Fara í efni

Bæjarráð

592. fundur
10. desember 2018 kl. 08:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Jens Garðar Helgason aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2018 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1805053
Fjármálastjóri lagði fram málaflokkayfirlit yfir rekstur og fjárfestingar janúar - október 2018, skatttekjur og launakostnað fyrir janúar - nóvember 2018.
2.
Fjárhagsstaða Uppsala 2018
Málsnúmer 1811186
Uppsalir hafa fengið 30 m.kr. að láni frá bæjarsjóði vegna hallarekstrar. Ljóst er að heimilið þarf um 5 m.kr. til viðbótar á þessu ári. Verulegur árangur hefur náðst í lækkun rekstrarkostnaðar og hækkun tekna og eru líkur til að óbreyttu geti heimilið staðið undir reglubundnum útgjöldum á næsta ári. Framkvæmdaráð hjúkrunarheimilanna hefur samþykkt að óska eftir viðbótarfjárframlagi frá bæjarsjóði. Bæjarráð samþykkir 5 milljóna framlag til Uppsala. Jafnframt vísað til kynningar í félagsmálanefnd.
3.
Lundargata 1 Reyðarfirði - sala
Málsnúmer 1811199
Framlagður kaupsamningur um fasteignina Lundargötu 1 á Reyðarfirði - Félagslundur. Bæjarráð samþykkir kaupsamnning og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
4.
Eignfærsla viðbyggingar við leikskólann Lyngholt
Málsnúmer 1810209
Framlagður húsaleigusamningur milli Fjarðabyggðar og Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf., um stækkun leikskólans Lyngholts, ásamt gögnum vegna umsóknar um skráningu stækkunarinnar, fyrir frjálsa og sértaka skráningu eigna á virðisaukaskattsskrá. Bæjarráð samþykkir húsaleigusamning og frjálsa og sérstaka skráningu, sbr. framlögð gögn.
5.
Fjárhagsáætlun 2018 - viðauki 6
Málsnúmer 1812022
Fjármálastjóri leggur fram viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2018, um tilfærslur milli Eignasjóð og Eignarhaldsfélagsins Hrauns, úthlutun símenntunarpotts 2018, ákvörðun hreppsnefndar Breiðdalshrepps, framlag til hjúkrunarheimilisins Uppsala og leigusamning við Minjavernd. Handbært fé Aðalsjóðs mun lækka um 36 milljónir króna á árinu 2018 með samþykkt þessa viðauka og nema 153.156 þúsund króna í árslok 2018. Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 6 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
6.
Ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga í samráðsgátt til umsagnar
Málsnúmer 1811044
Lagður fram til kynningar útreikningur fjármálastjóra á áhrifum breytingar á skerðingarmörkum framlaga Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samkvæmt drögum að nýrri reglugerð um sjóðinn.
7.
Beiðni um styrkveitingu vegna ársins 2019
Málsnúmer 1812023
Beiðni Neytendasamtakanna um 25.000 kr. styrk á árinu 2019. Bæjarráð samþykkir að veita styrk.
8.
Stefna í ferðamálum 2018 - 2025
Málsnúmer 1811077
Lagt fram til kynningar minnisblað upplýsinga- og kynningarfulltrúa um stefnumótunarvinnu í ferðaþjónustu og stefnumótunarþing sem haldið verður miðvikudaginn 12. desember. Bæjarfulltrúar eru hvattir til að sækja þingið.
9.
740 Naustahvammur 46 - umsókn um lóð
Málsnúmer 1811158
Lögð fram lóðarumsókn Rarik ohf, dagsett 23. nóvember 2018, þar sem sótt er um lóð við Naustahvamm á Norðfirði undir spennistöð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Nefndin samþykkti jafnframt að lóðin verði númer 46 við Naustahvamm og að fengnu samþykki bæjarráðs á lóðarúthlutun verði óveruleg breyting gerð á deiliskipulagi Naust 1 þar sem gert verði ráð fyrir lóðinni. Bæjarráð samþykkir úthlutun.
10.
735 Hafnargata 5 - umsókn um lóð
Málsnúmer 1811100
Lögð fram lóðarumsókn Rarik ohf, dagsett 23. nóvember 2018, þar sem sótt er um lóð við Hafnargötu á Eskifirði undir spennistöð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Lóðin er við Hafnargötu 10 samkvæmt tillögu að deiliskipulagi Leiru 1. Bæjarráð samþykkir úthlutun.
11.
730 Austurvegur 65 - umsókn um stækun lóðar
Málsnúmer 1811201
Lögð fram umsókn Björns Óskars Einarssonar, dagsett 30. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings og stækkun lóðar hans að Austurvegi 65 á Reyðarfirði. Samþykki nágranna liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, stækkun lóðar og að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður. Endanlegri afgreiðslu vegna stækkunar lóðar er vísað til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir stækkun lóðar með því skilyrði að heimreið að húsinu sé innan lóðar.
12.
Fjárhagsáætlun og rekstrarframlög 2019 - Héraðsskjalasafn Austfirðinga
Málsnúmer 1808085
Bréf forstöðumanns Héraðsskjalasafns Austfirðinga þar sem óskað er eftir að bæjarráð endurskoði ákvörðun um framlag til safnsins á árinu 2019. Bæjarráð stendur við fyrri ákvörðun sína.
13.
Aukaaðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 14. desember kl. 13
Málsnúmer 1812041
Aukaaðalfundur verður haldinn föstudaginn 14. desember kl. 13:00. Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri mun sækja fundinn.
14.
Búnaður til útvarpssendinga í veggöngum
Málsnúmer 1712062
Erindi Samgöngufélagsins frá 5.desember sl. þar sem vakin er athygli á að ekki verði séð að gert sé ráð fyrir fjármagni til uppsetningar á búnaði til útsendinga útvarps í eldri veggöngum hérlendis, né sé vitað til að vinna sé í gangi til undirbúnings uppsetningu slíks búnaðar. Bæjarráð tekur undir efni bréfsins og vísar því til upplýsingafulltrúa til skoðunar.
15.
Snjallsímanotkun í grunnskólum Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1806053
Fyrir liggur tillaga starfshóps þar sem lagt er mat á snjalltækjaþörf grunnskólanna í Fjarðabyggð og sett fram tillaga að reglum um snjalltæki í grunnskólum. Einnig liggur fyrir ályktun frá kennurum á unglingastigi Nesskóla og yfirlýsing frá ungmennaráði Fjarðabyggðar. Fræðslunefnd hefur farið yfir fyrirliggjandi álit og tillögur. Í samræmi við tillögu starfshóps sem skipuð var skólastjórum grunnskólanna og fræðslustjóra, er lagt til að kaupa þar til greindan fjölda snjalltækja og taka upp þær reglur sem þar eru tilgreindar í kjölfar kynningar í skólunum og hjá ungmennaráði. Þessu skal lokið fyrir 31. janúar 2019. Lagt er til að reglurnar taki gildi 1. febrúar 2019 og nefndin leggur til að reglurnar verði skoðaðar að nýju í janúar 2020. Bæjarráð samþykkir að reglurnar taki gildi 1.febrúar 2019.
16.
Stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1808078
Í starfsáætlun fræðslunefndar og íþrótta- og tómstundanefndar er gert ráð fyrir endurskoðun á fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar sem samþykkt var árð 2009. Fyrir liggur minnisblað fræðslustjóra þar sem sett er fram tillaga að samsetningu á fjölskipuðum hópi fólks sem ynni að endurskoðun núverandi stefnu ásamt því að útbúa þriggja ára aðgerðaráætlun. Einnig er sett fram tillaga að erindisbréfi þar sem verkefnið er nánar skilgreint. Gert er ráð fyrir að hópurinn skili af sér í maí 2019. Bæjaráð samþykkir tillögu í minnisblaði og vísir málinu til vinnslu fræðslustjóra.
17.
Læsisstefna Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1803047
Fyrir liggur tillaga frá starfshóp um gerð læsisstefnu, um hvernig skuli kynna og fylgja eftir stefnunni. Starfshópurinn hafði áður lagt til að læsisstefnan "Læsi er lykillinn" yrði tekin upp sem læsisstefna Fjarðabyggðar og var það samþykkt í fræðslunefnd og góðfúslegt leyfi fengið frá Akureyrarbæ og Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri, höfundum stefnunnar. Bæjarráð samþykkir tillögu og vísar málinu til vinnslu hjá fræðslustjóra.
18.
Sumarleyfi leikskólanna í Fjarðabyggð 2019
Málsnúmer 1811144
Fyrir liggur tillaga fræðslustjóra að sumarleyfi leikskólanna í Fjarðabyggð sumarið 2019. Tillagan byggir á starfsáætlun í fræðslumálum fyrir 2019, þar sem gert er ráð fyrir sumarlokunin í 4 vikur, 20 virka daga. Sumarlokun skólanna spannar tvo mánuði. Tillaga að sumarlokun 2018 er sem hér segir:
Dalborg Eskifirði 19.06 - 16.07 báðir dagar meðtaldir
Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóli 01.07 - 26.07 báðir dagar meðtaldir
Kæribær Fáskrúðsfirði 01.07 - 26.07 báðir dagar meðtaldir
Lyngholt Reyðarfirði 10.07 - 07.08 báðir dagar meðtaldir
Eyrarvellir Norðfirði 19.07 - 16.08 báðir dagar meðtaldir
Þá geta foreldrar boðið börnum sínum upp á fjögurra, sex eða átta vikna samfellt sumarleyfi. Leikskólagjöld falla niður í einn mánuð, einn og hálfan mánuð eða tvo mánuði eftir lengd sumarleyfis. Í minnisblaði fræðslustjóra kemur eftirfarandi fram: "Í starfsáætlun í fræðslumálum fyrir árið 2019 segir að opnunartími leikskóla yfir sumartímann verði endurskoðaður samhliða vinnu við endurskoðun fræðslu- og frístundastefnu sveitarfélagsins. Umræða og ákvarðanataka verður því að bíða til vorannar 2019." Bæjarráð samþykkir tillögu og vísar málinu til vinnslu hjá fræðslustjóra.
19.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 221
Málsnúmer 1811020F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 221 frá 4.desember 2018, lögð fram til umfjöllunar.
20.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 8
Málsnúmer 1811016F
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar, nr. 8 frá 3.desember 2018, lögð fram til umfjöllunar.
21.
Fræðslunefnd - 64
Málsnúmer 1811017F
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 64 frá 5.desember 2018, lögð fram til umfjöllunar.
22.
Framkvæmdaráð hjúkrunarheimilanna - 9
Málsnúmer 1811019F
Fundargerð framkvæmdaráðs hjúkrunarheimilanna, nr. 9 frá 4.desember 2018, lögð fram til umfjöllunar.
23.
Hafnarstjórn - 208
Málsnúmer 1811021F
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 208 frá 4.desember 2018, lögð fram til umfjöllunar.