Fara í efni

Bæjarráð

626. fundur
15. ágúst 2019 kl. 09:00 - 10:59
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2019 TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1904033
Framlagt yfirlit yfir rekstur málaflokka og fjárfestingar janúar - júní 2019 og skatttekjur og launakostnað janúar - júlí 2019.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2020 - 2023
Málsnúmer 1904128
Lögð fram umfjöllun og tillögur fjármálastjóra um forsendur tekju- og gjaldaliða fyrir fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2020 og 3ja ára áætlun fyrir árin 2021 - 2023. Jafnframt fylgir þjóðhagsspá Hagstofu Íslands og bréf frá hagdeild Sambands íslenskra sveitarfélaga er varðar forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda fyrir árið 2020.
3.
Kauptilboð í Hrauntún 6 Breiðdalsvík
Málsnúmer 1908027
Framlagt gagntilboð kaupanda við gagntilboði Fjarðabyggðar vegna Hrauntúns 6 á Breiðdalsvík. Fjármálstjóri leggur til að gagntilboði kaupanda verði tekið. Bæjarráð samþykkir að ganga að gagntilboði kaupanda.
4.
Kauptilboð í hesthús að Símonartúni
Málsnúmer 1908038
Kauptilboð frá Guðmundi Péturssyni í hesthús að Símonartúni á Eskifirði. Kaupandi mun kosta niðurrif og brottflutning hússins en ekki verður um aðrar greiðslur að ræða. Sviðsstjóri framkvæmdasviðs mælir með töku tilboðsins. Bæjarráð samþykkir kauptilboð og felur fjármálastjóra að ganga frá samkomulagi við kaupanda um að gengið verði vel frá svæðinu af hans hálfu.
5.
Sundlaug Íþróttamiðstöðvar Reyðarfjarðar
Málsnúmer 1908022
Framlagt minnisblað um framkvæmd sundkennslu á Reyðarfirði og ástand sundlaugar íþróttahússins. Bæjarráð felur framkvæmdasviði að fá fagaðila til að greina betur raunkostnað og framkvæmd við viðgerð á sundlaug íþróttahússins á Reyðarfirði. Jafnframt er fræðslustjóra, í samráði við skólastjórnendur, falið að finna lausn á sundkennslu fyrir nemendur í Grunnskóla Reyðarfjarðar, ef ekki tekst að koma sundlauginni í nothæft ástand á komandi haustönn 2019.
6.
Verkaefnalisti fyrir Skíðamiðstöðina í Oddskarði
Málsnúmer 1710048
Atvinnu- og þróunarstjóri, íþrótta- og tómstundafulltrúi og sviðsstjóri framkvæmdasviðs hafa forgangsraðað verkefnum og metið kostnað framkvæmdaliða vegna endurbóta á skíðasvæðinu í Oddsskarði. Bæjarráð staðfestir forgangsröðun eins og hún er sett fram í minnisblaði og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að halda utan um verkefnið og kostnað vegna þess. Vísað til kynningar í íþrótta- og tómstundanefnd og eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
7.
Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga
Málsnúmer 1908034
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 206/2019 - Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga. Umsagnarfrestur er til og með 10.september.
8.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 239
Málsnúmer 1907010F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 239 lögð fram til umfjöllunar.