Fara í efni

Bæjarráð

606. fundur
25. mars 2019 kl. 08:30 - 11:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2018
Málsnúmer 1903150
Farið yfir stöðu vinnslu ársreiknings Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2018.
2.
Sumaropnun leikskóla í Fjarðabyggð árið 2019
Málsnúmer 1903147
Rætt um fyrirkomulag sumaropnunar leikskóla í Fjarðabyggð.
3.
Kaup á eign - Egilsbraut 1
Málsnúmer 1903140
Framlagður kaupsamningar vegna kaupa á eignarhlut á 1. og 2.hæð Egilsbrautar 1, fastanúmer 222-2487. Um er að ræða makaskipti á eigninni Miðstræti 1, fastanúmer 216-6326.
Bæjarráð samþykkir kaup á eigninni.
Fjármögnun vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2019 þegar endanlegur kostnaður liggur fyrir vegna sölu annarra eigna.
4.
Beiðni um samstarf við uppbyggingu á útivistarsvæði
Málsnúmer 1903116
Framlagt bréf Skógræktarfélags Neskaupstaðar frá 13.mars, er varðar beiðni um samstarf við uppbyggingu á útivistarsvæði á Norðfirði.
Bæjarráð líst vel á erindið og felur bæjarstjóra vinnslu þess og ræða við stjórn Skógræktarfélags Neskaupstaðar. Jafnframt er erindi vísað til kynningar eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
5.
Reglur um afnot utan opnunartíma Íþróttamiðstöðin í Breiðdal
Málsnúmer 1808159
Vísað frá íþrótta- og tómstundanefnd til umfjöllunar bæjarráðs reglum um afnot Íþróttahússins í Breiðdal utan opnunartíma. Nefndin hefur samþykkt breytingar á reglunum fyrir sitt leyti og vísar þeim aftur til bæjarráðs. Lagt fram minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti reglurnar en þær verði endurskoðaðar á næsta ári. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
6.
17. júní 2019
Málsnúmer 1902044
Vísað frá menningar- og nýsköpunarnefnd til afgreiðslu bæjarráðs fyrirkomulagi 17. júní hátíðarhalda en nefndin er sammála tillögu í minnisblaði upplýsingafulltrúa frá 6.febrúar sl. um að hátíðahöldin færist á milli byggðakjarna. Nefndin telur rétt að í samningi bæjarins og framkvæmdaraðila hverju sinni, liggi fyrir kostnaðaráætlun hátíðarinnar og greiðslur og skyldur samningsaðila séu skilgreindar.
Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar og felur upplýsingafulltrúa eftirfylgni málsins.
7.
Tendrun jólaljósa 2019
Málsnúmer 1902045
Vísað frá menningar- og nýsköpunarnefnd til bæjarráðs tillögu að fyrirkomulagi tendrunar jólaljósa 2019 en nefndin er sammála um að leitað verði eftir samstarfi við leik- og grunnskóla um framkvæmd tendrunar ljósa á jólatrjánum. Nefndin fól fræðslustjóra og upplýsingafulltrúa að útfæra og framkvæma tillöguna.
Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar og felur upplýsingafulltrúa eftirfylgni og innleiðingu hennar í samstarfi með fræðslustjóra.
8.
Ósk um þátttöku í gerð þáttanna Að austan 2019
Málsnúmer 1903154
Bréf N4 þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið komi að kostun þáttanna "Að austan" með sambærilegum stuðningi og verið hefur síðustu ár.
Bæjarráð samþykkir að veitt styrk að fjárhæð 1.000.000 kr. sem er sambærilegur síðasta árs og er þegar ákveðinn í fjárhagsáætlun.
9.
Almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga séu í samræmi vð lög og reglur.
Málsnúmer 1903142
Framlagt bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga frá 18.mars 2019. Óskað er upplýsinga um hvernig sveitarfélagið stendur að eftirliti og framkvæmd með fjárfestingum, samkvæmt gildandi fjárhagsáætlun ársins 2019 ásamt viðaukum.
Vísað til gerðar reglna um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2020 og til úrvinnslu fjármálastjóra.
10.
Kauptilboð II í Nesbakka 19 2 hæð Neskaupstað
Málsnúmer 1903153
Lögð fram tvö kauptilboð frá annars vegar Sigurði Steini Einarssyni og Guðmundi R. Gíslasyni í íbúð á 2.hæð að Nesbakka 19 í Neskaupstað.
Bæjarráð samþykkir að taka hærra kauptilboði frá Sigurði og felur bæjarstjóra frágang og undirritun samninga vegna kaupanna.
11.
Fækkun opinberra starfa í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1903148
Farið yfir þróun stöðugilda hjá Heilbrigðistofnun Austurlands og önnur mál tengri þjónustu stofnunarinnar.
12.
750 Gilsholt 2 - umsókn um lóð
Málsnúmer 1903051
Lögð fram lóðarumsókn Sigmars Arnar Harðarsonar, dagsett 11. mars 2019, þar sem sótt er um lóðina við Gilsholt 2 á Fáskrúðsfirði undir íbúðarhúsnæði. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
13.
Ársreikningur orkusveitarfélaga 2018 til kynningar
Málsnúmer 1903122
Ársreikningur Orkusveitarfélaga 2018 lagður fram til kynningar.
14.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2019
Málsnúmer 1901217
Fundargerð stjórnar sambandsins frá 15.mars 2019, lögð fram til kynningar.
15.
710.mál til umsagnar frumvarp til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð
Málsnúmer 1903151
Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð, 710. mál. Kynnt umsögn um málið.
Bæjarráð samþykkir að veitt verði umsögn um málið og felur atvinnu- og þróunarstjóra vinnslu hennar.
16.
639.mál til umsagnar frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta
Málsnúmer 1903076
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 639. mál. Lögð fram umsögn bæjarritara.
Bæjarráð felur bæjarritara að skila umsögn.
17.
647.mál til umsagnar frumvarp til laga um fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.)
Málsnúmer 1903097
Nefndasvið Alþingis óskar umsagnar um frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir).
Bæjarráð samþykkir að veitt verði umsögn um málið og felur atvinnu- og þróunarstjóra vinnslu hennar.
18.
Endurskoðun samnings um útvistun rekstrar Skíðasvæðisins í Oddsskarði 2019
Málsnúmer 1902144
Fjallað um efni fundargerðar stýrihóps en hún er trúnaðarmál.
19.
Erindisbréf eigna-,skipulags- og umhverfisnefndar
Málsnúmer 1805115
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til bæjarráðs endurskoðuðu erindisbréfi sem hefur verið uppfært með tilliti til skipulagsbreytinga sem bæjarstjórn staðfest1 21. febrúar sl. ásamt leiðréttingu starfsheita frá fyrri breytingum. Nefndin leggur til að við fullnaðarafgreiðslur nefndarinnar verði bætt umfjöllun um grenndarkynningu sbr. 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010 og vegna meðmæla við stofnun lóða samkvæmt 13. gr. jarðalaga nr. 81/2004.
Bæjarráð vísar tillögum nefndarinnar til skoðunar bæjarritara.
20.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 228
Málsnúmer 1903014F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 228 frá 18.mars 2019, lögð fram til umfjöllunar.
21.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 58
Málsnúmer 1903013F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 58 frá 18.mars 2019, lögð fram til umfjöllunar.
22.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 11
Málsnúmer 1902029F
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar, nr. 11 frá 18.mars 2019, lögð fram til umfjöllunar.
23.
Safnanefnd - 7
Málsnúmer 1902009F
Fundargerð safnanefndar, nr. 7 frá 26.febrúar 2019, lögð fram til umfjöllunar.
24.
Safnanefnd - 8
Málsnúmer 1903005F
Fundargerð safnanefndar, nr. 8 frá 12.mars 2019, lögð fram til umfjöllunar.