Bæjarráð
623. fundur
8. júlí 2019
kl.
08:30
-
10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmið um sjálfbær þróun og loftslagsmál
Lagt fram til kynningar bréf sambandsins frá 26. júní er varðar yfirlýsingu um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar fagnar því frumkvæði sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið með stofnun samráðsvettvangs, sem ætlaður er sveitarfélögum landsins til samstarfs og samráðs um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Bæjarráð telur brýnt að ríki og sveitarfélög grípi nú þegar til markvissra og samstilltra aðgerða til að mæta áskorunum samtímans á sviði loftslagsmála og aðlaga íslenskt samfélag að þeim breytingum sem þegar hafa átt sér stað og fyrirséðar eru vegna loftslagsbreytinga.
Einn mikilvægasti liðurinn í því aðkallandi starfi er að íslenskt samfélag verði lagað að kröfum sjálfbærrar þróunar. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt gagnlegan grunn að slíku starfi með heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun. Bæjarráð lýsir sig tilbúið til þátttöku í samráðsvettvanginum með þátttöku í fundum og viðburðum um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Á sínum vettvangi mun sveitarstjórn beita sér fyrir markvissum aðgerðum og stefnumótun í átt til aukinnar sjálfbærni og kolefnishlutleysis. Fulltrúar sveitarfélagsins munu einnig, eftir því sem tilefni er til og aðstæður leyfa, taka þátt í miðlun þekkingar, þróun mælinga á árangri og öðru samstarfi sem tengist samráðsvettvanginum.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar fagnar því frumkvæði sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið með stofnun samráðsvettvangs, sem ætlaður er sveitarfélögum landsins til samstarfs og samráðs um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Bæjarráð telur brýnt að ríki og sveitarfélög grípi nú þegar til markvissra og samstilltra aðgerða til að mæta áskorunum samtímans á sviði loftslagsmála og aðlaga íslenskt samfélag að þeim breytingum sem þegar hafa átt sér stað og fyrirséðar eru vegna loftslagsbreytinga.
Einn mikilvægasti liðurinn í því aðkallandi starfi er að íslenskt samfélag verði lagað að kröfum sjálfbærrar þróunar. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt gagnlegan grunn að slíku starfi með heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun. Bæjarráð lýsir sig tilbúið til þátttöku í samráðsvettvanginum með þátttöku í fundum og viðburðum um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Á sínum vettvangi mun sveitarstjórn beita sér fyrir markvissum aðgerðum og stefnumótun í átt til aukinnar sjálfbærni og kolefnishlutleysis. Fulltrúar sveitarfélagsins munu einnig, eftir því sem tilefni er til og aðstæður leyfa, taka þátt í miðlun þekkingar, þróun mælinga á árangri og öðru samstarfi sem tengist samráðsvettvanginum.
2.
Til samráðs - Leiðbeiningar fyrir sveitarfélög varðandi samráðshópa og notendaráð skv. lögum nr. 40/1991 m.s.b.
Félagsmálaráðuneytið hefur kynnt til samráðs leiðbeiningar fyrir sveitarfélög varðandi samráðshópa og notendaráð. Frestur til umsagnar er til 21.ágúst.
Vísað til félagsmálastjóra til skoðunar.
Vísað til félagsmálastjóra til skoðunar.
3.
Egilsbúð - félagsheimili nýting húsnæðis félagsmiðstöðvar
Lagt fram minnisblað um stöðu skjalamála, auk fundargerðar fundar þar sem farið var yfir skjalamál sveitarfélagsins og nýtingu húsnæðis félagsmiðstöðvarinnar Atóms þegar starfsemi þessi verður fyrirkomið í Egilsbúð - félagsheimili.
Bæjarráð samþykkir að óskað verði eftir verðtilboði í úttekt og hönnun skjalageymslu Fjarðabyggðar í húsnæði að Egilsbraut 4 í Neskaupstað. Málið tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir að óskað verði eftir verðtilboði í úttekt og hönnun skjalageymslu Fjarðabyggðar í húsnæði að Egilsbraut 4 í Neskaupstað. Málið tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
4.
Stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð
Vísað til bæjarráðs síðari umræðu um fræðslu- og frístundastefnu sem unnið hefur verið að í vetur af fagnefndum og starfsmönnum.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfestir fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar sem síðari umræðulið ásamt áherslum sem fylgja stefnunni.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfestir fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar sem síðari umræðulið ásamt áherslum sem fylgja stefnunni.
5.
Búfjárhald og búfjársamþykkt
Vísað til bæjarráðs síðari umræðu um búfjársamþykkt Fjarðabyggðar. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt að auglýst verði sérstaklega að bann við lausagöngu stórgripa taki gildi í Fjarðabyggð við samþykkt búfjársamþykktar og eigendur stórgripa verði þannig upplýstir um ábyrgð sína hvað varðar tryggingar.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfestir búfjársamþykkt Fjarðabyggðar sem síðari umræðulið.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfestir búfjársamþykkt Fjarðabyggðar sem síðari umræðulið.
6.
Erindisbréf eigna-,skipulags- og umhverfisnefndar
Vísað til bæjarráðs síðari umræðu um endurskoðað erindisbréf eigna-, skipulags og umhverfisnefndar sem hefur verið uppfært með tilliti til skipulagsbreytinga sem bæjarstjórn staðfesti 21. febrúar sl. ásamt leiðréttingu starfsheita frá fyrri breytingum.
Bæjarráð staðfestir í umboði bæjarstjórnar erindisbréf eigna- skipulags- og umhverfisnefndar sem síðari umræðulið.
Bæjarráð staðfestir í umboði bæjarstjórnar erindisbréf eigna- skipulags- og umhverfisnefndar sem síðari umræðulið.
7.
Heiti á torgi við Stekkjargötu og Hólsgötu í Neskaupstað
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu Kvenfélagsins Nönnu þar sem félagið leggur til að torg á horni Stekkjargötu og Hólsgötu verði nefnt Önnutorg til heiðurs Önnu S. Jónsdóttur sem sat fyrst kvenna í bæjarstjórn Neskaupstaðar 1950 til 1954.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að torgið fái nafnið Önnutorg. Jafnframt minnir bæjarráð á samþykktir um merkingu listaverka Fjarðabyggðar og felur forstöðumanni Safnastofnunar merkingu listaverksins.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að torgið fái nafnið Önnutorg. Jafnframt minnir bæjarráð á samþykktir um merkingu listaverka Fjarðabyggðar og felur forstöðumanni Safnastofnunar merkingu listaverksins.
8.
Framleiðsla Laxa fiskeldis á 3.800 tonnum af laxi í sjókvíum í Fáskrúðsfirði - beiðni um umsögn
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd og hafnarstjórn uppfærðri tillögu umhverfisstjóra, atvinnu- og þróunarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, að umsögn Fjarðabyggðar vegna beiðnar Skipulagsstofnunar frá 24. maí sl. um tillögu Laxa fiskeldis að matsáætlun um framleiðslu á 3.800 tonnum af laxi í sjókvíum í Fáskrúðsfirði skv. 8. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
Bæjarráð staðfestir framlagða umsögn og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að senda umsögnina til Skipulagsstofnunar.
Bæjarráð staðfestir framlagða umsögn og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að senda umsögnina til Skipulagsstofnunar.
9.
Framleiðsluaukning Laxa fiskeldis um 4.000 tonn - Reyðarfirði og Eskifirði - beiðni um umsögn
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd og hafnarstjórn uppfærðri tillögu umhverfisstjóra, atvinnu- og þróunarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, að umsögn Fjarðabyggðar vegna beiðnar Skipulagsstofnunar frá 5. júní sl. um tillögu Laxa fiskeldis að matsáætlun um 4.000 tonna framleiðsluaukningu á laxi í sjókvíum í Reyðarfirði skv. 8. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.
Bæjarráð staðfestir framlagða umsögn og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að senda umsögnina til Skipulagsstofnunar.
Bæjarráð staðfestir framlagða umsögn og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að senda umsögnina til Skipulagsstofnunar.
10.
Verkefnalisti fyrir Skíðamiðstöðina í Oddskarði
Framlagt minnisblaði atvinnu- og þróunarstjóra og íþrótta- og tómstundafulltrúa þar sem lagt er til að framkvæmdasviði verði falið að semja við verktaka og leita hagkvæmra lausna til að bæta aðstæður í skíðasvæðinu í Oddsskarði. Snjóléttir vetur hafa komið niður á nýtingu svæðis sem má mæta með úrbótum í brekkum þess.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í endurbætur á skíðasvæðinu í sumar og felur atvinnu- og þróunarstjóra, íþrótta- og tómstundafulltrúa og sviðsstjóra framkvæmdasviðs að forgangsraða verkefnum og meta kostnað framkvæmdaliða. Lagt fyrir bæjarráð að nýju til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í endurbætur á skíðasvæðinu í sumar og felur atvinnu- og þróunarstjóra, íþrótta- og tómstundafulltrúa og sviðsstjóra framkvæmdasviðs að forgangsraða verkefnum og meta kostnað framkvæmdaliða. Lagt fyrir bæjarráð að nýju til staðfestingar.
11.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 237
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 237 frá 1.júlí 2019, staðfest í umboði bæjarstjórnar.
12.
Hafnarstjórn - 225
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 225 frá 5.júlí 2019, staðfest í umboði bæjarstjórnar.