Bæjarráð
622. fundur
1. júlí 2019
kl.
08:30
-
11:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fundur með bæjarráði vegna fasteignagjalda 2019
Vegna umræðu um matsaðferðir fasteignamats og að eignir séu hugsanlega ekki rétt metnar hvetur bæjarráð fasteignaeigendur sem slíkt telja að hafa samband við Þjóðskrá og fara fram á endurmat á eign sinni. Er slíkt mögulegt á grundvelli 21. gr. laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna. Jafnframt mun sveitarfélagið horfa til skuldbindinga vegna kjarasamninga við álagningu fasteignaskatts á árinu 2020. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
2.
Fasteignamat 2020
Framlögð greining fjármálastjóra á breytingu fasteignamats á milli áranna 2019 og 2020 miðað við birtar upplýsingar um fasteignamat frá Þjóðskrá Íslands.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2020.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2020.
3.
Hús frístunda
Framlögð fundargerð 5. fundar starfshóps að húsi frístunda (Egilsbúð) ásamt minnisblaði íþrótta- og tómstundafulltrúa um starfsemi og skipulag reksturs.
Bæjarráð samþykkir að heiti verkefnisins verði Egilsbúð - félagsheimili. Jafnframt samþykkir bæjarráð að íþrótta- og tómstundafulltrúa verið falið að vinna að starfsmannamálum á grundvelli minnisblaðs síns með aukningu á núverandi starfshlutfalli starfsmanna sveitarfélagsins. Áfangaskipting framkvæmda liggur ekki fyrir sbr. tillögur í minnisblaði og verður hún tekin fyrir í bæjarráði og kostnaðarauka vísað gerðar viðauka.
Bæjarráð samþykkir að heiti verkefnisins verði Egilsbúð - félagsheimili. Jafnframt samþykkir bæjarráð að íþrótta- og tómstundafulltrúa verið falið að vinna að starfsmannamálum á grundvelli minnisblaðs síns með aukningu á núverandi starfshlutfalli starfsmanna sveitarfélagsins. Áfangaskipting framkvæmda liggur ekki fyrir sbr. tillögur í minnisblaði og verður hún tekin fyrir í bæjarráði og kostnaðarauka vísað gerðar viðauka.
4.
Erindi starfshóps Ungmennafélagsins Vals um nýtt íþróttahús.
Framlagt bréf starfshóps Ungmennafélagsins Vals um nýtt íþróttahús á Reyðarfirði þar sem boðin er fram aðstoð við hönnun og teikningu á nýju íþróttahúsi á Reyðarfirði.
Bæjarráð þakkar erindið og vísar því til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og íþrótta- og tómstundanefndar til skoðunar. Jafnframt er bæjarráði ljóst að ástandi íþróttahússins á Reyðarfirði er ábótavant en endurbætur eru ekki á áætlun á næstu árum. Endurbætur á Fjarðabyggðahöllinni eru í forgangi sem stendur en horft verður til endurbóta á íþróttahúsinu á komandi árum.
Bæjarráð þakkar erindið og vísar því til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og íþrótta- og tómstundanefndar til skoðunar. Jafnframt er bæjarráði ljóst að ástandi íþróttahússins á Reyðarfirði er ábótavant en endurbætur eru ekki á áætlun á næstu árum. Endurbætur á Fjarðabyggðahöllinni eru í forgangi sem stendur en horft verður til endurbóta á íþróttahúsinu á komandi árum.
5.
Áform um breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 148/2019, "Áform um breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995". Umsagnarfrestur er til og með 5. júlí 2019.
Bæjarráð felur bæjarritara að fylgja málinu eftir.
Bæjarráð felur bæjarritara að fylgja málinu eftir.
6.
Rekstur hjúkrunarheimila 2019
Vísað frá framkvæmdaráði hjúkrunarheimilanna greinargerð um rekstur þeirra. Framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilanna óskar eftir framlagi frá Fjarðabyggð til að fjármagna rekstur heimilanna á árinu 2019. Um er að ræða 5,5 m.kr. vegna Uppsala og 3,0 m.kr. vegna Hulduhlíðar, sbr. framlagt minnisblað.
Bæjarráð samþykkir að veita umbeðið lán til hjúkrunarheimilanna. Jafnframt er það ljóst að rekstrargrundvöllur hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð er ekki til staðar á grundvelli núverandi framlaga til rekstursins. Þá er enn beðið svara ráðherra á þörf fyrir endurbætur á húsnæði og brýnnar þarfar fyrir fjölgun hjúkrunarrýma í sveitarfélaginu. Bæjarráð getur ekki unað þessari stöðu lengur og ítrekar fyrri ósk sína um fund með heilbrigðisráðherra.
Bæjarráð samþykkir að veita umbeðið lán til hjúkrunarheimilanna. Jafnframt er það ljóst að rekstrargrundvöllur hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð er ekki til staðar á grundvelli núverandi framlaga til rekstursins. Þá er enn beðið svara ráðherra á þörf fyrir endurbætur á húsnæði og brýnnar þarfar fyrir fjölgun hjúkrunarrýma í sveitarfélaginu. Bæjarráð getur ekki unað þessari stöðu lengur og ítrekar fyrri ósk sína um fund með heilbrigðisráðherra.
7.
Stúdenta- og ungmennaskipti milli Fjarðabyggðar (Fáskrúðsfjarðar) og Gravelines
Framlögð tilnefning íþrótta- og tómstundafulltrúa á ungmennum fyrir ungmennaskiptaverkefni Fjarðabyggðar og Gravelines sumarið 2019. Íþrótta- og tómstundafulltrúa og ungmennaráði var falið að vinna málið áfram og koma með tilnefningu sem íþrótta- og tómstundanefnd myndi staðfesta. Verkefnið dróst meðal annars vegna óvissu um gistingu fyrir frönsku ungmennin. Þar sem íþrótta- og tómstundanefnd kemur ekki saman fyrr en í ágúst er vísað til bæjarráðs staðfestingu tilnefningar.
Bæjarráð samþykkir tilnefningu íþrótta- og tómstundafulltrúa um tvö ungmenni sem fara til Graveline í ágúst.
Bæjarráð samþykkir tilnefningu íþrótta- og tómstundafulltrúa um tvö ungmenni sem fara til Graveline í ágúst.
8.
Franskir dagar 2019
Lagt fram minnisblað upplýsingafulltrúa vegna dagskrár heimsóknar franskra gesta á Franska Daga á Fáskrúðsfirði 25. - 28. júlí.
Bæjarráð felur upplýsingafulltrúa að vinna að skipulagi og bæjarfulltrúar taki þátt í dagskránni að tillögu upplýsingafulltrúa og forseta bæjarstjórnar.
Bæjarráð felur upplýsingafulltrúa að vinna að skipulagi og bæjarfulltrúar taki þátt í dagskránni að tillögu upplýsingafulltrúa og forseta bæjarstjórnar.
9.
Sumarlokanir í bókasöfnum Fjarðabyggðar, sumarið 2019
Framlagt erindi Bjargar Þorvaldsdóttur kennsluráðgjafa hjá Skólaskrifstofu Austurlands er varðar sumarlokanir á bókasöfnum Fjarðabyggðar.
Bæjarráð þakkar erindið og tekur undir efni þess. Safnanefnd hefur þegar fjallað um starfsemi bókasafnanna og horft er til þess að opnun verði á bókasöfnum sumarið 2020.
Bæjarráð þakkar erindið og tekur undir efni þess. Safnanefnd hefur þegar fjallað um starfsemi bókasafnanna og horft er til þess að opnun verði á bókasöfnum sumarið 2020.
11.
Eftirfylgni samnings um meðhöndlun úrgangs 2017
Sveitarfélaginu og bæjarfulltrúum hafa borist kvartanir vegna lyktar frá moltugerðar á Reyðarfirði.
Bæjarráð felur sviðsstjórum framkvæmdasviðs og umhverfis- og skipulagssviðs ásamt bæjarstjóra að taka saman stöðu moltugerðar og tillögur að lausnum þeirra vandamála sem tengjast henni.
Máli jafnframt vísað til vinnslu eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Bæjarráð felur sviðsstjórum framkvæmdasviðs og umhverfis- og skipulagssviðs ásamt bæjarstjóra að taka saman stöðu moltugerðar og tillögur að lausnum þeirra vandamála sem tengjast henni.
Máli jafnframt vísað til vinnslu eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
12.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2019
Fundargerð stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga, nr. 872 frá 21.júní sl. lögð fram til kynningar.
13.
Framkvæmdaráð hjúkrunarheimilanna - 12
Fundargerð framkvæmdaráðs hjúkrunarheimilanna frá 25. júní sl. lögð fram til samþykktar í umboði bæjarstjórnar.
Bæjarráð staðfestir fundargerð framkvæmdaráðs hjúkrunarheimilanna í umboði bæjarstjórnar.
Bæjarráð staðfestir fundargerð framkvæmdaráðs hjúkrunarheimilanna í umboði bæjarstjórnar.
14.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 15
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar frá 27. júní sl. lögð fram til samþykktar í umboði bæjarstjórnar.
Bæjarráð staðfestir fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar í umboði bæjarstjórnar.
Bæjarráð staðfestir fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar í umboði bæjarstjórnar.
15.
Safnanefnd - 10
Fundargerð safnanefndar frá 18.júní, lögð fram til samþykktar í umboði bæjarstjórnar.
Bæjarráð staðfestir fundargerð safnanefndar í umboði bæjarstjórnar.
Bæjarráð staðfestir fundargerð safnanefndar í umboði bæjarstjórnar.