Bæjarráð
636. fundur
28. október 2019
kl.
08:30
-
11:10
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Ungt Austurland - beiðni um styrk
Félagið Ungt Austurland óskar eftir styrk að upphæð 507.000 kr. frá Fjarðabyggð vegna starfsemi á komandi vetri. Umbeðin styrkupphæð er ákveðin í samræmi við íbúafjölda sveitarfélagsins. Bæjarráð tók vel í erindið og fól íþrótta- og tómstundafulltrúa og forstöðumanni menningarstofu að funda með forsvarsmönnum félagsins og fara yfir verkefni næsta árs. Lagt fram minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa og forstöðumanns Menningarstofu. Bæjarráð samþykkir að veita umbeðinn styrk að því gefnu að ársreikningi félagsins og fundargerð aðalfundar verði skilað. Jafnframt er forstöðumanni menningarstofu falið að vera í samskiptum við félagið.
2.
Tvöföld skólavist
Lagt fram til kynningar leiðbeinandi álit sambandsins er varðar tvöfalda skólavist í leik- og grunnskólum.
3.
Jafnlaunakerfi
Lögð fram gögn frá mannauðsstjóra vegna jafnlaunavottunar. Tillaga mannauðsstjóra er að sett verði inn í jafnlaunakerfi Fjarðabyggðar sérstakur liður í verklagsreglum um launaákvarðanir sem tekur á ákvörðunum annarra launa. Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu.
4.
Ljósleiðaralögn í Mjóafjörð
Framlögð drög samnings um lagningu ljósleiðaraheimtauga í Brekkuþorpi ásamt minnisblaði. Samningsaðilar eru Fjarðabyggð og Neyðarlínan sem tekur að sér lagningu heimtauga um Brekkuþorp í Mjóafirði.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði samningur við Neyðarlínuna um lagningu ljósleiðara í Mjóafirði með stuðningi Fjarskiptasjóðs og felur bæjarstjóra að útfæra og undirrita hann. Jafnframt að útgjöld vegna samnings verði fjármögnuð af framlagi sveitarfélagsins til ljósleiðaraverkefna á árinu 2019.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði samningur við Neyðarlínuna um lagningu ljósleiðara í Mjóafirði með stuðningi Fjarskiptasjóðs og felur bæjarstjóra að útfæra og undirrita hann. Jafnframt að útgjöld vegna samnings verði fjármögnuð af framlagi sveitarfélagsins til ljósleiðaraverkefna á árinu 2019.
5.
49.mál til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (íbúakosningar um einstök mál),
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (íbúakosningar um einstök mál), 49. mál. Umsögn berist eigi síðar en 5. nóvember.
6.
29.mál til umsagnar frumvarp til laga um jarðalög (forkaupsréttur sveitarfélaga),
Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um jarðalög (forkaupsréttur sveitarfélaga), 29. mál. Umsögn berist eigi síðar en 5. nóvember.
7.
Útibú Tryggingamiðstöðvar í Fjarðabyggð
Umræða um starfsemi Tryggingamiðstöðvarinnar í Fjarðabyggð.
8.
Húsnæði í hesthúsabyggð á Símonartúni
Komin er fram ósk um að nýta húsnæði í hesthúsabyggðinni við Símonartún á Eskifirði. Bæjarráð tekur vel í beiðnina og vísar henni til umfjöllunar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
9.
740 Fólkvangur - Framkvæmdaleyfi, vegur, stígar og bílastæði
Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks er varðar stíg og bílastæði við Norðfjarðarvita.
* Hver var kostnaður Fjarðabyggðar á árinu 2019 við framkvæmd bílastæða og stígs ?
* Hvenær var sú ákvörðun tekin að fara í þessa framkvæmd og í hverju var sú ákvörðun fólgin þ.e.a.s. umfang framkvæmda ?
* Lá fyrir kostnaðarmat við framkvæmdina og var gert ráð fyrir henni í fjárhagsáætlun fyrir 2019 ?
Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs að leggja svör fram á næsta fundi bæjarráðs.
* Hver var kostnaður Fjarðabyggðar á árinu 2019 við framkvæmd bílastæða og stígs ?
* Hvenær var sú ákvörðun tekin að fara í þessa framkvæmd og í hverju var sú ákvörðun fólgin þ.e.a.s. umfang framkvæmda ?
* Lá fyrir kostnaðarmat við framkvæmdina og var gert ráð fyrir henni í fjárhagsáætlun fyrir 2019 ?
Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs að leggja svör fram á næsta fundi bæjarráðs.
10.
Nesgata 7 Neskaupstað - eignarhald
Eignarhluta Fjarðabyggðar í Nesgötu 7 var ráðstafað munnlega til BRJÁN fyrir meira en áratug. Aldrei var formlega gengið frá neinu samkomulagi eða því þinglýst. Þar sem BRJÁN hefur nú selt sinn eignarhluta er nauðsynlegt að formgera framsal eignarhlutans. Lagt fram afsal á eignarhlutanum að Nesgötu 7 og 7a - fastanúmer 216-9561 - frá Fjarðabyggð til Brústeins ehf. Bæjarráð samþykkir afsal og felur fjármálastjóra afgreiðslu málsins.
11.
Starfs- og fjárhagsáætlun menningar- og nýsköpunarnefndar 2020
Formaður menningar- og nýsköpunarnefndar mætti fyrir hönd nefndarinnar á fund bæjarráðs til að ræða starfs- og fjárhagsáætlun. Einnig var fundað með sviðsstjóra, fjármálastjóra og bæjarstjóra og farið yfir ítargögn varðandi starfs- og fjárhagsáætlun. Gert er ráð fyrir viðbótarfjármagni í málaflokk 05, sem nemur 14 miljónum króna auk þess sem stöðugildi verkefnastjóra Menningarstofu verður aukið úr 50% í 100%. Áherslur nefndarinnar eru unnar upp úr nýrri menningarstefnu Fjarðabyggðar ásamt þeim verkefnum sem forstöðumaður menningarstofu leggur áherslu á fyrir komandi starfsár. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir fyrirliggjandi starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 og vísar henni til bæjarráðs. Bæjarráð vísar starfs- og fjárhágsáætlun málaflokksins til fjárhagsáætlunarvinnu.
12.
Útsvar 2020
Lagt er til að álagningarhlutfall útsvars verði hámarksútsvar, þ.e. 14,52% af útsvarsstofni í Fjarðabyggð. Tillaga þessi er í samræmi við 24.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Bæjarráð vísar ákvörðun um álagningarhlutfall útsvars til staðfestingar bæjarstjórnar.
13.
Gjaldskrá fasteignagjalda 2020
Gjaldskrá fasteignagjalda 2020 og afsláttarkjör til eldri borgara og örorkulífeyrisþega. Afsláttur er framreiknaður m.v. breytingar á launavísitölu og meðalbreytingu fasteignamats íbúðarhúsnæðis.
Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks, Fjarðalista og Miðflokks leggja til að álagning fasteignaskatts verði óbreytt á árinu 2020 þar sem verðmætahækkun fasteignamats íbúðarhúsnæðis í Fjarðabyggð er undir markmiðum lífskjarasamningana. Jafnframt leggja áðurnefndir bæjarfulltrúar til að álagningarhlutfall fráveitugjalda verði lækkað um 10% frá stuðlinum 0,306 í 0,275. Með því er komið til móts við heimili og fyrirtæki í Fjarðabyggð til lækkunar fasteignagjalda. Þá er lagt til að hafinn verði undirbúningur og skoðun á breytingu að álagningu á vatnsgjöldum fyrir árið 2021 með það fyrir augum að horft verði til stærðar eigna í stað verðmætamats. Slík breyting þarfnast góðs undirbúnings og kynningar og rétt að nýta næsta ár til þess.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks ítrekar fyrri tillögu og bókun, um að fasteignamatsstuðulll íbúðarhúsnæðis lækki úr 0,5 í 0,438.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir gjaldskrá fasteignagjalda með fyrrgreindri breytingu á fráveitugjöldum og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks er á móti framlagðri gjaldskrá fasteignagjalda.
Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks, Fjarðalista og Miðflokks leggja til að álagning fasteignaskatts verði óbreytt á árinu 2020 þar sem verðmætahækkun fasteignamats íbúðarhúsnæðis í Fjarðabyggð er undir markmiðum lífskjarasamningana. Jafnframt leggja áðurnefndir bæjarfulltrúar til að álagningarhlutfall fráveitugjalda verði lækkað um 10% frá stuðlinum 0,306 í 0,275. Með því er komið til móts við heimili og fyrirtæki í Fjarðabyggð til lækkunar fasteignagjalda. Þá er lagt til að hafinn verði undirbúningur og skoðun á breytingu að álagningu á vatnsgjöldum fyrir árið 2021 með það fyrir augum að horft verði til stærðar eigna í stað verðmætamats. Slík breyting þarfnast góðs undirbúnings og kynningar og rétt að nýta næsta ár til þess.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks ítrekar fyrri tillögu og bókun, um að fasteignamatsstuðulll íbúðarhúsnæðis lækki úr 0,5 í 0,438.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir gjaldskrá fasteignagjalda með fyrrgreindri breytingu á fráveitugjöldum og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks er á móti framlagðri gjaldskrá fasteignagjalda.
14.
Gjaldskrá slökkviliðs Fjarðabyggðar 2020
Lögð fram gjaldskrá fyrir Slökkvilið Fjarðabyggðar á árinu 2020. Bæjarráð samþykkir að gjaldskrá hækki um 2,5% frá 1.janúar 2020.
15.
Gjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar dreifing 2020
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að dreifigjaldskrá fyrir Rafveitu Reyðarfjarðar vegna 2020, hækki um 2,5% 1.janúar 2020. Bæjarráð samþykkir hækkun á gjaldskrá.
16.
Gjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar sala 2020
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að sölugjaldskrá fyrir Rafveitu Reyðarfjarðar vegna 2020, hækki um 2,5% 1.janúar 2020. Bæjarráð samþykkir hækkun á gjaldskrá.
17.
Gjaldskrá gatnagerðagjalda í Fjarðabyggð 2020
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld vegna 2020, hækki um 2,5% 1.janúar 2020.
Bæjarráð leggur fram breytingartillögu á 12. gr. gjaldskrár gatnagerðargjalda um að 100% afsláttur verði veittur af gatnagerðargjöldum af íbúðalóðum á skipulögðum svæðum í Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir breytingatillögu og hækkun á gjaldskrá.
Bæjarráð leggur fram breytingartillögu á 12. gr. gjaldskrár gatnagerðargjalda um að 100% afsláttur verði veittur af gatnagerðargjöldum af íbúðalóðum á skipulögðum svæðum í Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir breytingatillögu og hækkun á gjaldskrá.
18.
Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála 2020
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá skipulags- og byggingarmála vegna 2020, hækki um 2,5% 1.janúar 2020, nema stöðuleyfisgjöld sem lækka á milli ára. Bæjarráð samþykkir hækkun á gjaldskrá.
19.
Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Fjarðabyggð 2020
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald vegna 2020, hækki um 2,5% 1. janúar 2020. Bæjarráð samþykkir hækkun á gjaldskrá.
20.
Gjaldskrá fráveitu Fjarðabyggðar 2020
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fyrir fráveitu vegna 2020, hækki um 2,5%, 1.janúar 2020.
Bæjarráð samþykkir að álagningarhlutfall fráveitugjalda verði lækkað um 10% frá stuðlinum 0,306 í 0,275.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá að öðru leyti með áorðnum breytingum.
Bæjarráð samþykkir að álagningarhlutfall fráveitugjalda verði lækkað um 10% frá stuðlinum 0,306 í 0,275.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá að öðru leyti með áorðnum breytingum.
21.
Gjaldskrá vatnsveitu Fjarðabyggðar 2020
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fyrir vatnsveitu vegna 2020, hækki um 2,5% 1.janúar 2020. Bæjarráð samþykkir hækkun á gjaldskrá.
22.
Gjaldskrá hitaveitu Fjarðabyggðar 2020
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fyrir Hitaveitu Fjarðabyggðar vegna 2020, hækki um 2,5% 1.janúar 2020. Bæjarráð samþykkir hækkun á gjaldskrá.
23.
Gjaldskrá fjarvarmaveitu 2020
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fyrir fjarvarmaveitu vegna 2020, hækki um 2,5% 1.janúar 2020. Bæjarráð samþykkir hækkun á gjaldskrá.
24.
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2020
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2020, hækki um 2.5% 1.janúar 2020. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um boðaðan urðunarskatt í gjaldskrá. Bæjarráð samþykkir hækkun á gjaldskrá.
25.
Gjaldskrá félagsheimila 2020
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fyrir félagsheimili vegna 2020, hækki um 2,5% 1.janúar 2020. Bæjarráð samþykkir hækkun á gjaldskrá.
26.
Gjaldskrá leikskóla 2020
Fyrir liggur tillaga um gjaldskrá fyrir leikskóla 2020. Samkvæmt tillögunni hækkar gjaldskráin um 2,5%, fyrir utan hádegishressingu sem verður óbreytt. Enn fremur leggur fræðslunefnd til að foreldrar fái aukið svigrúm við töku sumarleyfis barna utan sumarlokunar leikskóla, þ.e. sumarleyfi barna þurfi ekki að vera samfellt, en þurfi að taka á tímabilinu frá 15. maí til 15. september. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir breytingar á gjaldskrá.
27.
Gjaldskrá grunnskóla 2020
Fyrir liggur tillaga um gjaldakrá fyrir húsnæði grunnskóla 2020. Samkvæmt tillögunni hækkar gjaldskráin um 2,5%. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir hækkun á gjaldskrá.
28.
Gjaldskrá skólamats í grunnskólum 2020
Fyrir liggur tillaga um gjaldskrá fyrir skólamáltíðir á árinu 2020. Fræðslunefnd leggur til óbreytta gjaldskrá. Gjaldskrá vísað til samþykktar í bæjarráði. Bæjarráð samþykkir að gjaldskrá verði óbreytt á árinu 2020.
29.
Gjaldskrá skóladagheimila 2020
Fyrir liggur tillaga um gjaldskrá fyrir frístundaheimili 2020. Samkvæmt tillögunni hækkar gjaldskráin um 2,5%. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir hækkun á gjaldskrá.
30.
Gjaldskrá tónlistarskóla 2020
Fyrir liggur tillaga um gjaldskrá fyrir tónlistarskóla 2020. Samkvæmt tillögunni hækkar gjaldskráin um 2,5%. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir hækkun á gjaldskrá.
31.
Gjaldskrá líkamsræktarstöðva 2019
Íþrótta- og tómstundanefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að gjaldskrár fyrir líkamsræktarstöðvar 2020, hækki heilt yfir um 2,5% 1.janúar 2020. Bæjarráð samþykkir hækkun á gjaldskrá.
32.
Gjaldskrá sundlauga Fjarðabyggðar 2020
Íþrótta- og tómstundanefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fyrir sundlaugar 2020, hækki um 2,5% 1.janúar 2020. Bæjarráð samþykkir hækkun á gjaldskrá.
33.
Gjaldskrá íþróttahúsa Fjarðabyggðar 2020
Íþrótta- og tómstundanefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að gjaldskrár fyrir íþróttahús og stórviðburði í íþróttahúsum 2020, hækki heilt yfir um 2,5% 1.janúar 2020. Bæjarráð samþykkir hækkun á gjaldskrá.
34.
Gjaldskrá bókasafna 2020
Safnanefnd leggur til að notendur bókasafna fái gjaldfrjálsan aðgang gegn framvísun Fjarðabyggðarkortsins. Með þessu styður sveitarfélagið við læsissáttmálann sem gerður var við ríkið og samtökin Heimili og skóli, jafnframt rýmar þetta við læsisstefnu sveitarfélagsins. Jafnframt eru gerðar lítilsháttar breytingar er varða sektir. Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til bæjarráðs til afgreiðslu. Bæjarráð samþykkir breytingar á gjaldskrá.
35.
Gjaldskrá félagslegrar heimþjónustu 2020
Félagsmálanefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu vegna 2020, hækki um 2,5% 1.janúar 2020. Bæjarráð samþykkir hækkun á gjaldskrá.
36.
Gjaldskrá þjónustuíbúða í Breiðablik 2020
Félagsmálanefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fyrir þjónustuíbúðir í Breiðabliki vegna 2020 hækki um 2,5% 1.janúar 2020. Bæjarráð samþykkir hækkun á gjaldskrá.
37.
Gjaldskrá Fjölskyldusviðs 2020 vegna stuðningsfjölskyldna við fötluð börn
Félagsmálanefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá þjónustu stuðningsfjölskyldna við fötluð börn vegna 2020, hækki samkvæmt hækkun á barnalífeyri TR árið 2020. Bæjarráð samþykkir gjaldskrá.
38.
Gjaldskrá garðsláttur fyrir öryrkja og eldriborgara
Félagsmálanefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fyrir garðslátt eldri borgara og öryrkja vegna 2020, hækki um 2,5% 1.janúar 2020. Bæjarráð samþykkir hækkun á gjaldskrá. Unnið er að endurskoðun á reglum um garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja.
39.
Gjaldskrá snjómokstur fyrir öryrkja og eldriborgara
Gjaldskrá vegna snjómoksturs fyrir eldri borgara og öryrkja hefur verið lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu félagsmálanefndar. Félagsmálanefnd samþykkir gjaldskrá fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir gjaldskrá. Unnið er að endurskoðun á reglum um snjómokstur fyrir eldri borgara og öryrkja.
40.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2020 - 2023
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2020 - 2023.
Bæjarfulltrúar Fjarðalista, Framsóknarflokks og Miðflokks leggja til að gjaldskrá skólamáltíða í Fjarðabyggð lækki um helming þann 1. ágúst 2020 við upphaf skólaársins 2020/2021, gert verði ráð fyrir lækkun í fjárhagsáætlun ársins 2020. Með þessu skrefi stígur sveitarfélagið eitt skref enn í að koma til móts við fjölskyldur í Fjarðabyggð og gera gott og fjölskylduvænt samfélag enn betra.
Bæjarfulltrúar Fjarðalista, Framsóknarflokks og Miðflokks leggja til að gjaldskrá skólamáltíða í Fjarðabyggð lækki um helming þann 1. ágúst 2020 við upphaf skólaársins 2020/2021, gert verði ráð fyrir lækkun í fjárhagsáætlun ársins 2020. Með þessu skrefi stígur sveitarfélagið eitt skref enn í að koma til móts við fjölskyldur í Fjarðabyggð og gera gott og fjölskylduvænt samfélag enn betra.
41.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 19
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar, nr. 19 frá 23.október 2019, lögð fram til umfjöllunar.
42.
Safnanefnd - 12
Fundargerð safnanefndar, nr. 12 frá 15.október 2019, lögð fram til umfjöllunar.
43.
Barnaverndarfundargerðir 2019
Fundargerð barnaverndarnefndar, nr. 107 frá 29.ágúst 2019, lögð fram til umfjöllunar.