Bæjarráð
599. fundur
11. febrúar 2019
kl.
08:30
-
10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Ný reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga
Lögð fram ný reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga og bréf Íbúðalánasjóðs um gerð þeirra. Samkvæmt reglugerðinni þarf Fjarðabyggð að endurnýja og skila inn húsnæðisáætlun fyrir 1. mars 2019. Bæjarráð vísar húsnæðisáætlun til fjármálastjóra til uppfærslu og afgreiðslu.
2.
Beiðni um styrk til að mæta álögðum fasteignaskatti 2019
Beiðni um styrk til að mæta álögðum fasteignaskatti fyrir árið 2019 vegna Ungmennafélaganna Leiknis og Austra, Golfklúbbs Byggðarholts, Golfklúbbs Norðfjarðar (golfskáli 1 og 2) og Hestamannafélagsins Blæs (Dalahöllin). Bæjarráð samþykkir styrk og felur bæjarstjóra að yfirfara reglur um styrki til að mæta álögðum fasteignaskatti.
3.
Framtíðarmöguleikar Sköpunarmiðstöðinnar
Lögð fram drög að framlenging á samningi við Sköpunarmiðstöðina á Stöðvarfirði vegna fasteignagjalda. Lagt er til að samningur verði ótímabundinn með uppsagnarákvæði. Bæjarráð samþykkir framlengingu á samningi og felur bæjarstjóra undirritun hans. Vísað til kynningar í menningar- og nýsköpunarnefnd. Jafnframt er bæjarstjóra falið að svara spurningum forsvarsmanna Sköpunarmiðstöðvarinnar frá því í haust.
4.
Minningarsamsæti um Hrönn SH 149 sem fórst 30/4 1979 í minni Reyðarfjarðar
Beiðni um styrk vegna samsætis til minningar um þá sem fórust með Hrönn SH149 þann 30.apríl 1979. Bæjarráð samþykkir styrk sem nemur húsaleigu og aðstoð við framkvæmd samsætisins.
5.
Kauptilboð í Hrauntún 2 Breiðdalsvík
Framlagður kaupsamningur um Hrauntún 2 í Breiðdal. Óskað er eftir aðilaskiptum að kaupsamningi, en að öðru leyti er kaupsamningur í samræmi við samþykkt kauptilboð. Bæjarráð samþykkir kaupsamning og aðilaskipti að honum.
6.
17. júní 2019
Minnisblað upplýsinga- og kynningafulltrúa um tilhögun hátiðahalda 17. júní 2019 í Fjarðabyggð. Bæjarráð vísar erindi til menningar- og nýsköpunarnefndar með ósk um tillögu að fyrirkomulagi 17.júní.
7.
Tendrun jólaljósa 2019
Minnisblað upplýsinga- og kynningarfulltrúa vegna fyrirkomulags viðburða við tendrun jólaljósa 2019. Bæjarráð vísar erindi til menningar- og nýsköpunarnefndar með ósk um tillögu að fyrirkomulagi tendrunar jólaljósa 2019.
8.
Fjarvarmaveita Reyðarfjarðar - Varmaendurvinnslukerfi Fjarðaál
Minnisblað Eflu er varðar mögulega uppbyggingu fjarvarmaveitu fyrir Reyðarfjörð. Bæjarráð tekur vel í erindið en telur að án aðkomu Alcoa Fjarðaáls sé verkefnið ekki framkvæmanlegt. Bæjarráð mun því óska eftir fundi með forstjóra Alcoa Fjarðaáls um framhald verkefnisins.
9.
495. mál til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (stofnanir á málefnasviði félags- og barnamálaráðherra)
Óskað er umsagnar um frumvarp til laga. Undirrituð umsögn berist eigi síðar en 27. febrúar 2019. Vísað til félagsmálastjóra til skoðunar.
10.
509.mál - umsagnar tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030
Tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Umsögn berist eigi síðar en 28. febrúar 2019. Vísað til félagsmálastjóra til skoðunar.
11.
Framkvæmdir 2019 - yfirlit frá framkvæmdasviði
Lagt fram vinnuskjal sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs, um framkvæmdir á árinu.
12.
Framkvæmdaráð hjúkrunarheimilanna - 10
Fundargerð framkvæmdaráðs hjúkrunarheimilanna, nr. 10 frá 5.febrúar 2019, lögð fram til umfjöllunar.