Fara í efni

Bæjarráð

610. fundur
15. apríl 2019 kl. 08:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Ragnar Sigurðsson varamaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Stjórnsýsluskoðun Fjarðabyggðar 2018
Málsnúmer 1902046
Framlögð skýrsla KPMG vegna stjórnsýsluskoðunar 2018. Um er að ræða minniháttar ábendingar.
Bæjarstjóra falið að fylgja eftir ábendingum með sviðsstjórum.
2.
Reglur um garðslátt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega
Málsnúmer 1806144
Vísað frá félagsmálanefnd til afgreiðslu bæjarráðs endurbættum drögum að reglum um garðslátt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega þar sem athugasemdir nefndar frá síðasta fundi eru teknar til greina.
Bæjarráð samþykkir reglurnar með breytingum og vísar þeim kynningar í félagsmálanefnd og eigna- skipulags- og umhverfisnefndar og til staðfestingar bæjarstjórnar. Jafnframt vísar bæjarráð til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar gerð gjaldskrár fyrir þjónustu.
3.
Reglur um snjómokstur fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega
Málsnúmer 1904081
Vísað frá félagsmálanefnd til afgreiðslu bæjarráðs endurbættum drögum að reglum um snjómokstur fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega þar sem athugasemdir nefndar frá síðasta fundi eru teknar til greina.
Bæjarráð samþykkir reglurnar með breytingum og vísar þeim kynningar í félagsmálanefnd og eigna- skipulags- og umhverfisnefndar og til staðfestingar bæjarstjórnar. Jafnframt vísar bæjarráð til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar gerð gjaldskrár fyrir þjónustu.
4.
735 Leirukrókur 4 - umsókn um lóð
Málsnúmer 1904020
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til staðfestingar bæjarráðs lóðarumsókn Fjarðabyggðar, dagsett 2. apríl 2019, þar sem sótt er um lóðina við Leirukrók 4 á Eskifirði undir móttökustöð á sorpi.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.
5.
Reglur um kjör kjörinna fulltrúa
Málsnúmer 1806177
Lögð er til endurskoðun á reglum um kjör kjörinna fulltrúa hjá Fjarðabyggð þar sem bætt er við reglurnar heimild til greiðslu nefndarlauna til kjörinna fulltrúa sveitarfélagsins í öldungaráði.
Bæjarrá samþykkir endurskoðaðar reglur og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
6.
Ljósleiðaravæðing 2019 - umsóknir
Málsnúmer 1811036
Framlagt sem trúnaðarmál minnisblað um ljósleiðaraverkefni Fjarðabyggðar á árinu 2019.
Máli vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til kynningar. Bæjarráð samþykkir að boðin verði út lagning ljósleiðara þar sem tengdir verði 32 tengistaðir í Norðfjarðarsveit og í botni Eskifjarðar ásamt reksturs ljósleiðarakerfisins. Jafnframt að hafinn verði undirbúningur að útboði sölu og reksturs ljósleiðarakerfis í Breiðdal.
7.
Samvinna um framtíðaruppbyggingu seiðaeldis í landi Flateyrar í Reyðarfirði
Málsnúmer 1904068
Framlagt erindi Laxa frá 8. apríl er varðar samvinnu um framtíðaruppbyggingu seiðaeldis í landi Flateyrar í Reyðarfirði.
Bæjarráð samþykkir að hefja viðræður við Laxa hf. og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram með atvinnu- og þróunarstjóra.
8.
Almenningssamgöngur í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1904072
Framlagt minnisblað bæjarstjóra um stofnun starfshóps um almenningssamgöngur í Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og skipar starfshóp um verkefnið. Starfshópinn skipi Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri, Gunnar Jónsson bæjarritari, Þórður Vilberg Guðmundsson upplýsingafulltrúi, Valgeir Ægir Ingólfsson atvinnu- og þróunarstjóri auk Eydísar Ásbjörnsdóttur formanns bæjarráðs og Pálínu Margeirsdóttur formanns íþrótta- og tómstundanefndar.
9.
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um samanburð sýslumannsembætta
Málsnúmer 1902214
Framlögð til kynningar skýrsla Ríkisendurskoðunar um samanburð milli embætta sýslumanna.
10.
784.mál til umsagnar frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (stjórnvaldssektir og eftirlit með gististarfsemi)
Málsnúmer 1904091
Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (stjórnvaldssektir og eftirlit með gististarfsemi), 784. mál. Umsagnarfrestur er til 2. maí nk.
Vísað til umfjöllunar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd. Sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs falið að yfirfara frumvarpið og skila umsögn ef þurfa þykir.
11.
Fundarboð Stapa miðvikudaginn 8.maí nk.
Málsnúmer 1904062
Framlagt boð á ársfundur Lífeyrissjóðsins Stapa verður haldinn miðvikudaginn 8. maí kl. 14:00 á Akureyri.
12.
Fundagerðir stjórnar SSA 2019
Málsnúmer 1903047
Fundargerð 10.fundar stjórnar SSA frá 12.mars 2019, lögð fram til kynningar.
13.
Aðalfundur SSA 7.maí 2019
Málsnúmer 1904047
Boðað er til að aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 7. maí 2019 kl 10:00. á Egilsstöðum.
Fulltrúar Fjarðabyggðar sækja fundinn í samræmi við kjör þeirra.
14.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 59
Málsnúmer 1904005F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 59 frá 9.apríl 2019, lögð fram til umfjöllunar.
15.
Landbúnaðarnefnd - 22
Málsnúmer 1903024F
Fundargerð landbúnaðarnefndar, nr. 22 frá 4.apríl 2019, lögð fram til umfjöllunar.
16.
Öldungaráð - 1
Málsnúmer 1903006F
Fundargerð öldungaráðs nr. 1 frá 9.apríl 2019, lögð fram til umfjöllunar.