Fara í efni

Bæjarráð

594. fundur
7. janúar 2019 kl. 08:30 - 10:15
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Jens Garðar Helgason aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Bleiksárhlíð 56 - sala (gamla Hulduhlíð)
Málsnúmer 1702215
Lögð fram drög að afsali vegna kaupa á eignarhlut ríkisins í Bleiksárhlið 56. Bæjarráð samþykkir kaupin og vísar málinu til fjármálastjóra til gerðar viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins 2019. Málinu jafnframt vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.
2.
Snjallsímanotkun í grunnskólum Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1806053
Lagt fram minnisblað fræðslustjóra er varðar snjalltækjavæðingu í grunnskólum. Bæjarráð vísar málinu til fjármálastjóra til gerðar viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins 2019. Málinu jafnframt vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.
3.
Umsagnir vegnar Fiskeldi Austfjarða á allt að 20.800 tonn í Beru- og Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 1811208
Lögð fram umsögn, vegna beiðni Matvælastofnunar, um allt að 20.800 tonna framleiðslu Fiskeldis Austfjarða á laxi í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Bæjarráð tekur undir efni minnisblaðs þar sem fram kemur að mikilvægt sé að vandað eftirlit verði haft með niðursetningu sjókvía og öðrum framkvæmdum tengdum fiskeldi í sjó. Eins og fram kemur í athugasemdum sveitarfélagsins og annarra aðila, eru miklir hagsmunir til staðar tengdir siglingaleiðum og því verður að tryggja eftirlit með raunverulegri staðsetningu mannvirkja í sjó svo siglingaleiðum sé ekki ógnað. Þá minnir bæjarráð á að lítið sem ekkert eftirlit er með starfsemi fiskeldis á Austfjörðum og bendir bæjarráðs í því sambandi á að Heilbrigðiseftirlit Austurlands er vel til þess fallið að annast eftirlitið. Vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.
4.
Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019
Málsnúmer 1810049
Bæjarráð felur atvinnu- og þróunarstjóra að samræma reglur sveitarfélagsins um byggðakvóta og skila þeim til ráðuneytisins.
5.
Umboð til kjarasamningsgerðar
Málsnúmer 1812151
Framlagt uppfært kjarasamningsumboð Fjarðabyggðar og stofnana við Samband íslenskra sveitarfélaga vegna komandi kjaraviðræðna.
Bæjarráð samþykkir kjarasamningsumboðið og vísar því til staðfestingar bæjarstjórnar. Jafnframt er bæjarstjóra falið að staðfesta umboðið.
6.
Auglýsing um skrá yfir störf hjá Fjarðabyggð sem eru undanskilin verkfallsheimild
Málsnúmer 1811156
Framlagður uppfærður listi starfa sem undanþegin eru verkfallsrétti sbr. 19. gr. laga 94/1986. Samráðsferli með hlutaðeigandi stéttarfélögum er lokið og er listinn lagður fram til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir listann fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
7.
Afnot af íþróttahúsi Neskaupstaðar vegna þorrablóts 2.febrúar 2019
Málsnúmer 1812155
Kommablótið verður haldið 2. febrúar 2019. Óskað er eftir sambærilegum afnotum af húsinu og á síðasta ári. Bæjarráð samþykkir afnot af húsinu með sama hætti og á síðasta ári.
8.
740 Krikjubólseyrar - umsókn um lóð - frístundahús, fjárhús
Málsnúmer 1812047
Lögð fram lóðarumsókn Valgeirs Kristjáns Guðmundssonar, dagsett 6. desember 2018, þar sem sótt er um lóðina við Kirkjubólseyri 2 á Norðfirði undir frístundabúskap. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar og minnir á skipulagsskilmála.
9.
Tæknidagur Fjölskyldunnar 2019
Málsnúmer 1811131
Stefnt er að því að halda Tæknidag fjölskyldunnar í sjöunda sinn laugardaginn 5. október 2019 í Íþróttahúsinu í Neskaupstað.
Verkmenntaskóli Austurlands óskar eftir að fá afnot af íþróttahúsinu í Neskaupstað 4. og 5. október og styrk sem nemur leigu og ræstingarkostnaði. Bæjarráð samþykkir afnot með sama fyrirkomulagi og á síðasta ári.
10.
Ósk um fulltrúa í vatnsvæðanefnd
Málsnúmer 1812171
Óskað er eftir tilnefningu í vatnasvæðanefnd fyrir 14. janúar nk. Bæjarráð tilnefnir Karl Óttar Pétursson til setu í vatnasvæðanefnd.
11.
Starfshópur um endurskoðun kosningalag tekur til starfa - óskað athugasemda
Málsnúmer 1812188
Forseti Alþingis hefur skipað starfshóp um endurskoðun kosningalaga. Við upphaf vinnunnar óskar starfshópurinn eftir athugasemdum við þær hugmyndir sem nú þegar liggja fyrir, m.a. tillögur vinnuhóps um endurskoðun kosningalaga frá 2016 og hugmyndir um að sett verði heildarlöggjöf um framkvæmd kosninga. Frestur til athugasemda er til 22.janúar nk. Á síðari stigum verður aftur óskað eftir athugasemdum við frumvarpsdrög starfshópsins. Vísað til skoðunar bæjarstjóra.
12.
Erindi um öldrunarmál
Málsnúmer 1901033
Bréf hjúkrunarfræðings á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað er varðar öldrunarmál í sveitarfélaginu. Bæjarráð þakkar bréfið og tekur undir áhyggjur bréfritara. Áhersla verður lögð á málefni aldraðra á kjörtímabilinu og m.a. hefur þegar verið samþykkt að bæta við stöðugildi öldrunarmála á félagsþjónustusviði. Þá hefur sveitarfélagið átt í viðræðum við ríkisvaldið um uppbyggingu hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð og vonandi fara þær viðræður að skila árangri.
Erindi vísað til framkvæmdaráðs hjúkrunarheimilanna og félagsmálanefndar til umfjöllunar og afgreiðslu.
13.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2018
Málsnúmer 1802079
Fundargerð 145. fundar stjórnar Heilbrigðisnefndar Austurlands frá 13.desember 2018, lögð fram til kynningar.
14.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2018
Málsnúmer 1802007
Fundargerð stjórnar sambandsins frá 14.desember 2018, lögð fram til kynningar.
15.
Fundargerðir upplýsingaöryggisnefndar
Málsnúmer 1805262
Framlögð til kynningar sem trúnaðarmál, fundargerð 6. fundar upplýsingaöryggisnefndar.
16.
Hafnarstjórn - 209
Málsnúmer 1812007F
Fundargerð hafnarnefndar, nr. 209 frá 18.desember 2018, lögð fram til umsagnar.
17.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 222
Málsnúmer 1812005F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 222 frá 17.desember 2018, lögð fram til umsagnar.
18.
Barnaverndarfundagerðir 2018
Málsnúmer 1801097
Fundargerð barnarnverndarnefndar, nr. 93 frá 20.desember 2018, lögð fram til umsagnar.