Bæjarráð
625. fundur
1. ágúst 2019
kl.
08:30
-
09:50
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Almenningssamgöngur í Fjarðabyggð
Lagt fram minnisblað um störf starfshóps um almenningssamgöngur í Fjarðabyggð, ásamt fundargerðum starfshópsins frá 24.apríl og 27.júní sl. Lögð fram tilboð ViaPlan og Eflu í mat á verkefninu. Upplýsingafulltrúa falið að yfirfara forsendur í báðum tilboðum og semja við ViaPlan að því gefnu að allar forsendur séu fyrir hendi í þeirra tilboði. Upplýsingafulltrúa er jafnframt falið að halda utan um framgang verkefnisins.
2.
Umsókn um lán frá Ofanflóðasjóði 2019
Framlagt skuldabréf frá Ofanflóðasjóði vegna framkvæmda við ofanflóðavarnir, á árinu 2018 í Fjarðabyggð að upphæð 18,2 milljónir kr. Áður á dagskrá bæjarráðs 20. maí 2019.
Bæjarráð staðfestir lántöku og felur bæjarstjóra undirritun skuldabréfsins.
Bæjarráð staðfestir lántöku og felur bæjarstjóra undirritun skuldabréfsins.
3.
730 Brekkugata 3 - umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Framlagt bréf Þorvaldar Aðalsteinssonar er varðar lóðarsamning Brekkugötu 3 á Reyðarfirði og skipulagsmál miðbæjar Reyðarfjarðar. Vísað til sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs til úrvinnslu og að því búnu til afgreiðslu í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
4.
Náttúrusvæði í Fjarðabyggð
Umræða um friðlýsingu og möguleika á verndun eyðifjarða Gerpissvæðisins. Lögð fram drög að yfirlýsingu bæjarráðs vegna skoðunar á mögulegri friðlýsingu Gerpissvæðisins. Bæjarstjóra falið að ganga frá yfirlýsingu og senda umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
5.
Hernámsdagur - endurvakin
Framlagt bréf Íbúasamtaka Reyðarfjarðar er varðar Hernámsdaginn á Reyðarfirði. Bæjarráði lýst vel á að Íbúasamtökin taki daginn að sér og felur forstöðumanni menningarstofu að vera í sambandi við samtökin um málið. Vísað til kynningar í menningar- og nýsköpunarnefnd.
6.
Malarvinnsla við Mjóeyrarhöfn
Fyrirtækið GYG minerals óskar eftir athafnasvæði við Mjóeyrarhöfn auk leyfis til grjótnáms á svæði fyrir ofan Reyðarfjörð.
Bæjarráð samþykkir að fela atvinnu- og þróunarstjóra að funda með bréfritara og fá nánari upplýsingar um starfsemina. Þeim hluta erindisins er snýr að hafnarstarfsemi er vísað til hafnarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir að fela atvinnu- og þróunarstjóra að funda með bréfritara og fá nánari upplýsingar um starfsemina. Þeim hluta erindisins er snýr að hafnarstarfsemi er vísað til hafnarstjórnar.
7.
Aðalfundur í stjórn Breiðdalsseturs 2019
Aðalfundur Breiðdalsseturs verður haldinn 31.ágúst nk. Tilnefna þarf einn fulltrúa og annan til vara í stjórn setursins. Bæjarstjóra falið að ræða við núverandi fulltrúa í Breiðdalssetri. Tekið fyrir á næsta fundi.
8.
Barnaverndarfundargerðir 2019
Fundargerð barnaverndarnefndar, nr. 105 frá 24.júlí 2019, samþykkt samhljóða í umboði bæjarstjórnar.