Fara í efni

Bæjarráð

607. fundur
1. apríl 2019 kl. 10:00 - 12:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2018 TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1903150
Endurskoðandi Fjarðabyggðar gerði grein fyrir vinnu við ársreikning Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2018.
Ársreikningur verður lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn 11. apríl nk.
2.
Ársreikningur Hulduhlíðar 2018
Málsnúmer 1903145
Vísað frá félagsálanefnd til afgreiðslu bæjarráðs ársreikningi Hulduhlíðar fyrir árið 2018. Einnig lögð fram endurskoðunarskýrsla Deloitte um ársreikninginn. Endurskoðandi hefur kynnt ársreikninginn í félagsmálanefnd sem samþykkti ársreikninginn á fundi 26.mars sl.
Bæjarráð vísar ársreikningi til ársreikningagerðar sveitarfélagsins 2018.
3.
Ársreikningur Uppsala 2018
Málsnúmer 1903146
Vísað frá félagmálanefnd til afgreiðslu bæjarráðs ársreikningi Uppsala fyrir árið 2018. Einnig lögð fram endurskoðunarskýrsla Deloitte um ársreikninginn. Endurskoðandi hefur kynnt ársreikninginn í félagsmálanefnd sem samþykkti ársreikning á fundi 26.mars sl.
Bæjarráð vísar ársreikningi til ársreikningagerð sveitarfélagsins 2018.
4.
750 Vantstankur - Umsókn um lóð
Málsnúmer 1903013
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd lóðarumsókn Fjarðabyggðar, dagsett 4. mars 2019, þar sem sótt er um lóð undir vatnstank ofan við byggðina á Fáskrúðsfirði, þar sem bráðabirgðatankur vatnsveitu er nú staðsettur. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt að úthluta lóðinni. Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
5.
Endurheimtur á votlendi
Málsnúmer 1709071
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd staðfestingu á uppfærðri tillögu að endurheimt votlendissvæða á Hólmum og Kollaleiru en hafnarstjórn hefur jafnframt fjallað um tillöguna.
Bæjarráð vísar til fyrri samþykktar sinnar en bæjarstjóra hefur þegar verið falið að ganga frá samningi við Landgræðsluna.
6.
Uppbygging ferðamannastaða í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1804020
Farið yfir stöðu framkvæmda við uppbyggingu ferðamannastaða í Fjarðabyggð en á árinu verður lokið við Söxu, Hólmanes og Geithúsárgil. Framkvæmdir við fólkvanginn á Norðfirði hefjast á árinu.
7.
Hafnarstjórn - 217
Málsnúmer 1903023F
Fundargerð hafnarstjórnar, frá 25.mars 2019, lögð fram til umfjöllunar.
8.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 229
Málsnúmer 1903021F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 229 frá 25.mars 2019, lögð fram til umfjöllunar.
9.
Félagsmálanefnd - 121
Málsnúmer 1903022F
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 121 frá 26.mars 2019, lögð fram til umfjöllunar.