Fara í efni

Bæjarráð

604. fundur
11. mars 2019 kl. 08:30 - 11:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Erindisbréf hafnarstjórnar
Málsnúmer 1805118
Framlagt endurskoðað erindisbréf hafnarstjórnar sem hefur verið uppfært með tilliti til skipulagsbreytinga sem bæjarstjórn staðfest 21. febrúar sl.
Vísað til umsagnar hafnarstjórnar.
2.
Erindisbréf eigna-,skipulags- og umhverfisnefndar
Málsnúmer 1805115
Framlagt endurskoðað erindisbréf eigna- skipulags- og umhverfisnefndar sem hefur verið uppfært með tilliti til skipulagsbreytinga sem bæjarstjórn staðfest 21. febrúar sl.
Vísað til umsagnar eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
3.
Ljósleiðaravæðing 2019 - umsóknir
Málsnúmer 1811036
Fjallað um stöðu ljósleiðaraverkefna í Fjarðabyggð og framkvæmd ákveðinna verkþátta á árin 2019. Um er að ræða lagningu ljósleiðara í Breiðdal, um Suðurfirði frá Stöðvarfirði í Reyðarfjörð, ljósleiðaratengingu við Mjóafjörð sem hlut af hringtengingu fjarskiptainnviða og ljósleiðarlagningu í Norðfirði.
Bæjarráð felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs eftirfylgni mála. Vísað til kynningar eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
4.
C.9 Byggðaáætlun
Málsnúmer 1903034
Framkvæmdaráð SSA fundaði í síðustu viku og á dagskrá var m.a. verkefni C.9 í byggðaáætlun 2018-2024, náttúruvernd og efling byggða. Verkefnið er einnig hluti af stefnu ríkisstjórnarinnar um sérstakt átak í friðlýsingum og að skoðaðir verði möguleikar á þjóðgörðum á öðrum svæðum en nú er. SSA á að leggja fram tillögur að svæðum sem henta vel að verkefninu.
Bæjarráð samþykkir að leggja til Gerpissvæðið sem svæði til verkefnisins en áréttar að hér sé verið að skoða möguleika á friðlýsingu. Frekari umræða mun þurfa að fara fram áður en endanleg ákvörðun um friðlýsingu verður tekin. Vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
5.
Umsóknir um framlög úr framkvæmdasjóði aldraðra 2019
Málsnúmer 1902198
Framlögð gögn og umsókn hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð um framlög 2019 úr framkvæmdasjóð aldraðra. Með umsókn þarf að fylgja staðfesting/yfirlýsing um fjármögnun framkvæmdanna annarra en Framkvæmdasjóðs aldraðra auk yfirlýsingar um að fyrirhugaðar framkvæmdir séu í samræmi við áætlanir þess um uppbyggingu á þjónustu fyrir aldraðra.
Bæjarráð samþykkir að sótt sé um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra á árinu 2019 með vísan til minnisblað fjármálastjóra. Jafnframt samþykkir bæjarráð að fjármagnaðar verði tilgreindar framkvæmdir að fengnum styrk framkvæmdasjóðsins. Tekið upp að nýju þegar afstaða sjóðsins liggur fyrir. Vísað til kynningar framkvæmdaráðs hjúkrunarheimilanna.
6.
Lífeyrisskuldbinding Skipulagsstofu Austurlands
Málsnúmer 1709008
Framlagt bréf Lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna til Sambands sveitarfélaga á Austurlandi varðandi lífeyrskuldbindingu vegna Skipulagsstofu Austurlands. Jafnframt tölupóstur fjármálastjóra um skiptingu ábyrgðarinnar og útreikning á tryggingafræðilegri stöðu hennar 2017. Fjarðabyggð greiðir 8/25 af ábyrgðinni.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti hlutdeild Fjarðabyggðar.