Bæjarráð
605. fundur
18. mars 2019
kl.
08:30
-
10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Eskifjarðarskóli - nafnabreyting
Beiðni skólastjóra Grunnskóla Eskifjarðar um nafnabreytingu á skólanum. Nýtt nafn verði Eskifjarðarskóli.
Bæjarráð tekur vel í beiðnina en vísar henni til meðferðar og afgreiðslu í fræðslunefnd.
Bæjarráð tekur vel í beiðnina en vísar henni til meðferðar og afgreiðslu í fræðslunefnd.
2.
Gjaldfrjálsar samgöngur ungmenna að 18 ára aldri
Fyrir liggur tillaga í minnisblaði frá 16. mars 2017 um gjaldfrjáls afnot barna og ungmenna að 18 ára aldri að almenningssamgöngum í Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt tillögu. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir tillögu eigna- skipulags- og umhverfisnefndar og vísar málinu til útfærslu SvAust. Kostnaði vegna ferða verði vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2019. Bæjarráð verði upplýst um endanlegan kostnað þegar hann liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt tillögu. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir tillögu eigna- skipulags- og umhverfisnefndar og vísar málinu til útfærslu SvAust. Kostnaði vegna ferða verði vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2019. Bæjarráð verði upplýst um endanlegan kostnað þegar hann liggur fyrir.
3.
Forathugun á vilja bæjarráðs / sveitarstjórnar til að gera þjónustusamning við Útlendingastofnun vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd
Útlendingastofnun óskar eftir afstöðu bæjarráðs til þess hvort vilji sé til að gerður verði þjónustusamningur við stofnunina, er varðar félagslega þjónustu og stuðning við umsækjendur um alþjóðlega vernd.
Bæjarráð þakkar boðið en ákveður að afþakka það. Bæjarráð áréttar fyrri samþykkt sína um að sveitarfélagið sé tilbúið að taka á móti flóttafólki.
Bæjarráð þakkar boðið en ákveður að afþakka það. Bæjarráð áréttar fyrri samþykkt sína um að sveitarfélagið sé tilbúið að taka á móti flóttafólki.
4.
Íbúalýðræðisverkefni sambandsins og Akureyrar
Bréf sambandsins frá 28.febrúar er varðar mögulega þátttöku í íbúalýðræðisverkefni. Gert er ráð fyrir að þrjú sveitarfélög taki þátt í verkefninu auk Akureyrarkaupstaðar. Vísað til skoðunar bæjarstjóra og bæjarritara.
5.
Skýrsla um ástand Norðfjarðarár
Framlögð skýrsla um stöðu Norðfjarðarár.
Vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar til afgreiðslu og hafnarstjórnar til umfjöllunar.
Vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar til afgreiðslu og hafnarstjórnar til umfjöllunar.
6.
Svæðisskipulag fyrir Austurland
Lögð fram fundargerð 9. fundar svæðisskipulagsnefndar SSA sem haldinn var 11. febrúar 2019 um skipulagslýsingu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að breytingar verði gerðar á lýsingu fyrir svæðisskipulag Austurlands til að koma á móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar, sbr. 1. lið fundargerðarinnar.
Bæjarráð vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarstjórnar. Bæjarráð áréttar að svæðisskipulagsvinnan fylgi aðalskipulagi Fjarðabyggðar hvað varði sveitarfélagið.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að breytingar verði gerðar á lýsingu fyrir svæðisskipulag Austurlands til að koma á móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar, sbr. 1. lið fundargerðarinnar.
Bæjarráð vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarstjórnar. Bæjarráð áréttar að svæðisskipulagsvinnan fylgi aðalskipulagi Fjarðabyggðar hvað varði sveitarfélagið.
7.
Fjárhagsáætlun 2019 - tillaga bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2019 verði tekin til endurskoðunar í bæjarráði.
Greinargerð með tillögu:
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram framangreinda tillögu til að mæta forsendubrest á tekjulið í fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2019 vegna loðnubrests auk óvissu um kolmunaveiðar þar sem ekki hefur náðst samkomulag um veiðar við Færeyinga. Ljóst er að staðan í sjávarútvegi mun hafa veruleg áhrif á núverandi fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og nauðsynlegt að bregðast við með því að sýna forsjálni og aðhald í rekstri sveitarfélagsins. Í þessu ljósi leggur Sjálfstæðisflokkurinn til að sviðsstjórum verði falið að koma með tillögur að hagræðingu sem miða að því að draga úr útgjöldum sveitarfélagsins um 260 milljónum kr.
Gæta skal að því að niðurskurður útgjalda hafi takmarkandi áhrif á mannaflsfrekar framkvæmdir og því skal horfa til þess að lækka rekstrarkostnað samhliða því að draga úr framkvæmdum og fjárfestingum sem hafa lítil eða engin áhrif á atvinnulíf í Fjarðabyggð.
Tillaga felld með 2 atkvæðum fulltrúa Fjarðalista og Framsóknar gegn atkvæði fulltrúa Sjálfstæðisflokks.
Meirihluti bæjarráðs, fulltrúar Fjarðalista og Framsóknarflokks ásamt fulltrúa Miðflokksins, lýsir yfir furðu með tillöguflutning sjálfstæðismanna á bæjarráðsfundi 18.mars 2019 um endurskoðun fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins fyrir árið 2019. Í ljósi þess að bæjarstjórn Fjarðabyggðar stóð saman að bókun á fundi sínum þann 7. mars síðastliðinn þar sem sviðsstjórum og forstöðumönnum stofnana sveitarfélagsins var falið að fara yfir fjárhagsáætlanir sínar og gæta fyllsta aðhalds í fjármálum. Þá kom þar fram að bæjarstjórn og nefndir myndu fylgjast vel með þróun mála í atvinnulífinu áfram og meta til hvaða aðgerða yrði gripið. Nú liggur fyrir að loðnubrestur mun verða í sjávarútvegi ásamt því að mikil óvissa er uppi með veiðar á kolmunna sem mun hafa áhrif á atvinnulífið, ekki síður en tekjustofna sveitarfélagsins. Þá eru kjarasamningar framundan hjá sveitarfélögunum ásamt því að óvissa er uppi með framlög úr Jöfnunarsjóði. Vegna þessa telur meirihluti bæjarráðs ásamt fulltrúa Miðflokks rétt að sýnt verði áfram aðhald í fjármálum sveitarfélagsins, en beðið með endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins um sinn meðan línur skýrast í þessum málum. Þá er rétt að árétta, vegna tillögu sjálfstæðismanna, að við endurskoðun fjárhagsáætlunar koma að því verki nefndir sveitarfélagsins í samstarfi við sviðsstjóra sveitarfélagsins og rétt að kalla eftir slíkum vinnubrögðum í tillöguflutningi en ekki fela sviðsstjórum slíka vinnu einhliða. Slík vinna er þegar hafin.
Greinargerð með tillögu:
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram framangreinda tillögu til að mæta forsendubrest á tekjulið í fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2019 vegna loðnubrests auk óvissu um kolmunaveiðar þar sem ekki hefur náðst samkomulag um veiðar við Færeyinga. Ljóst er að staðan í sjávarútvegi mun hafa veruleg áhrif á núverandi fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og nauðsynlegt að bregðast við með því að sýna forsjálni og aðhald í rekstri sveitarfélagsins. Í þessu ljósi leggur Sjálfstæðisflokkurinn til að sviðsstjórum verði falið að koma með tillögur að hagræðingu sem miða að því að draga úr útgjöldum sveitarfélagsins um 260 milljónum kr.
Gæta skal að því að niðurskurður útgjalda hafi takmarkandi áhrif á mannaflsfrekar framkvæmdir og því skal horfa til þess að lækka rekstrarkostnað samhliða því að draga úr framkvæmdum og fjárfestingum sem hafa lítil eða engin áhrif á atvinnulíf í Fjarðabyggð.
Tillaga felld með 2 atkvæðum fulltrúa Fjarðalista og Framsóknar gegn atkvæði fulltrúa Sjálfstæðisflokks.
Meirihluti bæjarráðs, fulltrúar Fjarðalista og Framsóknarflokks ásamt fulltrúa Miðflokksins, lýsir yfir furðu með tillöguflutning sjálfstæðismanna á bæjarráðsfundi 18.mars 2019 um endurskoðun fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins fyrir árið 2019. Í ljósi þess að bæjarstjórn Fjarðabyggðar stóð saman að bókun á fundi sínum þann 7. mars síðastliðinn þar sem sviðsstjórum og forstöðumönnum stofnana sveitarfélagsins var falið að fara yfir fjárhagsáætlanir sínar og gæta fyllsta aðhalds í fjármálum. Þá kom þar fram að bæjarstjórn og nefndir myndu fylgjast vel með þróun mála í atvinnulífinu áfram og meta til hvaða aðgerða yrði gripið. Nú liggur fyrir að loðnubrestur mun verða í sjávarútvegi ásamt því að mikil óvissa er uppi með veiðar á kolmunna sem mun hafa áhrif á atvinnulífið, ekki síður en tekjustofna sveitarfélagsins. Þá eru kjarasamningar framundan hjá sveitarfélögunum ásamt því að óvissa er uppi með framlög úr Jöfnunarsjóði. Vegna þessa telur meirihluti bæjarráðs ásamt fulltrúa Miðflokks rétt að sýnt verði áfram aðhald í fjármálum sveitarfélagsins, en beðið með endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins um sinn meðan línur skýrast í þessum málum. Þá er rétt að árétta, vegna tillögu sjálfstæðismanna, að við endurskoðun fjárhagsáætlunar koma að því verki nefndir sveitarfélagsins í samstarfi við sviðsstjóra sveitarfélagsins og rétt að kalla eftir slíkum vinnubrögðum í tillöguflutningi en ekki fela sviðsstjórum slíka vinnu einhliða. Slík vinna er þegar hafin.
8.
Stúdenta- og ungmennaskipti milli Fjarðabyggðar (Fáskrúðsfjarðar) og Gravelines
Framlagt minnisblað ásamt tillögu frá Gravelines um stúdentaskipti milli Fjarðabyggðar og Gravelines. Tillaga byggir á því að gefa tveimur ungmennum frá hvoru sveitarfélagi, kost á að heimsækja vinabæina.
Bæjarráð fagnar að komið hefur verið á ungmennaskiptum á milli sveitarfélaganna og samþykkir tillögu. Vísað til ungmennaráðs og íþrótta- og tómstundafulltrúa til úrvinnslu.
Bæjarráð fagnar að komið hefur verið á ungmennaskiptum á milli sveitarfélaganna og samþykkir tillögu. Vísað til ungmennaráðs og íþrótta- og tómstundafulltrúa til úrvinnslu.
9.
Endurheimtur á votlendi
Samkvæmt ákvörðun 200.fundar hafnarstjórnar þann 17.júlí 2018, hafa drög að samstarfssamningi Fjarðabyggðar og Landgræðslunnar verið lögð að nýju fyrir hafnarstjórn. Hafnarstjórn hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, nýjar tillögur að endurheimt svæða á Hólmum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir framkomnar tillögur og felur bæjarstjóra endanlega afgreiðslu málsins.
Bæjarráð samþykkir framkomnar tillögur og felur bæjarstjóra endanlega afgreiðslu málsins.
10.
Eftirlitsmyndavélar í Fjarðabyggð
Ljóst er að umtalsverður kostnaðarauki hefur orðið á uppsetningu öryggismyndavéla í Fjarðabyggð frá því að bæjarráð tók málið fyrst fyrir á seinni hluta árs 2018. Í ljósi þess og einnig með hliðsjón af væntanlegum skerðingum á tekjum Fjarðabyggðar, samþykkir bæjarráð að fresta verkefninu og vísar málinu til skoðunar í tengslum við fjárhagsáætlun 2020.
11.
Boðun XXXIII. landsþing sambandsins 29.mars 2019
Tilnefning fulltrúa Fjarðabyggðar á fund landsþings 29. mars 2019.
Bæjarráð samþykkir að með umboð Fjarðabyggðar á landsþingi fari Eydís Ásbjörnsdóttir, Jón Björn Hákonarson, Dýrunn Pála Skaftadóttir en bæjarstjóri fer jafnframt á þingið. Staðfestingu á kjöri á Landsþing sveitarfélaga vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir að með umboð Fjarðabyggðar á landsþingi fari Eydís Ásbjörnsdóttir, Jón Björn Hákonarson, Dýrunn Pála Skaftadóttir en bæjarstjóri fer jafnframt á þingið. Staðfestingu á kjöri á Landsþing sveitarfélaga vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
12.
Aðalfundur Lánasjóðs Sveitarfélaga ohf - 29.mars 2019
Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga verður haldinn 29.mars kl. 15:45 á Grand Hótel Reykjavík.
Bæjarráð felur Karli Óttari Péturssyni bæjarstjóra að fara með fullt og ótakmarkað umboð Fjarðabyggðar á fundinum.
Bæjarráð felur Karli Óttari Péturssyni bæjarstjóra að fara með fullt og ótakmarkað umboð Fjarðabyggðar á fundinum.
13.
647.mál til umsagnar frumvarp til laga um fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.)
Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.), 647. mál. Umsögn berist eigi síðar en 29. mars.
Vísað til atvinnu- og þróunarstjóra til umsagnar. Málið tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
Vísað til atvinnu- og þróunarstjóra til umsagnar. Málið tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
14.
639.mál til umsagnar frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 639. mál.
Umsögn berist eigi síðar en 27. mars.
Vísað til bæjarritara til skoðunar. Tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
Umsögn berist eigi síðar en 27. mars.
Vísað til bæjarritara til skoðunar. Tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
15.
90.mál til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn)
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 90. mál.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
16.
Fundagerðir stjórnar SSA 2019
Fundargerðir stjórnar SSA nr. 1 - 9, frá því 8.september 2018 til 19.febrúar 2019, lagðar fram til kynningar.
17.
Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2018
Fundargerðir samtaka sjávarútvegssveitarfélaga nr. 48, 49 og 50, lagðar fram til kynningar.
Bæjarráð lýsir undrun sinni að stjórn samtakanna hafi ekki tekið til umfjöllunar þær aðstæður sem uppi eru í uppsjávarveiðum.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjóra verði falið að undirbúa úrsögn úr Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga.
Bæjarráð lýsir undrun sinni að stjórn samtakanna hafi ekki tekið til umfjöllunar þær aðstæður sem uppi eru í uppsjávarveiðum.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjóra verði falið að undirbúa úrsögn úr Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga.
18.
86.mál til umsagnar tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar
Tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 86. mál, 2019.
Lagt fram til kynningar erindi dagsett 6. mars 2019 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 86. mál 2019.
Bæjarráð Fjarðabyggðar bókar eftirfarandi.
Bæjarráð Fjarðabyggðar tekur undir efni þingsályktunartillögu að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjarvíkurflugvallar. Reykjavíkurflugvöllur er í dag miðstöð innanlands- og sjúkraflugs og staðsetning hans því lykilatriði þangað til jafngóður eða betri kostur verður tilbúinn til notkunar. Þá er ekki síður mikilvægt að hafa í huga að á höfuðborgarsvæðinu hefur öll opinber þjónusta landsins sínar höfuðstöðvar ásamt annari þjónustu sem íbúar landsbyggðarinnar þurfa að leita til. Því gegnir Reykjavíkurflugvöllur mikilvægu og fjölþættu hlutverki í samgöngum íbúa Austurlands sem annara á landsbyggðinni til að einfalda þeim að leita eftir þessari þjónustu í höfuðborginni okkar allra. Því er eðlilegt að kallað verði eftir skoðunum landsmanna allra á staðsetningu hans.
Lagt fram til kynningar erindi dagsett 6. mars 2019 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 86. mál 2019.
Bæjarráð Fjarðabyggðar bókar eftirfarandi.
Bæjarráð Fjarðabyggðar tekur undir efni þingsályktunartillögu að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjarvíkurflugvallar. Reykjavíkurflugvöllur er í dag miðstöð innanlands- og sjúkraflugs og staðsetning hans því lykilatriði þangað til jafngóður eða betri kostur verður tilbúinn til notkunar. Þá er ekki síður mikilvægt að hafa í huga að á höfuðborgarsvæðinu hefur öll opinber þjónusta landsins sínar höfuðstöðvar ásamt annari þjónustu sem íbúar landsbyggðarinnar þurfa að leita til. Því gegnir Reykjavíkurflugvöllur mikilvægu og fjölþættu hlutverki í samgöngum íbúa Austurlands sem annara á landsbyggðinni til að einfalda þeim að leita eftir þessari þjónustu í höfuðborginni okkar allra. Því er eðlilegt að kallað verði eftir skoðunum landsmanna allra á staðsetningu hans.
19.
Tekjutap vegna frystingu framlags ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2020 og 2021
Framlögð bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna áforma ríkisvaldsins um skerðingu framlaga til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Bæjarráð Fjarðabyggðar tekur undir með stjórn Sambands Íslenskra Sveitarfélaga í bókun hennar vegna boðaðrar skerðingar á framlögum í Jöfnunarsjóð Sveitarfélaga. Ljóst er að við þetta verður ekki unað og hvetur bæjarráð Fjarðabyggðar stjórnvöld til að hverfa frá þessari ákvörðun. Taka þess í stað upp viðræður við sveitarfélögin hvernig skuli mæta þeim forsendubresti í fjármálum þeirra sem nú blasir við vegna aðstæðna í sjávarútvegi og fleiri þáttum. Það hlýtur að vera sameiginlegt áherslumál þessara tveggja stjórnsýslustiga að afkoma þeirra sé viðundandi, en ekki einungis að afkoma ríkissjóðs sé jákvæð á kostnað sveitarfélaga.
Bæjarráð Fjarðabyggðar tekur undir með stjórn Sambands Íslenskra Sveitarfélaga í bókun hennar vegna boðaðrar skerðingar á framlögum í Jöfnunarsjóð Sveitarfélaga. Ljóst er að við þetta verður ekki unað og hvetur bæjarráð Fjarðabyggðar stjórnvöld til að hverfa frá þessari ákvörðun. Taka þess í stað upp viðræður við sveitarfélögin hvernig skuli mæta þeim forsendubresti í fjármálum þeirra sem nú blasir við vegna aðstæðna í sjávarútvegi og fleiri þáttum. Það hlýtur að vera sameiginlegt áherslumál þessara tveggja stjórnsýslustiga að afkoma þeirra sé viðundandi, en ekki einungis að afkoma ríkissjóðs sé jákvæð á kostnað sveitarfélaga.
20.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 227
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 227 frá 11.mars 2019, lögð fram til umfjöllunar.
21.
Hafnarstjórn - 216
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 216 frá 11.mars 2019, lögð fram til umfjöllunar.
22.
Fræðslunefnd - 67
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 67 frá 13.mars 2019, lögð fram til umfjöllunar.
23.
Barnaverndarfundargerðir 2019
Fundargerð barnaverndarnefndar, nr. 97 frá 8.mars 2019, lögð fram til umfjöllunar.