Bæjarráð
615. fundur
20. maí 2019
kl.
08:30
-
10:15
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Erindi frá starfsmönnum Sýslumannins á Austurlandi
Lögð fram samantekt sýslumannsins á Norðurlandi eystra um áhrif skrertra fjárveitinga á embætti sýslumanna eftir sameiningu árið 2015. Bæjarráð ítrekar fyrri bókun sína og harmar þá stöðu sem komin er upp við embætti sýslumannsins á Austurlandi. Ekki verður við unað að þjónusta á jafn dreifbýlu svæði og Austurland er verði skert. Bæjarstjóra falið að óska eftir fundi með dómsmálaráðherra.
2.
Umsókn um lán frá Ofanflóðasjóði 2019
Lögð fram drög að umsókn um lán úr Ofanflóðasjóði vegna framkvæmda á árinu 2018. Lántakan er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins. Bæjarráð samþykkir lántöku og felur fjármálastjóra afgreiðslu málsins.
3.
Kostnaður vegna fjölskylduráðgjafar
Lagt fram sem trúnaðarmál minnisblað félagsmálastjóra um kostnað við barnaverndarmál á árinu 2018 og 2019. Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara nánar yfir málið með félagsmálastjóra.
4.
Fjárhagsleg áhrif loðnubrests
Lögð fram bókun sem samþykkt var á 52. stjórnarfundi Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga um heildaráhrif loðnubrests á afkomu sveitarfélaga. Jafnframt óska samtökin eftir að þeim berist upplýsingar frá Sveitarfélaginu Hornafirði, Fjarðabyggð, Vestmannaeyjabæ og Vopnfjarðarhreppi, um áhrif loðnubrests 2019, s.s. á afkomu hvers sveitarfélags og rekstur. Upplýsingarnar verða notaðar í samantekt Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga á heildaráhrifum aflabrestsins á sveitarfélögin. Stjórn Samtaka sjávarútvegsveitarfélaga telur mikilvægt að unnin verði samantekt á heildaráhrifum loðnubrests 2019 og að niðurstöður hennar verði kynntar á fundi stjórnar þar sem bæjarstjórum þeirra sveitarfélaga sem um ræðir verði boðið einnig. Í framhaldinu muni stjórnin síðan álykta um með hvaða hætti ríkisvaldið gæti/ætti að bregðast við komi slíkar aðstæður upp, hvort heldur er varðandi loðnu eða aðra veiðistofna.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að svara erindinu og senda þau gögn sem óskað er eftir. Bæjarráð bendir á að Langanesbyggð verði höfð með í þeirri samantekt sem um ræðir.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að svara erindinu og senda þau gögn sem óskað er eftir. Bæjarráð bendir á að Langanesbyggð verði höfð með í þeirri samantekt sem um ræðir.
5.
Viðtalstímar bæjarfulltrúa 2019
Bæjarráð er sammála um að auglýsa viðtalstíma bæjarfulltrúa sem hér segir:
Norðfjörður mánudagur 27.maí kl. 17:00 - 19:00 í Egilsbúð.
Eskifjörður mánudagur 27.maí kl. 20:00 - 22:00 í Eskifjarðarskóla.
Reyðarfjörður þriðjudagur 28.maí kl. 12:00 - 14:00 á bæjarskrifstofunni.
Fáskrúðsfjörður þriðjudagur 28.maí kl. 17:00 - 19:00 í Skólamiðstöðinni.
Stöðvarfjörður mánudagur 3.júní kl. 17:00 - 19:00 í grunnskólanum.
Breiðdalur mánudagur 3.júní kl. 20:00 - 22:00 í grunnskólanum.
Bæjarráðsfundur verður haldinn í Mjóafirði að morgni mánudagsins 3.júní og viðtalstími í framhaldi af þeim fundi.
Norðfjörður mánudagur 27.maí kl. 17:00 - 19:00 í Egilsbúð.
Eskifjörður mánudagur 27.maí kl. 20:00 - 22:00 í Eskifjarðarskóla.
Reyðarfjörður þriðjudagur 28.maí kl. 12:00 - 14:00 á bæjarskrifstofunni.
Fáskrúðsfjörður þriðjudagur 28.maí kl. 17:00 - 19:00 í Skólamiðstöðinni.
Stöðvarfjörður mánudagur 3.júní kl. 17:00 - 19:00 í grunnskólanum.
Breiðdalur mánudagur 3.júní kl. 20:00 - 22:00 í grunnskólanum.
Bæjarráðsfundur verður haldinn í Mjóafirði að morgni mánudagsins 3.júní og viðtalstími í framhaldi af þeim fundi.
6.
Stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð
Drög að endurskoðaðri fræðslu- og frístundastefnu lögð fram til kynningar í bæjarráði. Starfshópur um endurskoðun stefnunnar hefur haldið fimm fundi og um 500 íbúar hafa tekið þátt í hugmyndavinnu í tengslum við endurskoðun stefnunnar. Unnið er að því að móta áherslur til næstu þriggja ára, 2020 - 2022, auk þess sem kostnaðaráætlun verður lögð fram á næstunni.
7.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 60
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 60 frá 14.maí 2019, lögð fram til umfjöllunar.
8.
Hafnarstjórn - 221
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 221 frá 13.maí 2019, lögð fram til umfjöllunar.
9.
Barnaverndarfundargerðir 2019
Fundargerð barnaverndarnefndar, nr. 101 frá 13.maí 2019, lögð fram til umfjöllunar.