Bæjarráð
629. fundur
6. september 2019
kl.
08:30
-
10:45
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun 2019 - viðauki 5
Framlagður viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2019. Viðaukinn er til að mæta viðhaldskostnaði og endurbótum á hjúkrunarheimilinu Uppsalir á Fáskrúðsfirði.
Bæjarráð vísar viðauka til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar viðauka til staðfestingar bæjarstjórnar.
2.
750 Hafnargata 1 - umsókn um stöðuleyfi
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd bréfi Elis B. Eiríkssonar f.h. Loðnuvinnslunnar hf., dagsett 30. ágúst 2019, vegna útreiknings gatnagerðargjalda. Óskað er eftir að álagning gatnagerðargjalda skoðuð sérstaklega, t.d. með vísan til atvinnuuppbyggingar samkvæmt 6. gr. gjaldskrár gatnagerðargjalda. Þá er einnig bent á að í 12. gr. gjaldskrár gatnagerðargjalda eru tilgreind veruleg afsláttarkjör sem eflaust gætu átt við í þessu tilfelli. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að gatnagerðargjald er reiknað út samkvæmt nýtingarhlutfalli lóðar óháð byggingarkostnaði.
Bæjarráð getur ekki orðið við beiðni um afslátt af gatnagerðargjöldum, sbr. 5. og 6. gr. gjaldskrár fyrir gatnagerðargjöld í Fjarðabyggð.
Bæjarráð getur ekki orðið við beiðni um afslátt af gatnagerðargjöldum, sbr. 5. og 6. gr. gjaldskrár fyrir gatnagerðargjöld í Fjarðabyggð.
3.
Forkaupsréttur - Guðrún Þorkelsdóttir ehf
Framlagt bréf Guðrúnar Þorkelsdóttur ehf. þar sem Fjarðabyggð er boðinn forkaupsréttur að Hafdísi SU 220, skipaskrárnúmer 2400.
Bæjarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt að Hafdísi SU-220, skipaskrárnúmer 2400.
Bæjarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt að Hafdísi SU-220, skipaskrárnúmer 2400.
4.
Stefnumótunarfundur SSKS
Framlagt bréf stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum þar sem boðað er til stefnumótunarfundar 17. september nk. í Vestmannaeyjum.
Bæjarráð sendir ekki fulltrúa á fundinn að þessu sinni en óskar eftir að niðurstöður fundar verði sendar aðildarsveitarfélögum og teknar fyrir á aðalfundi samtakanna.
Bæjarráð sendir ekki fulltrúa á fundinn að þessu sinni en óskar eftir að niðurstöður fundar verði sendar aðildarsveitarfélögum og teknar fyrir á aðalfundi samtakanna.
5.
Aðstaða til leigu í Stefánslaug
Framlögð beiðni Vilborgar Stefánsdóttur um að fá leigða aðstöðu undir sjúkraþjálfun í húsnæði Stefánslaugar í Neskaupstað. Um er að ræða herbergi á jarðhæð sem merkt er starfsfólki en er einungis notað sem geymsla.
Bæjarráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að meta aðstæður í húsnæði til leigu þess og nýtingar fyrir starfsemi í samráði við forstöðumann miðstöðvarinnar.
Bæjarráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að meta aðstæður í húsnæði til leigu þess og nýtingar fyrir starfsemi í samráði við forstöðumann miðstöðvarinnar.
6.
Framkvæmdir við Bakkabúðina í Neskaupstað
Framlagt bréf Þorvaldar Einarssonar um leikvöll við Bakkabúðina í Neskaupstað og uppbyggingu leikvalla.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur látið vinna skýrslu um opin leiksvæði í Fjarðabyggð sem unnið er eftir sem stefnu Fjarðabyggðar til framtíðar í málaflokknum. Í þeirri skýrslu er áðurnefnt leiksvæði aflagt en leiksvæði að Sæbakka byggt upp í stað þess.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur látið vinna skýrslu um opin leiksvæði í Fjarðabyggð sem unnið er eftir sem stefnu Fjarðabyggðar til framtíðar í málaflokknum. Í þeirri skýrslu er áðurnefnt leiksvæði aflagt en leiksvæði að Sæbakka byggt upp í stað þess.
7.
Málefni aldraðs og fatlaðs fólks
Framlögð drög erindisbréfs starfshóps sem falið er að fjalla um málefni aldraðra og fatlaðra hvað varðar búsetuform og þjónustu.
Bæjarráð fór yfir gögn og felur bæjarritara að vinna að þeim fram að næsta fundi bæjarráðs en þá verður erindisbréf staðfest.
Bæjarráð fór yfir gögn og felur bæjarritara að vinna að þeim fram að næsta fundi bæjarráðs en þá verður erindisbréf staðfest.
8.
Haustþing 2019 11.-12.október
Framlögð drög að ályktunum til umfjöllunar til undirbúnings aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
Lagt fram til kynningar og tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs
Lagt fram til kynningar og tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs
9.
Gerpissvæðið
Á fund bæjarráðs mæta fulltrúar frá friðlýsingateymi Umhverfisstofnunar. Farið yfir framkvæmd friðlýsinga, hvaða tegundir og flokkar friðlýsinga sé um að ræða, samstarf og samvinnu o.s.frv.
Bæjarráð er sammála um að Umhverfisstofnun sé falið að boða fund með landeigendum á Gerpissvæðinu til að kynna áform um friðlýsingu Gerpissvæðis og samstarf í þeim efnum.
Bæjarráð er sammála um að Umhverfisstofnun sé falið að boða fund með landeigendum á Gerpissvæðinu til að kynna áform um friðlýsingu Gerpissvæðis og samstarf í þeim efnum.
10.
Nefndaskipan Miðflokksins
Miðflokkurinn tilnefnir Einar Birgir Kristjánsson sem varamann í stað Helga Freys Ólasonar í íþrótta- og tómstundanefnd.
11.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 240
Framlögð fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 2. september s.l. til umfjöllunar.
12.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 63
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 4. september sl. lögð fram til umfjöllunar.