Fara í efni

Bæjarráð

600. fundur
18. febrúar 2019 kl. 08:30 - 09:53
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2018 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1805053
Lagt fram yfirlit um rekstur málaflokka, launakostnað og framkvæmdir á árinu 2018 auk deildayfirlit fyrir málaflokka 02 - 27 á árinu 2018.
2.
Staða samningamála fyrir þjónustu hjúkrunarheimila
Málsnúmer 1812103
Lögð fram til kynningar ályktun félagsfundar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga um stöðu viðræðna við Sjúkratryggingar Íslands og Heilbrigðisráðuneytið um þjónustu og gjaldskrá hjúkrunarheimila. Málið hefur þegar verið kynnt í framkvæmdaráði hjúkrunarheimila og félagsmálanefnd. Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af stöðu viðræðna við ríkisvaldið um rekstur hjúkrunarheimilanna og framtíð þeirra.
3.
Aðstaða til leigu í Íþróttamiðstöð Eskifjarðar
Málsnúmer 1902060
Fyrir liggur beiðni frá Margréti Bjarnadóttur um að fá leigt skrifstofurými í Íþróttamiðstöð Eskififjarðar fyrir nuddstofu. Bæjarráð er sammála um að leigja aðstöðu og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá samningi.
4.
Snjómokstur og garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja
Málsnúmer 1806144
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra framkvæmdasviðs er varðar fyrirkomulag snjómoksturs og garðsláttar fyrir eldri borgara og öryrkja. Bæjarráð vísar málinu til félagsmálastjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs, með ósk um að útbúnar verði nánari reglur og gjaldskrá. Málinu er jafnframt vísað til félagsmálanefndar.
5.
Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga
Málsnúmer 1902093
Óskað er eftir tilnefningum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga fyrir kl. 12:00 mánudaginn 4.mars nk. Lagt fram til kynningar.
6.
Fyrirspurn um notendaráð fatlaðs fólks
Málsnúmer 1902107
Fyrirspurn Öryrkjabandalags Íslands er varðar notendaráð fatlaðs fólks. Óskað er svara innan tveggja vikna. Vísað til félagsmálastjóra til afgreiðslu og til umfjöllunar í félagsmálanefnd.
7.
Gjaldþrotaskipti Sjóstangar ehf
Málsnúmer 1901140
Vísað til bæjarráðs frá hafnarstjórn. Erindi hefur borist frá skiptastjóra Sjóstangar ehf. varðandi sokkna eikarbátinn Sögu SU606 sem stendur Fjarðabyggð til boða til eignar, vegna skuldar þrotabúsins við Breiðdalsvíkurhöfn. Hafnarstjórn hefur afþakkað boðið og vísar málinu til bæjarráðs til staðfestingar. Bæjarráð staðfestir ákvörðun hafnarstjórnar.
8.
Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019
Málsnúmer 1810049
Tillögur ráðuneytis um auglýsingu vegna byggðakvóta Fjarðabyggðar fiskveiðiárið 2018 - 2019. Stuðst er við úthlutun fyrri ára og munu sömu sérrreglur gilda og frá fyrra fiskveiðiári.
Bæjarráð samþykkir tillögu ráðuneytis og felur atvinnu- og þróunarstjóra að senda tillögu um sérreglur til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis.
9.
Beiðni um vitnamál
Málsnúmer 1811057
Lagt fram sem trúnaðarmál.
10.
Ferðumst saman - Drög að stefnu í almenningssamgöngum
Málsnúmer 1902113
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs. Umsagnarfrestur er til og með 7.mars. Atvinnu- og þróunarstjóra falið að yfirfara málið og gefa umsögn ef þörf er á.
11.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 225
Málsnúmer 1902007F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 225 frá 11.febrúar 2019, lögð fram til umfjöllunar.
12.
Hafnarstjórn - 212
Málsnúmer 1902006F
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 212 frá 11.febrúar 2019, lögð fram til umfjöllunar.
13.
Fræðslunefnd - 66
Málsnúmer 1902008F
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 66 frá 13.febrúar 2019, lögð fram til umfjöllunar.
14.
Barnaverndarfundargerðir 2019
Málsnúmer 1902124
Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 95 frá 15.febrúar 2019, lögð fram til umfjöllunar.