Fara í efni

Bæjarráð

627. fundur
26. ágúst 2019 kl. 08:30 - 11:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2020 - 2023
Málsnúmer 1904128
Farið yfir drög að rammaúthlutun vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.
Framlögð greining fjármálastjóra um sjóðsstöðu og rekstur ársins 2019.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2020 og tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
2.
Ósk um aukið framlag til barnaverndarmála
Málsnúmer 1908075
Framlögð beiðni barnaverndarnefndar um 14 milljóna kr. aukið framlag til barnaverndarmála á árinu 2019 vegna aukins kostnaðar.
Bæjarráð samþykkir að veita aukið framlag til barnaverndarmála og vísar beiðninni til fjármálastjóra til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2019.
3.
Ósk um kaup á Þinghólsvegi 9 Mjóafirði
Málsnúmer 1908058
Framlagt bréf Jóhönnu Lárusdóttur þar sem óskað er eftir viðræðum um kaup á Þinghólsvegi 9 í Mjóafirði.
Eignin er ekki á sölulista eigna og verður ekki seld að svo komnu máli. Bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara um leigu eignarinnar og framtíðarnot hennar.
4.
Nóri - Þjónustusamningur við GML (Greiðslumiðlun, Motus og Lögheimtunnar)
Málsnúmer 1908071
Starfshópur um endurskoðun fræðslu- og frístundastefnu leggur til að Fjarðabyggð taki upp kerfið Nóra. Nóri er upplýsinga-, þjónustu og innheimtukerfi fyrir íþróttafélög, félagasamtök, fyrirtæki og sveitarfélög. Fyrir liggur drög að samningi við Greiðslumiðlun ehf. o.fl. vegna samnings um Nóra kerfið. Kostnaður við kerfið rúmast innan fjárhagsáætlunar.
Bæjarráð samþykkir samninga vegna kerfisins og felur bæjarstjóra undirritun þeirra.
5.
Sumarnámskeið 2019
Málsnúmer 1903029
Minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa um framkvæmd og uppgjör tilraunarverkefnisins Sumarfrístund á Reyðarfirði. Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem send var til foreldra barna sem tóku þátt var mikil ánægja með verkefnið.
Bæjarráð fagnar því að tilraunaverkefnið hefur borið jafn góðan árangur og raun ber vitni. Minnisblaði er vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2020 og lagt til að verkefnið, Sumarfrístund, verði útfært í öðrum bæjarkjörnum á árinu 2020.
6.
Evrópuvika svæða og borga 7.-10. október 2019
Málsnúmer 1908073
Framlagður til kynningar tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga um Evrópuviku svæða og borga 7.-10. október 2019.
7.
Heimsókn til Gavelines í september
Málsnúmer 1901157
Boð frá Gravelines á hina árlegu Íslandshátíð sem haldin verður 27. - 29. september nk.
Fulltrúar Fjarðabyggðar verða bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar á Íslandsdögunum.
8.
Aðalfundur í stjórn Breiðdalsseturs 2019
Málsnúmer 1907108
Aðalfundur Breiðdalsseturs verður haldinn 7. september nk. Tilnefna þarf einn fulltrúa og annan til vara í stjórn setursins. Bæjarráð tilnefndir Karl Óttar Pétursson bæjarstjóra sem aðalmann og Önnu Margréti Birgisdóttur sem varamann í stjórn Breiðdalsseturs.
9.
Fræðslunefnd - 72
Málsnúmer 1908008F
Fundargerð fræðslunefndar nr. 72 lögð fram til umfjöllunar.
10.
Félagsmálanefnd - 124
Málsnúmer 1907006F
Fundargerð félagsmálanefndar nr. 124 lögð fram til umfjöllunar.
11.
Barnaverndarfundargerðir 2019
Málsnúmer 1902124
Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 103, 104 og 106 lagðar fram til umfjöllunar.