Bæjarráð
619. fundur
11. júní 2019
kl.
09:00
-
11:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun 2019 - viðauki 3
Framlagður viðauki í samræmi við samþykktir bæjarráðs um fasteignaviðskipti og uppkaup eigna við Eskju hf. og byggingu nýs vatnstanks á Fáskrúðsfirði, ásamt öðrum leiðréttingum á fjárfestingaráætlun Fjarðabyggðar 2019 m.a. vegna byggingu vatnstanks á Fáskrúðsfirði. Bæjarráð vísar viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2019 til endanlegrar staðfestingar bæjarstjórnar.
2.
Reglur um fjárhagsaðstoð 2019
Vísað frá félagsmálanefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð. Framlagðar eru uppfærðar reglur um fjárhagsaðstoð til samþykktar í bæjarráði.
Bæjarráð vísar reglum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð vísar reglum til staðfestingar í bæjarstjórn.
3.
750 Gilsholt 6-16 - Umsókn um lóð
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn Hrafnshóls ehf, dagsett 31. maí 2019, þar sem sótt er um lóðirnar við Gilsholt 6-16 á Fáskrúðsfirði undir 480 fm og 1200 rm raðhús.
Nefndin vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu og ákvörðunar varðandi afslátt á gatnagerðargjöldum.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni. Umsókn falli undir heimild 12. gr. gjaldskrár Fjarðabyggðar um gatnagerðargjöld.
Nefndin vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu og ákvörðunar varðandi afslátt á gatnagerðargjöldum.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni. Umsókn falli undir heimild 12. gr. gjaldskrár Fjarðabyggðar um gatnagerðargjöld.
4.
730 Búðarmeður 6 a-e - Umsókn um lóð
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn Hrafnshóls ehf, dagsett 31. maí 2019, þar sem sótt er um lóðirnar við Búðamel 6 a til 6 e á Reyðarfirði undir 425 fm og 1063 rm raðhús. Nefndin vísar umsókninni til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
5.
Nefndaskipan Framsóknarflokks 2018-2022
Framlagður tölvupóstur Huldu Sigrúnar Guðmundsdóttur þar sem hún segir sig frá störfum sem kjörinn fulltrúi vegna flutnings úr sveitarfélaginu.
Bæjarráð þakkar Huldu fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar.
Bæjarráð þakkar Huldu fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar.
6.
Viðtalstímar bæjarfulltrúa 2019
Lagðir fram á fundinum minnispunktar frá viðtalstímum bæjarfulltrúa.
Vísað til bæjarstjóra til frekari vinnslu með sviðsstjórum sveitarfélagsins.
Vísað til bæjarstjóra til frekari vinnslu með sviðsstjórum sveitarfélagsins.
7.
Erindisbréf eigna-,skipulags- og umhverfisnefndar
Framlagt endurskoðað erindisbréf eigna-, skipulags og umhverfisnefndar sem hefur verið uppfært með tilliti til skipulagsbreytinga sem bæjarstjórn staðfest1 21. febrúar sl. ásamt leiðréttingu starfsheita frá fyrri breytingum.
Vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
8.
Vinarbæjartengsl við Póland
Bréf frá bæjarstjóra Uztrzyki Dolne en í bréfinu er verið að kanna vilja til vinabæjarsamstarfs við bæinn.
Bæjarráð þakkar ánægjulegt erindi en hefur ekki tök á að stofna til vinabæjarsamskipta á þessum tímapunkti umfram þau sem þegar eru.
Bæjarráð þakkar ánægjulegt erindi en hefur ekki tök á að stofna til vinabæjarsamskipta á þessum tímapunkti umfram þau sem þegar eru.
9.
Áheitagangan - Enn gerum við gagn
Framlagt erindi JASPIS, Félags eldri borgara á Stöðvarfirði. Óskað er eftir framlagi til áheitagöngu, "Enn gerum við gagn". en áheiti renna til styrktar Krabbameinsfélags Austfjarða.
Bæjarráð samþykkir að veita 100.000 kr. styrk til áheitagöngunnar. Tekið af liðnum óráðstafað 21690. Bæjarstjóri er verndari átaksins.
Bæjarráð samþykkir að veita 100.000 kr. styrk til áheitagöngunnar. Tekið af liðnum óráðstafað 21690. Bæjarstjóri er verndari átaksins.
10.
Snemmtæk íhlutun í leikskólum
Vísað frá fræðslunefnd. Í maí var undirritaður samstarfssamningur um snemmtæka íhlutun og læsi í leikskóla. Verkefnið er í samræmi við læsisstefnu Fjarðabyggðar.
Verkefnið fór af stað með námskeiði sem haldið var 15. maí. Föstudaginn 23.ágúst verður haldið námskeið fyrir alla starfsmenn leikskólanna, en það kallar á breytingar á skóladagatölum skólanna.
Fræðslunefnd hefur samþykkt breytingu á skóladagatölum skólanna, þannig að hálfur skipulagsdagur bætist við í öllum leikskólum Fjarðabyggðar. Skipulagsdagar á skólaárinu verða þá fimm og hálfur dagur í stað fimm.
Bæjarráð samþykkir breytingu á skóladagatali leikskólanna.
Verkefnið fór af stað með námskeiði sem haldið var 15. maí. Föstudaginn 23.ágúst verður haldið námskeið fyrir alla starfsmenn leikskólanna, en það kallar á breytingar á skóladagatölum skólanna.
Fræðslunefnd hefur samþykkt breytingu á skóladagatölum skólanna, þannig að hálfur skipulagsdagur bætist við í öllum leikskólum Fjarðabyggðar. Skipulagsdagar á skólaárinu verða þá fimm og hálfur dagur í stað fimm.
Bæjarráð samþykkir breytingu á skóladagatali leikskólanna.
11.
Undirskriftarlisti vegna framkvæmda við stækkun húsnæðis leikskólans Dalborgar
Framlagt bréf Foreldrafélags Leikskólans Dalborgar á Eskifirði frá 11.mars sl. auk undirskriftarlista íbúa á Eskfirði, er varðar viðbyggingu við leikskólann.
Bæjarráð hefur móttekið erindi og þakkar það. Erindi er vísað til kynningar í fræðslunefnd og eigna- skipulags- og umhverfisnefnd. Erindi jafnframt vísað til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2020.
Bæjarráð hefur móttekið erindi og þakkar það. Erindi er vísað til kynningar í fræðslunefnd og eigna- skipulags- og umhverfisnefnd. Erindi jafnframt vísað til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2020.
12.
Dalatangi - jarðamál
Fjallað um jarðamál Dalatangajarðarinnar.
Bæjarstjóra falið að rita Ríkiseignum bréf og óska eftir viðræðum um málið.
Bæjarstjóra falið að rita Ríkiseignum bréf og óska eftir viðræðum um málið.
13.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2019
Fundargerð 871. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29.maí 2019, lögð fram til kynningar.
14.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 235
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 235 frá 4.júní 2019, lögð fram til umfjöllunar.
15.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 62
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 62 frá 4.júní 2019, lögð fram til umfjöllunar.
16.
Fræðslunefnd - 71
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 71 frá 5.júní 2019, lögð fram til umfjöllunar.
17.
Barnaverndarfundargerðir 2019
Fundargerð barnaverndarnefndar, nr. 102 frá 3.júní 2019, lögð fram til umfjöllunar.