjarráð samþykkir útboðslýsingu, felur fjármálastjóra að auglýsa eftir tilboðum í vátryggingar Fjarðabyggðar og vinna málið áfram.
8.
Kirkjumelur Norðfjarðarsveit - eignarhald
Lagt fram sem trúnaðarmál drög að samkomulagi Fjarðabyggðar og Ríkissjóðs, um fyrirhugaða sölu á húsnæði fyrrum grunnskóla við Kirkjumel í Norðfjarðarsveit. Bæjarráð vísar málinu til fjármálastjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs til úrvinnslu.
9.
Bleiksárhlíð 56 - sala (gamla Hulduhlíð)
Rætt um drög að samkomulagi vegna sölu á eignarhlut ríkisins í Bleiksárhlíð 56 Eskifirði - Gömlu Hulduhlíð. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
10.
Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga bs. 19. nóvember
Fundargerð aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 19.nóvember 2018, lögð fram til kynningar.
11.
Efling Egilsstaðaflugvallar og framtíð flugvallarverkefnisins
Bréf Austurbrúar frá 14.nóvember er varðar framtíð flugvallarverkefnisins og fjármögnun þess. Lagt fram til kynningar og tekið fyrir á næsta fundi þegar framkvæmdastjóri Austurbrúar kemur inn á fund bæjarráðs.
12.
Aðalskipulag Seyðisfjarðarkaupstaðar tillaga um breytingu á skilmálum og landnotkun í Lönguhlíð ásamt breytingu á deiliskipulagi fyrir Lönguhlíð
Lagðar fram tillögur á vinnslustigi að breytingum á aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar og deiliskipulagi í Lönguhlíð til umsagnar. Óskað er eftir að umsagnir berist fyrir 10. desember nk. Vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar til afgreiðslu.
13.
Ljósleiðaravæðing 2019 - umsóknir
Framlagt minnisblað um umsóknir til Fjarskiptasjóðs vegna verkefnsins "Ísland ljóstengt". Umsóknarfrestur í a-hluta umsóknarferilsins var 23. nóvember sl.
14.
Eftirlitsmyndavélar í Fjarðabyggð
Óskar Þór Guðmundsson lögreglumaður sat þennan lið fundarins og ræddi eftirlitsmyndavélar í sveitarfélaginu. Óskar mun taka saman minnisblað fyrir bæjarráð.
15.
Framkvæmdaáætlun vegna hreinsunar í hverfum
Lögð fram framkvæmdaáætlun umhverfisstjóra vegna hreinsunar í hverfum bæjarins, með sérstaka áherslu á bílhræ.
16.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 220
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 220 frá 19.nóvember 2018, lögð fram til umfjöllunar.