Bæjarráð
597. fundur
28. janúar 2019
kl.
08:30
-
10:45
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Jens Garðar Helgason
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Málefni fatlaðra barna í Fjarðabyggð
Bréf móður í Neskaupstað er varðar málefni fatlaðra í sveitarfélaginu. Erindið hefur verið tekið fyrir í fræðslunefnd og er á dagskrá félagsmálanefndar í vikunni. Við endurskoðun fræðslu- og frístundastefnu sveitarfélagsins verður áhersla lögð á að bæta þjónustu á þessu sviði þannig að hún standist samanburð við það sem best gerist. Bæjarráð felur félagsmálastjóra og fræðslustjóra að funda með bréfritara og vinna málið áfram.
2.
Beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnisins"Bændur græða landið" á árinu 2018
Landgræðslan óskar eftir 18.000 kr. framlagi vegna samstarfsverkefnisins "Bændur græða landið". Bæjarráð samþykkir styrkbeiðni.
3.
Hús frístunda
Umræða um stöðu verkefnisins. Fundað hefur verið með félagi eldri borgara í Neskaupstað og forstöðumanni félagsmiðstöðvar. Unnið verður að verkefninu áfram og kostnaðaráætlun lögð fram.
4.
Bílasýning í Fjarðabyggðarhöllinni sumarið 2019
Gísli B. Gíslason sækir um gjaldfrjáls afnot af Fjarðabyggðarhöllinni í júlí 2019 vegna bílasýningar. Gísli hélt samskonar sýningu í höllinni sumarið 2018. Bæjarráð samþykkir afnot af höllinni með sama hætti og á síðasta ári og ítrekar að gætt verði sérstaklega að umgengni.
5.
Verklagsreglur um undirbúning og afgreiðslu mála
Framlagðar verklagsreglur um málsmeðferð í stjórnsýslu sveitarfélagsins. Reglurnar byggja á samþykktum um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og er útfærsla á framkvæmd stjórnsýslunnar og verklagi nefnda. Bæjarráð samþykkir verklagsreglur.
6.
Alþjóðleg snjóflóðaráðstefna á Siglufirði 3.-5. apríl
Kynning á snjóflóðaráðstefnu er verður á Siglufirði í apríl. Fulltrúar bæjarráðs munu sækja ráðstefnuna ásamt sviðsstjóra framkvæmdasviðs. Vísað til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
7.
Reglur um hlutaveikindi starfsmanna
Framlögð drög að reglum um hlutaveikindi starfsmanna ásamt minnisblaði. Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til samþykktar í bæjarstjórn.
8.
Heilsuefling 65 ára og eldri í Fjarðabyggð
Í kjölfar fyrirlesturs hjá dr. Janusi Guðlaugssyni um heilsueflingu eldriborgara, sem haldinn var í Tónlistarmiðstöð Austurlands í september 2017, hefur verið umræða meðal eldri borgara í Fjarðabyggð að innleiða markvissa heilsueflingu meðal þeirra. Lagt fram minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa. Bæjarráð óskar eftir fundi með Janusi um miðjan febrúar, þar sem hann kynnir verkefnið. Jafnframt verði verkefnið kynnt öldungaráði og félögum eldri borgara í Fjarðabyggð á sama tíma. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falin skipulagning og umsjón málsins.
9.
Staða ungmennaráðs Fjarðabyggðar
Vísað frá fundi ungmennaráðs og bæjarstjórnar. Kjartan Mar Garski Ketilsson fjallaði um stöðu ungmennaráðs Fjarðabyggðar. Hann vill veg ungmennaráðs meiri og telur að nefndarmenn ættu að fá greitt fyrir fundarsetu, með sama hætti og aðrir nefndarmenn sveitarfélagsins. Hann benti í því sambandi á að farið er að greiða ungmennaráði Fljótsdalshéraðs fyrir fundarsetu. Auk þess telur Kjartan að virkja þurfi ráðið betur með því að vísa þangað fleiri málum og leita álits ráðsins. Bæjarráð er sammála ungmennaráði um að vísa megi fleiri málum til ráðsins en felur bæjarritara og forseta bæjarstjórnar að koma með tillögur að framtíðarskipan ráðsins.
10.
Lélegar samgöngur í Fjarðabyggð
Vísað frá fundi ungmennaráðs og bæjarstjórnar. Blædís Birna Árnadóttir fjallaði um samgöngur í Fjarðabyggð. Hún telur leiðakerfið eins og það er í dag vera mjög óskilvirkt og lélegt. Blædís benti auk þess á að börn þurfi að greiða í rúturnar sem henni finnst ekki gott. Sérstaklega finnst henni athyglisvert að rúturnar gangi ekki milli allra byggðakjarna í Fjarðabyggð. Bæjarráð áréttar fyrri samþykkt um að ungmenni með lögheimili í Fjarðabyggð, njóti gjaldfrjálsra samgangna í Fjarðabyggð innan leiðakerfis SvAust. Bæjarráð felur stjórn SvAust útfærslu og bæjarstjóra er jafnframt falin umsjón málsins og að skoða betur leiðakerfi innan sveitarfélagsins.
11.
Fræðslunefnd - 65
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 65 frá 23.janúar 2019, lögð fram til umfjöllunar.
12.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 56
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 56 frá 22.janúar 2019, lögð fram til umfjöllunar.
13.
Hafnarstjórn - 211
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 211 frá 23.janúar 2019, lögð fram til umfjöllunar.