Bæjarráð
603. fundur
4. mars 2019
kl.
08:30
-
10:55
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
760 Sorplosun í Breiðdal
Lagt fram minnisblað verkefnisstjóra umhverfismála, dagsett 12. febrúar 2019, vegna fjölda sorp- og flokkunartunna við heimili í Breiðdal.
Verkefnastjóri umhverfismála leggur til að Breiðdalur fái græna tunnu með sama hætti og er annars staðar í Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að fela verkefnastjóra umhverfismála að innleiða græna tunnu í Breiðdal. Kostnaður er um 4,5 milljón. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir að innleiða græna tunnu í Breiðdal og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs umsjón málsins. Kostnaði skal mætt innan fjárhagsáætlunar 2019.
Verkefnastjóri umhverfismála leggur til að Breiðdalur fái græna tunnu með sama hætti og er annars staðar í Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að fela verkefnastjóra umhverfismála að innleiða græna tunnu í Breiðdal. Kostnaður er um 4,5 milljón. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir að innleiða græna tunnu í Breiðdal og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs umsjón málsins. Kostnaði skal mætt innan fjárhagsáætlunar 2019.
2.
Fjárhagsleg áhrif loðnubrests
Lögð fram greinargerð fjármálastjóra, Snorra Styrkárssonar, um möguleg fjárhagsleg áhrif loðnubrests í Fjarðabyggð á árinu 2019. Líkur er á að tekjur sveitarfélagsins geti skerst um allt að 260 milljónir á árinu. Bæjarráð mun fylgjast áfram með þróun málsins, áhrif þess á fjárhagsáætlun ársins og hvetur stjórnendur stofnana sveitarfélagsins til að gæta aðhalds í rekstri.
3.
Reglur um heilsu- og vinnuvernd
Framlagðar endurskoðaðar reglur um heilsu og vinnuvernd með vísan í breytingar sem samþykktar voru á bæjarráðsfundi 25. febrúar 2019.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar til staðfestingar.
4.
Aðgerðir í vinnuvernd
Framlagðar endurskoðaðar áherslur í vinnuvernd með vísan til samþykktar starfshóps sem afgreiddar voru á fundi bæjarráðs 25. febrúar 2019.
Bæjarráð samþykkir reglur fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir reglur fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
5.
Jafnlaunastefna
Framlögð drög jafnlaunastefnu sveitarfélagsins til umfjöllunar. Drögin eru hluti af jafnlaunakerfi sveitarfélagsins en unnið er að jafnlaunavottun þess. Bæjarráð samþykkir framlögð drög og vísar þeim til samþykktar í bæjarstjórn.
6.
Kjara- og launamál 2019
Framlagt minnisblað vegna endurskoðunar kjarasamnings Skólastjórafélags Íslands. Búið er að meta áhrif kjarasamnings á launaáætlun. Bæjarráð vísar málinu til fjármálastjóra til gerðar viðauka.
7.
Upplýsingatæknimál - endurskoðun þráðlausra kerfa
Útfærsla á uppfærðri áætlun um endurnýjun núverandi þráðlausra kerfa. Upphaflega lagt fyrir 16. júlí 2018 en við endurmat nú er lögð til breytt útfærsla. Bæjarráð samþykkir tillögu í minnisblaði og felur bæjarritara vinnslu málsins. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins.
8.
Erindi frá starfsmönnum Sýslumannins á Austurlandi.
Erindi starfsmanna Sýslumannsins á Austurlandi er varðar lækkun á starfshlutfalli starfsmanna sem tilkomin er vegna uppsafnaðs rekstrarhalla embættisins. Bæjarráð tekur undir áhyggjur starfsmanna og minnir á mikilvægi þess að verkefni verði áfram færð til embætta sýslumanna á landsbyggðinni en engin verkefni hafa verið færð til Sýslumannsins á Austurlandi þrátt fyrir loforð þar um. Bæjarstjóra falið að ræða málið við dómsmálaráðherra.
9.
N4 - samningur við sveitarfélögin á Austurlandi
Lagt fram erindi SSA er varðar hugmyndir um sameiginlegan samning sveitarfélaganna við N4. Sveitarfélagið gerir ráð fyrir framlagi til N4 í fjárhagsáætlun ársins 2019 líkt og verið hefur. Bæjarráð telur ekki þörf á breytingu á fyrirkomulagi.
10.
Umsókn um styrk frá Karatedeild Þróttar vegnu leigu á húsnæði
Fyrir liggja drög að rekstrar-og uppbyggingarsamningi við Karatedeild Þróttar til þriggja ára. Íþrótta- og tómstundanefnd vísar fyrirliggjandi samningi til samþykktar bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
11.
Umsókn um styrk frá Lyftingafélagi Austurlands vegna reksturs og leigu húsnæðis
Fyrir liggja drög að rekstrar-og uppbyggingarsamningi við Lyftingafélag Austurlands til þriggja ára. Íþrótta- og tómstundanefnd hefur samþykkt samning fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarráðs til samþykktar. Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
12.
Endurskoðun samnings um útvistun rekstrar Skíðasvæðisins í Oddsskarði 2019
Íþrótta- og tómstundanefnd hefur rætt endurskoðun samnings um útvistun reksturs Skíðasvæðisins í Oddsskarði, en samkvæmt samningskaupalýsingu þarf að taka ákvörðun í vor um hvort framlengja skuli samning við rekstraraðila. Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarráð að skipaður verði starfshópur um endurskoðun samnings vegna útvistun reksturs Skíðasvæðisins í Oddsskarði. Bæjarráð samþykkir skipan starfshóps og að hann skipi Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri sem jafnframt verði formaður hópsins, Pálína Margeirsdóttir formaður íþrótta- og tómstundanefndar, Sigríður Margrét Guðjónsdóttir varaformaður íþrótta- og tómstundanefndar, Dýrunn Pála Skaftadóttir bæjarfulltrúi, Valgeir Ægir Ingólfsson atvinnu- og þróunarstjóri, Bjarki Ármann Oddsson íþrótta- og tómstundastjóri og Snorri Styrkársson fjármálastjóri. Bæjarstjóri kalli hópinn saman og haldi utan um vinnu hans.
13.
Hafnarreglugerð - endurskoðun 2019
Hafnarstjórn hefur samþykkt breytingar á hafnarreglugerð Fjarðabyggðarhafna fyrir sitt leyti.
Bæjarráð vísar hafnarreglugerð til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð vísar hafnarreglugerð til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
14.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2019
Fundargerð sambandsins, nr. 868 frá 22.febrúar 2019, lögð fram til kynningar. Bæjarráð ítrekar fyrri afstöðu sína í tengslum við 7.fundarlið í fundargerð - frumvarp til laga um breytingu á llögum um kosnignar til sveitarstjórna - kosningaaldur. Bæjarráð telur rétt að saman fari kosningaaldur og kjörgengi auk þess sem kosningaaldur verði sá sami í öllum kosningum. Bæjarráð Fjarðabyggð getur því ekki tekið undir efni frumvarpsins.
15.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 226
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 226 frá 25.febrúar 2019, lögð fram til umfjöllunar.
16.
Landbúnaðarnefnd - 21
Fundargerð landbúnaðarnefndar, nr. 21 frá 14.febrúar 2019, lögð fram til umfjöllunar.
17.
Hafnarstjórn - 215
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 215 frá 27.febrúar 2019, lögð fram til umfjöllunar.
18.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 57
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 57 frá 26.febrúar 2019, lögð fram til umfjöllunar.
19.
Safnanefnd - 7
Fundargerð safnanefndar, nr. 7 frá 26.febrúar 2019, lögð fram til umfjöllunar.
20.
Félagsmálanefnd - 120
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 120 frá 26.febrúar 2019, lögð fram til umfjöllunar.
21.
Barnaverndarfundargerðir 2019
Fundargerð barnaverndarnefndar, nr. 96 frá 27.febrúar 2019, lögð fram til umfjöllunar.