Bæjarráð
602. fundur
25. febrúar 2019
kl.
08:30
-
11:02
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Í skugga valdsins
Framlögð drög aðgerðaráætlunar ásamt minnisblaði starfshóps sem falið var að fjalla um #metoo byltinguna undir formerkjum "í skugga valdsins". Starfshópurinn hefur lokið störfum og leggur til við bæjarráð að staðfest verði drög aðgerðaráætlunar ásamt því að endurskoðaðar verði reglur um heilsu og vinnuvernd og áherslur og áætlun um vinnuvernd. Bæjarráð samþykkir aðgerðaráætlun og vísar áframhaldandi vinnu til bæjarritara.
2.
Ljósleiðaravæðing 2019 - umsóknir
Framlagt tilboð Fjarskiptasjóðs vegna ljósleiðaravæðingar 2019 vegna afmarkaðra verkefna í Mjóafirði og Breiðdal. Um er að ræða 9 milljónir vegna Mjóafjarðar og 4 milljónir vegna Breiðdals. Bæjarráð þiggur tilboð Fjarskiptasjóðs og felur bæjarritara afgreiðslu málsins.
3.
Sveitarfélögin og "sjálfboðaliðastörf"
Framlagt til kynningar bréf ASÍ um sveitarfélög og sjálfboðaliðastörf.
4.
Upplýsingatæknimál - endurskoðun þráðlausra kerfa
Útfærsla á uppfærðri áætlun um endurnýjun núverandi þráðlausra kerfa. Upphaflega lagt fyrir 16. júlí 2018 en við endurmat nú er lögð til breytt útfærsla. Frestað til næsta fundar.
5.
Upplýsingatæknimál - innleiðing á Microsoft 365 og uppfærsla reksturs
Framlagt minnisblað þar sem greint er frá breytingum á miðlægum rekstri tölvukerfa á domain fjardabyggd.lan. Gert er ráð fyrir útleiðingu á kerfisveitu í sýndarumhverfi (RDS) og við taki rekstur á útstöðvum sem keyri forrit beint við miðlæga rekstrarþjóna. Bæjarráð samþykkir tillögur bæjarritara og felur honum útfærslu í samráði við þjónustuaðila tölvukerfis.
6.
Styrkbeiðni vegna sagnfræðirannsóknar
Beiðni Hrafnkels Lárussonar um styrk vegna sagnfræðirannsóknar. Vísað frá menningar- og nýsköpunarnefnd með beiðni um afgreiðslu. Bæjarráð getur ekki orðið við beiðni um styrk.
7.
Hús frístunda
Rætt um fyrirkomulag ferðar til Skagafjarðar í byrjun mars. Atvinnu- og þróunarstjóra falið að halda utan um skipulag ferðar.
8.
Fjárhagsleg áhrif loðnubrests
Bæjarráð felur fjármálastjóra sveitarfélagsins að fara yfir fjárhagsleg áhrif loðnubrests á tekjur aðalsjóðs og hafnarsjóðs og leggja fyrir bæjarráð.
Ljóst er að fjárhagsleg áhrif þess að ef loðna finnst ekki í nægjanlegu magni á íslandsmiðum á yfirstandandi vertíð verða mikil á mörg sveitarfélög, þar sem uppsjávarvinnsla er mikilvægur þáttur í sjávarútvegi þeirra. Óvíða er uppsjávarvinnsla meiri en í Fjarðabyggð og ljóst er að loðnubrestur mun hafa mikil áhrif á fjárhag sveitarfélagsins. Þá er einnig mikið áhyggjuefni að ekki er búið að ljúka samningum um kolmunnaveiðar í Færeyskri lögsögu, sem ekki síður hefur mikil áhrif á sjávarútvegsfyrirtækin í Fjarðabyggð. Hvetur bæjarráð stjórnvöld til að fara vel yfir stöðu þessara mála enda mikið hagsmunamál fyrir sveitarfélög, fyrirtæki og ríki, þar sem um er að ræða verulegan hluta útflutningsverðmæta sjávarútvegs á Íslandi.
Ljóst er að fjárhagsleg áhrif þess að ef loðna finnst ekki í nægjanlegu magni á íslandsmiðum á yfirstandandi vertíð verða mikil á mörg sveitarfélög, þar sem uppsjávarvinnsla er mikilvægur þáttur í sjávarútvegi þeirra. Óvíða er uppsjávarvinnsla meiri en í Fjarðabyggð og ljóst er að loðnubrestur mun hafa mikil áhrif á fjárhag sveitarfélagsins. Þá er einnig mikið áhyggjuefni að ekki er búið að ljúka samningum um kolmunnaveiðar í Færeyskri lögsögu, sem ekki síður hefur mikil áhrif á sjávarútvegsfyrirtækin í Fjarðabyggð. Hvetur bæjarráð stjórnvöld til að fara vel yfir stöðu þessara mála enda mikið hagsmunamál fyrir sveitarfélög, fyrirtæki og ríki, þar sem um er að ræða verulegan hluta útflutningsverðmæta sjávarútvegs á Íslandi.
9.
Aurflóð í Mjóafirði
Bæjarráð felur sviðstjóra framkvæmdasviðs sveitarfélagsins að hlutast til um hreinsun árfarvegs Borgarár í Mjóafirði, sem hljóp í krapaflóði um liðna helgi, til að varna því að ekki hljótist frekari skemmdir og til að verja mannvirki. Leitað skal samstarfs við Viðlagatryggingu og Vegagerðina vegna þessa.
Um liðna helgi rigndi töluvert ofan í mikið snjófarg sem gerði það að verkum að ár og lækir víða í fjallshlíðum Fjarðabyggðar, ruddust upp úr farvegum sínum með tilheyrandi hættu. Slíkt gerðist í Borgará í Mjóafirði þannig að mannvirkjum og íbúum stóð ógn af. Þar sem vegasamgöngur við Mjóafjörð eru einungis færar yfir sumartímann, verður erfitt að koma þangað stórvirkum tækjum sem þarf til að koma Borgaránni aftur í farveg sinn svo frekara tjón hljótist ekki af. Bæjarráð Fjarðabyggðar vill árétta enn einu sinni við samgönguyfirvöld og Alþingi hversu skert lífskjör íbúar Mjóafjarðar búa við vegna lélegra samgangna á 21.öldinni. Þó fáir íbúar búi í þessu hverfi Fjarðabyggðar er það áfram krafa sveitarfélagsins að til þess verði horft, að einangrun Mjóafjarðar verði rofin, þannig að þar geti fólk búið við sama grundvallaröryggi og aðrir íbúar landsins og um leið geti byggðin í Mjóafirði aftur elfst við slíkar breytingar.
Um liðna helgi rigndi töluvert ofan í mikið snjófarg sem gerði það að verkum að ár og lækir víða í fjallshlíðum Fjarðabyggðar, ruddust upp úr farvegum sínum með tilheyrandi hættu. Slíkt gerðist í Borgará í Mjóafirði þannig að mannvirkjum og íbúum stóð ógn af. Þar sem vegasamgöngur við Mjóafjörð eru einungis færar yfir sumartímann, verður erfitt að koma þangað stórvirkum tækjum sem þarf til að koma Borgaránni aftur í farveg sinn svo frekara tjón hljótist ekki af. Bæjarráð Fjarðabyggðar vill árétta enn einu sinni við samgönguyfirvöld og Alþingi hversu skert lífskjör íbúar Mjóafjarðar búa við vegna lélegra samgangna á 21.öldinni. Þó fáir íbúar búi í þessu hverfi Fjarðabyggðar er það áfram krafa sveitarfélagsins að til þess verði horft, að einangrun Mjóafjarðar verði rofin, þannig að þar geti fólk búið við sama grundvallaröryggi og aðrir íbúar landsins og um leið geti byggðin í Mjóafirði aftur elfst við slíkar breytingar.
10.
Starfsemi Rönning á Reyðarfirði
Framkvæmdastjóri Rönning Vignir Örn Sigþórsson, sat þennan lið fundarins. Rætt um starfsemi Rönning Reyðarfirði og eflingu þeirrar starfsemi. Bæjarráð hvetur íbúa, fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu til að versla í heimabyggð.
11.
Fundur með bæjarráði vegna fasteignagjalda 2019
Guðjón Steinsson starfsmaður Þjóðskrár Íslands og Einar Már Sigurðarson formaður eigna- skipulags- og umhverfisnefndar sátu þennan lið fundarins. Bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að vinna áfram að yfirferð á fasteignamati sveitarfélagsins.
12.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 10
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar, nr. 10 frá 18.febrúar 2019, lögð fram til umfjöllunar.