Fara í efni

Bæjarráð

608. fundur
8. apríl 2019 kl. 08:30 - 12:55
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjarvarmaveita Reyðarfjarðar - Varmaendurvinnslukerfi Fjarðaál
Málsnúmer 1902054
Farið yfir stöðu verkefnis og framhald þess ásamt fleiri sameiginlegum málefnum sveitarfélagsins og fyrirtækisins.
2.
Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2018 - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1903150
Trúnaðarmál.
Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2018 lagður fram sem trúnaðarmála ásamt drögum að endurskoðunarskýrslu sem jafnframt er trúnaðarmál.
Bæjarráð vísar ársreikningi fyrir Fjarðabyggð og stofnanir til fyrri umræðu í bæjarstjórn 11. apríl nk. Ársreikningur verður undirritaður á fundi bæjarráðs fimmtudaginn 11. mars fyrir bæjarstjórnarfund.
3.
Heilsuefling 65 ára og eldri í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1802096
Farið yfir verkefni í heilsueflingu eldri aldusrshópa á Íslandi og þjónustu henni tengdri til heilsueflingar, aukinna lífsgæða og bættri nýtingu fjármagns.
Vísað til félagsmálanefndar og íþrótta- og tómstundanefndar til kynningar. Málinu vísað til íþrótta- og tómstundafulltrúa til áframhaldandi vinnslu.
4.
Rekstur málaflokka 2019 TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1904033
Framlagt yfirlit yfir rekstur og framkvæmdir Fjarðabyggðar janúar - febrúar, launakostnað og skatttekjur fyrir janúar - mars 2019. Einnig kynnt yfirlit yfir laun í Fjarðabyggð 2013 - 2018.
5.
Kauptilboð í Sólbakka 11 á Breiðdalsvík
Málsnúmer 1903006
Framlagt kauptilboð í fasteignina Sólbakka 11 í Breiðdal að upphæð 7,4 m.kr. Bæjarráð samþykkir kauptilboð og felur fjármálastjóra afgreiðslu málsins.
6.
Samningur um rekstur tjaldsvæða í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1803041
Vísað frá fundi bæjarráðs til frekari umræðu samningi um rekstur tjaldsvæðanna í Fjarðabyggð til fimm ára. Bæjarráð felur bæjarstjóra að bæta við ákvæðum í samning er varðar skyldur leigutaka á tjaldsvæðum.
Bæjarráð samþykkir samningi með framkomnum breytingum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
7.
Eignir Eskju við Strandgötu - Trúnaðarmál
Málsnúmer 1811177
Framlagt minnisblað bæjarstjóra um skipulag miðbæjarins á Eskifirði auk ástandsskýrslu Strandgötu 39, sem unnin var fyrir Eskju. Jafnframt lögð fram til upplýsinga kynning Kömmu Daggar Gísladóttur frá því í maí 2016 og hugmyndavinna nema við Haskóla Íslands frá því í desember 2015, um framtíð og skipulag safnastarfs á Eskifirði. Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að annast samningaviðræður við Eskju á grundvelli minnisblaðs bæjarstjóra. Endanlegu samkomulagi vísað til samþykktar í bæjarstjórn.
8.
Sumarnámskeið 2019
Málsnúmer 1903029
Framlagt minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa um fyrirkomulag sumarnámskeiða á Reyðarfirði árið 2019 en lagt er til að hafið verði tilraunaverkefni þar sem sveitarfélagið annist sumarnámskeið fyrir börn í júní, hluta úr degi, samfellt í fimm vikur. Bæjarráð samþykkir tillögur í minnisblaði og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að innleiða verkefnið.
Vísað til íþrótta- og tómstundanefndar til kynningar.
9.
Aðalfundur Sparisjóðs Austurlands hf - 12.apríl 2019
Málsnúmer 1904011
Framlagt aðalfundarboð Sparisjóðs Austurlands sem haldinn verður föstudaginn 12. apríl kl. 16:00 í Safnahúsinu í Neskaupstað.
Bæjarráð felur Karli Óttari Péturssyni bæjarstjóra að sækja fundinn f.h. Fjarðabyggðar, með fullt og ótakmarkað umboð.
10.
Nefndaskipan Framsóknarflokks 2018-2022
Málsnúmer 1904039
Þuríður Lillý Sigurðardóttir tekur sæti aðalmanns í fræðslunefnd í stað Aðalbjargar Guðbrandsdóttur. Eydís Ósk Heimisdóttir tekur sæti varamanns í nefndinni.
11.
Gjaldfrjálsar samgöngur ungmenna að 18 ára aldri
Málsnúmer 1903031
Lagt fram minnisblað SvAust er varðar gjaldfrjálsar samgöngur ungmenna að 18 ára aldri. Bæjarráð samþykkir að almenningsamgöngur verði gjaldfrjálsar fyrir ungmenni að 18 ára aldri innan Fjarðabyggðar eins og áður hefur verið fjallað um. Fjármálastjóra falið að útbúa viðauka vegna málsins en kostnaður nemur 500.000 kr. fram til 1.september 2019. Máli vísað til upplýsinga í ungmennaráði.
12.
Fræðslunefnd - 68
Málsnúmer 1904001F
Fundargerð fræðslunefndar nr. 68 frá 4.apríl 2019, lögð fram til umfjöllunar.
13.
Barnaverndarfundargerðir 2019
Málsnúmer 1902124
Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 98 frá 1.apríl 2019, lögð fram til umfjöllunar.