Bæjarráð
616. fundur
27. maí 2019
kl.
08:30
-
11:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Trjákurl til húshitunar
Kynntar frumhugmyndir um kyndistöð er nýtir trjákurl til húshitunar.
Bæjarráð þakkar kynninguna og felur bæjarstjóra að halda utanum málið áfram. Jafnframt er kynningu vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Bæjarráð þakkar kynninguna og felur bæjarstjóra að halda utanum málið áfram. Jafnframt er kynningu vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
2.
Aðild að rammasamningi um raforkukaup
Ríkiskaup fyrirhugar rammasamningsúboð raforkukaupa. Fjarðabyggð er boðin aðild að útboðinu.
Fjarðabyggð er bæði orkusali og orkukaupandi og tekur því ekki þátt í útboðinu.
Fjarðabyggð er bæði orkusali og orkukaupandi og tekur því ekki þátt í útboðinu.
3.
Húsnæðisstefna Fjarðabyggðar 2019
Framlögð drög að húsnæðisstefnu og áætlun Fjarðabyggðar 2019 - 2022. Drögin eru uppfærð stefna er gilti árin 2017 - 2021 og eru uppfærð í samræmi við nýja reglugerð um húnæðisáætlanir sveitarfélaga. Bæjarráð ákvað í máli nr. 1902006 14. febrúar 2019 að fela fjármálastjóra að uppfærslu á áætluninni. Sjálf stefnan er óbreytt frá fyrri stefnu í þessum drögum.
Bæjarráð vísar stefnunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar stefnunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
4.
Velferð barna - Unicef á íslandi
UNICEF á Íslandi hvetur öll sveitarfélög til að setja sér heildstætt og samræmt verklag, ef upp kemur grunur um ofbeldi og vanrækslu hjá stofnunum sem starfa með börnum.
Bæjarráð tekur vel í erindið og vísar því til skoðunar hjá fræðslustjóra og félagsmálastjóra. Jafnframt er erindi vísað til kynningar í fræðslunefnd, félagsmálanefnd, barnaverndarnefnd, og íþrótta- og tómstundanefnd.
Bæjarráð tekur vel í erindið og vísar því til skoðunar hjá fræðslustjóra og félagsmálastjóra. Jafnframt er erindi vísað til kynningar í fræðslunefnd, félagsmálanefnd, barnaverndarnefnd, og íþrótta- og tómstundanefnd.
5.
Sumarlokun bæjarskrifstofu
Lagt er til að bæjarskrifstofa Fjarðabyggðar verði lokuð í tvær vikur í sumar með sama hætti og undanfarin ár, þ.e. viku fyrir og viku eftir verslunarmannahelgi.
Bæjarráð samþykkir tilhögun lokunar.
Bæjarráð samþykkir tilhögun lokunar.
6.
Beiðni um afhendingu á jafréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun
Vísað frá félagsmálanefnd til afgreiðslu bæjarráðs minnisblaði félagsmálastjóra um tillögu að endurskoðaðun framkvæmdaáætlunar jafnréttisstefnu Fjarðabyggðar. Jafnréttisstofa telur að framkvæmdaáætlunin uppfylli ekki kröfur jafnréttislaga nr. 10/2008 um skilgreiningu ábyrgðar og tímamarka. Nefndin fól félagsmálastjóra á fundi 7. maí sl. að gera endurbætur á áætluninni.
Bæjarráð vísar áætluninni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar áætluninni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
7.
750 Stekkholt 12 - umsókn um lóð
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs að nýju lóðarumsókn Paulius Naucius, dagsett 9. maí 2019, þar sem sótt er um lóðina við Stekkholt 12 á Fáskrúðsfirði undir íbúðarhúsnæði. Grenndarkynningu er lokið með samþykki nágranna.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
8.
Kauptilboð í Bleiksárhlíð 2-4, 5herb. 217-0062
Framlagt tilboð og samþykkt gagntilboð í 5 herbergja íbúð á 2. hæð að Bleiksárhlíð 2-4 á Eskifirði.
Bæjarráð samþykkir sölu eignarinnar sbr. samþykkt gagntilboð og felur bæjarstjóra að undirrita gögn vegna sölunnar.
Bæjarráð samþykkir sölu eignarinnar sbr. samþykkt gagntilboð og felur bæjarstjóra að undirrita gögn vegna sölunnar.
9.
Hús frístunda
Farið yfir stöðu verkefnisins Hús Frístundanna. Framkvæmdir við endurbætur í húsnæðinu kynntar ásamt kostnaðaráætlun. Jafnframt farið yfir fyrirkomulag rekstrar í húsinu þegar starfsemi er hafin, fyrirkomulag á mönnunar starfseminnar og fjölda stöðugilda.
Málið tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
Málið tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
10.
Aðstaða fyrir Hraustur og karate í Neskaupstað
Framlögð beiðni frá Karatedeild Þróttar og Hraustur ehf. um að fá til afnota Fjallasalinn í Egilsbúð undir starfsemi sína.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa ásamt verkefnastjóra framkvæmdasviðs falið að ræða við bréfritara.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa ásamt verkefnastjóra framkvæmdasviðs falið að ræða við bréfritara.
11.
Málefni Slökkviliðs Fjarðabyggðar
Lagt fram erindi, merkt trúnaðarmál frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna er varðar starfsmannamál hjá Slökkviliði Fjarðabyggðar.
Málefni er þegar í vinnslu og vísar bæjarráð erindi til þeirrar vinnu hjá bæjarstjóra.
Málefni er þegar í vinnslu og vísar bæjarráð erindi til þeirrar vinnu hjá bæjarstjóra.
12.
Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmið um sjálfbæar þróun og loftslagsmál
Boðað er til stofnfundar samstarfsvettvangs sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmið um sjálfbæra þróun og loftslagsmál. Stofnfundurinn verður haldinn 19.júní nk. kl. 13:00 til 14:30 í Reykjavík.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að mæta á fundinn fyrir hönd Fjarðabyggðar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að mæta á fundinn fyrir hönd Fjarðabyggðar.
13.
Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019
Breyting á áður auglýstum byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2019 vegna Stöðvarfjarðar. Engar umsóknir bárust og því þarf að auglýsa að nýju þar sem tímafrestur er útrunninn.
Bæjarráð samþykkir að fela atvinnu- og þróunarstjóra að vinna að og ljúka við nýja auglýsingu og setja í birtingu.
Bæjarráð samþykkir að fela atvinnu- og þróunarstjóra að vinna að og ljúka við nýja auglýsingu og setja í birtingu.
14.
Umgengnis- og umhverfismál
Bæjarráð Fjarðabyggðar felur bæjarstjóra, sviðsstjóra framkvæmdasviðs og eftir atvikum eigna- skipulags- og umhverfisnefnd að fara yfir bifreiða- og tækjakost sveitarfélagsins með hagræði og notkun í huga. Horfa skal sérstaklega á vistvænari farartæki, ef kostur er, við endurnýjun og losa út eyðslufrekar bifreiðar og tæki. Þá jafnframt skal skilgreina kröfur sveitarfélagsins til verktaka sem fyrir það vinna hvað varðar búnað tækja þeirra, tryggingar, umgengni og aðra samfélagslega ábyrgð. Þá skal horft til gerðar umhverfisstefnu Fjarðabyggðar við útfærslu þessa.
15.
Félagsmálanefnd - 123
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 123 frá 20.maí 2019, lögð fram til umfjöllunar.
16.
Framkvæmdaráð hjúkrunarheimilanna - 11
Fundargerð framkvæmdaráðs hjúkrunarheimilanna, nr. 11 frá 20.maí 2019, lögð fram til umfjöllunar.
16.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 234
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 234 frá 20.maí 2019, lögð fram til umfjöllunar.