Bæjarráð
591. fundur
3. desember 2018
kl.
08:30
-
09:58
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Jens Garðar Helgason
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Beiðni um styrk vegna jólasjóðsins 2018
Ákvörðun um framlag í jólasjóð Fjarðabyggðar.
Hefð er komin á samvinnu Rauða kross deilda í Fjarðabyggð og Fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar, Mæðrastyrksnefndar Kvenfélagsins Nönnu, Kaþólsku kirkjunnar og Þjóðkirkjunnar, við að styrkja einstaklinga og fjölskyldur sem þurfa á aðstoð að halda fyrir jólin.
Fjarðabyggð sendir ekki út jólakort en bæjarráð samþykkir að styrkja jólasjóðinn um 500.000 kr. líkt og undanfarin ár.
Hefð er komin á samvinnu Rauða kross deilda í Fjarðabyggð og Fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar, Mæðrastyrksnefndar Kvenfélagsins Nönnu, Kaþólsku kirkjunnar og Þjóðkirkjunnar, við að styrkja einstaklinga og fjölskyldur sem þurfa á aðstoð að halda fyrir jólin.
Fjarðabyggð sendir ekki út jólakort en bæjarráð samþykkir að styrkja jólasjóðinn um 500.000 kr. líkt og undanfarin ár.
2.
Auglýsing um skrá yfir störf hjá Fjarðabyggð sem eru undanskilin verkfallsheimild
Framlögð drög að auglýsingu yfir þau störf sem falla undir 5. til 8. tl. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og eru undanþegin verkfallsrétti. Um er að ræða uppfærslu á undanþágulista sem síðast var staðfestur árið 2011. Tekið er mið af breyttu stjórnkerfi og sameiningu sveitarfélaganna 10. júní 2018. Lagður fram til kynningar og vísast í samráðsferli stéttarfélaga. Bæjarráð samþykkir að vísa lista í samráðsferli stéttarfélaganna. Listinn tekinn fyrir að nýju til staðfestingar í bæjarráði að loknu samráðsferli.
3.
Lundargata 1 Reyðarfirði - sala
Lundargata 1 (Félagslundur) á Reyðarfirði er nú hluti af leikskólanum Lyngholti. Aðrar byggingar að Heiðarvegi 5 eru á nafni Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf. Til að gæta samræmis er rétt að hafa allan húsakost leikskólans á hendi sama aðila. Fasteignamat er eðlilegt matsverð eignarinnar. Gera þarf viðauka vegna færslu eignarinnar á milli málaflokka. Bæjarráð samþykkir að Lundargata 1 verði seld til eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf.
4.
Reglur um greiðslu lögfræðikostnaðar í barnavernd
Framlögð eru drög að nýjum reglur barnaverndarnefndar Fjarðabyggðar um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannsaðstoðar sbr. 57. gr. bvl nr. 80/2002 til umfjöllunar og samþykktar í barnaverndarnefnd.
Barnaverndarnefnd mun kalla eftir upplýsingum frá félagsmálastjóra um kostnað vegna lögfræðiaðstoðar tvisvar á ári. Jafnframt verða upphæðir endurskoðaðar ár hvert.
Barnaverndarnefnd hefur samþykkt reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir reglur um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannsaðstoðar.
Barnaverndarnefnd mun kalla eftir upplýsingum frá félagsmálastjóra um kostnað vegna lögfræðiaðstoðar tvisvar á ári. Jafnframt verða upphæðir endurskoðaðar ár hvert.
Barnaverndarnefnd hefur samþykkt reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir reglur um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannsaðstoðar.
5.
Drög að nýjum rekstrarsamningi um náttúrustofur
Lögð fram drög að endurskoðuðu samningsformi milli umhverfis- og auðlindaráðuneytis og náttúrustofa, vegna reksturs stofanna. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við framkomin drög.
6.
Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019
Bréf atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins frá 23.nóvember þar sem kemur fram að Stöðvarfirði hafi verið úthlutað 124 þorskígildistonnum fiskveiðiárið 2018/2019.
Vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga skal hún skila rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 21. desember 2018. Tillögur sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina. Að fresti liðnum felur ráðuneytið Fiskistofu að auglýsa eftir umsóknum útgerða um byggðakvóta og
úthluta til einstakra fiskiskipa samkvæmt þeim almennu úthlutunarreglum sem er að finna í áðurnefndum lögum og reglugerð, hafi ekki borist óskir um sérreglur.
Vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga skal hún skila rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 21. desember 2018. Tillögur sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina. Að fresti liðnum felur ráðuneytið Fiskistofu að auglýsa eftir umsóknum útgerða um byggðakvóta og
úthluta til einstakra fiskiskipa samkvæmt þeim almennu úthlutunarreglum sem er að finna í áðurnefndum lögum og reglugerð, hafi ekki borist óskir um sérreglur.
7.
Aðalfundur Tónlistarmiðstöðvar Austurlands 2018
Fundargerð aðalfundar Tónlistarmiðstöðvar Austurlands lögð fram til kynningar. Vísað til menningar- og nýsköpunarnefndar.
8.
Aðalfundur Skólaskrifstofu 2018
Fundargerðir aðalfundar og stjórnar Skólaskrifstofu Austurlands, frá 23.nóvember 2018, lagðar fram til kynningar. Jafnframt lagður fram til kynningar endurnýjaður samningur sveitarfélaganna á Austurlandi um þjónustu við fatlað fólk.
9.
Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga - framhaldsaðalfundur
Framhaldsaðalfundur Héraðsskjalasafnsins verður haldinn fyrir 15.desember. Bæjarráð felur Jóni Birni Hákonarsyni að sækja fundinn.
10.
Eftirlitsmyndavélar í Fjarðabyggð
Lagt fram minnisblað Óskars Þórs Guðmundssonar lögreglumanns sem tekið er saman í framhaldi af fundi hans með bæjarráði 27.nóvember. Vísað til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd og til bæjarstjora til nánari útfærslu.
11.
Nefndaskipan í Fjarðabyggð 2018 - 2022
Undirkjörstjórn á Breiðdalsvík er skipuð eftirtöldum einstaklingum.
Aðalmenn - Svandís Ingólfsdóttir formaður, Sævar Sigfússon, Anna Margrét Birgisdóttir.
Varamenn - Helga Svanhvít Þrastardóttir, Jónas Bjarki Björnsson, Sigurður Borgar Arnaldsson.
Breyting á skipan fulltrúa Framsóknarflokks í nefndum.
Sævar Arngrímsson tekur sæti Ingólfs Finnssonar sem aðalmaður í fræðslunefnd og Sigurður Max Jónsson verður varamaður Sævars.
Vilberg Marinó Jónasson tekur sæti Bjarka Ingasonar sem varamaður í íþrótta- og tómstundanefnd.
Höskuldur Björgúlfsson tekur sæti Bjarka Ingasonar sem varamaður í menningar- og nýsköpunarnefnd.
Aðalmenn - Svandís Ingólfsdóttir formaður, Sævar Sigfússon, Anna Margrét Birgisdóttir.
Varamenn - Helga Svanhvít Þrastardóttir, Jónas Bjarki Björnsson, Sigurður Borgar Arnaldsson.
Breyting á skipan fulltrúa Framsóknarflokks í nefndum.
Sævar Arngrímsson tekur sæti Ingólfs Finnssonar sem aðalmaður í fræðslunefnd og Sigurður Max Jónsson verður varamaður Sævars.
Vilberg Marinó Jónasson tekur sæti Bjarka Ingasonar sem varamaður í íþrótta- og tómstundanefnd.
Höskuldur Björgúlfsson tekur sæti Bjarka Ingasonar sem varamaður í menningar- og nýsköpunarnefnd.
12.
Efling Egilsstaðaflugvallar og framtíð flugvallarverkefnisins
Bréf Austurbrúar frá 14.nóvember er varðar framtíð flugvallarverkefnisins og fjármögnun þess. Framkvæmdastjóri Austurbrúar sat þennan lið fundarins. Bæjarráð óskar eftir fundi með bæjarráði Fljótsdalshéraðs og vísar erindinu jafnframt til menningar- og nýsköpunarnefndar til kynningar.
13.
Birtingaáætlun 2019
Framkvæmdastjóri Austurbrúar sat þennan lið fundarins. Lagt fram bréf frá Austurbrú vegna beiðni um áframhaldandi þátttöku í Birtingaráætlun 2019. Farið er fram á að framlag Fjarðabyggðar verði 925.000 kr. Auk þess er lagt fram minnisblað upplýsinga- og kynningafulltrúa vegna beiðninnar. Bæjarráð samþykkir að framlag Fjarðabyggðar til Birtingaráætlunar 2019 verði kl. 925.000.
14.
Félagsmálanefnd - 118
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 118 frá 27.nóvember 2018, lögð fram til umfjöllunar.
15.
Barnaverndarfundagerðir 2018
Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 92 frá 29.nóvember 2018, lögð fram til umfjöllunar.