Fara í efni

Bæjarráð

617. fundur
3. júní 2019 kl. 09:15 - 11:00
Sólbrekku í Mjóafirði
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Hús frístunda
Málsnúmer 1901070
Framhald umræðu frá síðasta fundi bæjarráðs. Farið yfir stöðu verkefnisins Hús Frístundanna. Framkvæmdir við endurbætur í húsnæðinu kynntar ásamt kostnaðaráætlun. Jafnframt farið yfir fyrirkomulag rekstrar í húsinu þegar starfsemi er hafin, fyrirkomulag á mönnunar starfseminnar og fjölda stöðugilda.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar að vinna frekar með hópnum og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
2.
Bygging vatnsgeymis á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 1904120
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs tilboði í byggingu vatnsgeymis á Fáskrúðsfirði. Eitt tilboð barst í verkið frá MVA Egilsstöðum og var það upp á krónur 91.730.097 kostnaðaráætlun er 97.222.222 og er tilboðið því 93% af kostnaðaráætlun.
Bæjarráð samþykkir að tilboðinu verði tekið og felur bæjarstjóra undirritun verksamnings. Jafnframt er vísað til fjármálastjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs að leggja fram endurskoðað framkvæmdaáætlun sem tekur tillit til breytinga vegna byggingu tanksins og viðauka við fjárhagsáætlun. Vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
3.
Ljósleiðaralagning Eskifirði og Neskaupstað 2019 - útboð
Málsnúmer 1905165
Lagðar fram niðurstöður útboðs til lagningu ljósleiðara um botn Eskifjarðar og Norðfjarðarsveitar. Tveir aðilar buðu í verkið. Lægstbjóðandi er Míla og talið mjög raunhæft og því er lagt til að farið verði í viðræður við Mílu um framkvæmdina.
Bæjarráð samþykkir að tilboðinu sé tekið og felur bæjarstjóra undirritun verksamnings. Sviðsstjóra framkvæmdasviðs falið að yfirfara kostnað ljósleiðaralagningar á árinu 2019 í samráði við fjármálastjóra og leggja fyrir bæjarráð. Vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
4.
Ofanflóðavarnir Urðarbotn og Sniðgil - Neskaupstað
Málsnúmer 1810024
Framlagt bréf frá Framkvæmdasýslu ríkisins er varðar tillögu að töku tilboðs - Snjóflóðavarnir í Neskaupstað, Urðarbotn og Sniðgil varnargarðar og keilur. Tvö tilboð bárust.
Lagt er til að tilboði lægstbjóðanda, Héraðsverki ehf. verði tekið en lægstbjóðanda uppfyllir allar kröfur útboðs.
Bæjarráð tekur undir álit Framkvæmdasýslunnar um að tilboði Héraðsverks ehf. verði tekið. Bæjarstjóra falin undirritun verksamnings fyrir hönd Fjarðabyggðar. Vísað til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
5.
Innkaupareglur Fjarðabyggðar 2019
Málsnúmer 1905126
Framlögð drög að innkaupastefnu ásamt uppfærðum innkaupareglum Fjarðabyggðar. Reglurnar er uppfærsla á eldri innkaupareglum Fjarðabyggðar en eru ekki efnislegar breytingar á innkaupareglum nema til að samræma þær við breytingar og frekari gildistöku laga um opinber innkaup gagnvart sveitarfélögum.
Bæjarráð vísar innkaupastefnu ásamt innkaupareglum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
6.
Eignir Eskju við Strandgötu
Málsnúmer 1811177
Lagður fram kaupsamningur við Eskju hf. um kaup og niðurrif á fasteignunum Strandgata 38, 38A, 40 og 42 á Eskifirði.
Bæjarráð samþykkir kaupsamning og felur bæjarstjóra að undirrita þar til bær gögn vegna kaupanna. Jafnframt felur bæjarráð eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd að hefja endurskoðun á aðalskipulagi og deiliskipulagi miðbæjar á Eskifirði m.t.t. þessara breytinga.
7.
Skipti á Bleiksárhlíð 56 og Strandgötu 39
Málsnúmer 1905124
Lagðir fram kaupsamningar og afsal vegna makaskipt á eignunum Bleiksárhlíð 56 og Strandgata 39 á Eskifirði.
Bæjarráð samþykkir makaskiptin og felur bæjarstjóra undirritun gagna sem tengjast þeim.
8.
Grænbók um stefnu í málefnum sveitarfélaga birt í samráðsgátt
Málsnúmer 1905008
Frá fyrri fundi bæjarráðs en forstöðumanni stjórnsýslu var falið að yfirfara grænbókina. Umsagnarfrestur um grænbók í málefnum sveitarfélaga, hefur verið framlengdur til 11.júní.
Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkir að huga þurfi vel að ákvörðun lágmarksstærðar sveitarfélaga hvað varðar íbúafjölda. Þá verði sérstaklega hugað að hlutverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og skiptingu framlaga til sveitarfélaga. Bæjarritara falið að veita umsögn vegna þessara atriða.
9.
Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2019
Málsnúmer 1902127
Framlagðar til kynningar tvær fundargerðir stjórnar Náttúrstofu Austurlands frá 3.janúar og 28.mars 2109.
10.
Fræðslunefnd - 70
Málsnúmer 1905026F
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 70 frá 28.maí 2019, lögð fram til umfjöllunar.
11.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 13
Málsnúmer 1905021F
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar, nr. 13 frá 27.maí 2019, lögð fram til umfjöllunar.
12.
Hafnarstjórn - 222
Málsnúmer 1905027F
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 222 frá 27.maí 2019, lögð fram til umfjöllunar.
13.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 61
Málsnúmer 1905019F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 61 frá 28.maí 2019, lögð fram til umfjöllunar.
14.
Safnanefnd - 9
Málsnúmer 1904030F
Framlögð fundargerð safnanefndar frá 2. maí sl. til umfjöllunar.