Bæjarráð
621. fundur
24. júní 2019
kl.
08:30
-
11:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Samningur við Salthúsmarkað um rekstur handverksmarkaðar á Stöðvarfirði
Framlagður endurnýjaður samningur við Salthúsmarkaðinn Stöðvarfirði um rekstur þjónustumiðstöðvar lagður fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir samning og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Bæjarráð samþykkir samning og felur bæjarstjóra undirritun hans.
2.
Gjafasjóðir Hildar Eiríksdóttur og Jón Einars Einarssonar
Greinargerð fjármálastjóra lögð fram um tvo gjafasjóði sem voru í vörslu Breiðdalshrepps og ráðstöfun þeirra.
Bæjarráð samþykkir að gjafasjóðirnir verði nýttir í þágu dagvistar aldraðra í Breiðdal en þeir voru gefnir með því fororði að þeir nýttust til þjónustu við aldraða í Breiðdal. Gjafasjóður Hildar Eiríksdóttur verði nýttur til endurnýjunar á bifreið sem þjónustar dagvistina í Breiðdal. Gjafasjóður Jóns E. Einarssonar verði nýttur til uppbyggingar nýrrar dagvistar fyrir aldraða í Breiðdal.
Bæjarráð vísar tillögu sinni til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir að gjafasjóðirnir verði nýttir í þágu dagvistar aldraðra í Breiðdal en þeir voru gefnir með því fororði að þeir nýttust til þjónustu við aldraða í Breiðdal. Gjafasjóður Hildar Eiríksdóttur verði nýttur til endurnýjunar á bifreið sem þjónustar dagvistina í Breiðdal. Gjafasjóður Jóns E. Einarssonar verði nýttur til uppbyggingar nýrrar dagvistar fyrir aldraða í Breiðdal.
Bæjarráð vísar tillögu sinni til staðfestingar bæjarstjórnar.
3.
Stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð
Vísað frá fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd til afgreiðslu bæjarráðs, fræðslu- og frístundastefnu sem gert er ráð fyrir að gildi til næstu þriggja ára. Íþrótta- og tómstundafulltrúi og fræðslustjóri unnu með starfshóp sem hélt sex fundi og fékk sérfræðinga að vinnunni.
Bæjarráð samþykkir stefnuna ásamt áherslum með lítilsháttar breytingum og vísar hvorutveggja til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir stefnuna ásamt áherslum með lítilsháttar breytingum og vísar hvorutveggja til afgreiðslu bæjarstjórnar.
4.
Heiti á torgi við Stekkjargötu og Hólsgötu í Neskaupstað
Kvenfélagið Nanna leggur til að torg á horni Stekkjargötu og Hólsgötu í Lagt fram erindi Kvenfélagsins Nönnu sem leggur til að torg á horni Stekkjargötu og Hólsgötu í Neskaupstað, verði nefnt Önnutorg til heiðurs Önnu S. Jónsdóttur sem sat fyrst kvenna í bæjarstjórn Neskaupstaðar 1950 til 1954.
Bæjarráð tekur vel í erindið og vísar því til eigna-,skipulags- og umhverfisnefndar og til kynningar í menningar- og nýsköpunarnefnd.
Bæjarráð tekur vel í erindið og vísar því til eigna-,skipulags- og umhverfisnefndar og til kynningar í menningar- og nýsköpunarnefnd.
5.
Málefni Sköpunarmiðstöðvarinnar 2018 og 2019
Umfjöllun um verkefnasamning vegna stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði. Samning þarf að gera um tilraunaverkefni um byggðaþróun á sviði menningar, menntunar og atvinnusköpunar milli Fjarðabyggðar og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
Bæjarráð samþykkir að hækka framlag sveitarfélagsins sem hlutfall af heildarframlagi til samræmis við samkomulag um fjárveitingu ríkis og því verði dreift til næstu þriggja ára. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar. Forstöðumanni menningarstofu er falið að vinna drög að samstarfssamningi milli Sköpunarmiðstöðvar og Fjarðabyggðar og leggja fyrir menningar- og nýsköpunarnefnd og fræðslunefnd.
Bæjarráð samþykkir að hækka framlag sveitarfélagsins sem hlutfall af heildarframlagi til samræmis við samkomulag um fjárveitingu ríkis og því verði dreift til næstu þriggja ára. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar. Forstöðumanni menningarstofu er falið að vinna drög að samstarfssamningi milli Sköpunarmiðstöðvar og Fjarðabyggðar og leggja fyrir menningar- og nýsköpunarnefnd og fræðslunefnd.
6.
Landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum
Framlagt bréf Skógræktarinnar um landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum, framtíðarnotkun lands og fyrirkomulag byggðar. Óskað er fundar með sveitarstjórnum til að fjalla um skógrækt og skógræktaráform í aðalskipulagi sveitarfélaga.
Bæjarráð felur umhverfisstjóra að koma á fundi með fulltrúum Skógræktarinnar. Erindi er jafnframt vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Bæjarráð felur umhverfisstjóra að koma á fundi með fulltrúum Skógræktarinnar. Erindi er jafnframt vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
7.
Skipulag og framtíð skógræktar í Reyðarfirði
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd styrkbeiðni Skógræktarfélags Reyðarfjarðar til gerðar stíga og slóða í samræmi við beiðninina.
Bæjarráð vísar beiðni um fjárveitingu til nánari skoðunar umhverfis- og skipulagssviðs í tengslum við skipulag og áætlanir um uppbyggingar göngustíga í Fjarðabyggð og hvort áformin falli að áætlunum um uppbyggingu göngustíga.
Bæjarráð vísar beiðni um fjárveitingu til nánari skoðunar umhverfis- og skipulagssviðs í tengslum við skipulag og áætlanir um uppbyggingar göngustíga í Fjarðabyggð og hvort áformin falli að áætlunum um uppbyggingu göngustíga.
8.
Reglur um skilti í Fjarðabyggð
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs drögum að reglum fyrir skilti í Fjarðabyggð.
Bæjarráð vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar reglum um skilti í Fjarðabyggð.
Bæjarráð vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar reglum um skilti í Fjarðabyggð.
9.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 236
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 20. júní sl. lögð fram til umfjöllunar.