Bæjarráð
638. fundur
11. nóvember 2019
kl.
08:30
-
11:10
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Sorpmál í Fjarðabyggð
Íris Dögg Aradóttir verkefnastjóri umhverfismála sat þennan lið fundarins og ræddi helstu verkefni og áskoranir í sorpmálum.
2.
Ljósleiðaravæðing 2020 - umsóknir
Framlagt minnisblað um stöðu lagningar ljósleiðara í dreifbýli í Fjarðabyggð ásamt yfirliti yfir verkefni sem eftir er að ljúka undir formerkjum verkefnisins "Ísland ljóstengt". Bæjarráð samþykkir að sótt verði um styrk til þriggja verkáfanga og felur bæjarritara afgreiðslu málsins. Vísað jafnframt til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
3.
Fundur forstjóra Fjarðaáls með bæjarráði
Tor Arne Berg forstjóri Fjarðaáls og Dagmar Ýr Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi sátu þennan lið fundarins og ræddu málefni fyrirtækisins.
4.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2020 - 2023
Framlögð breyting á fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar, fyrir árin 2020 - 2023 ásamt útgönguspá fyrir árið 2019, lögð fram í bæjarráði fyrir seinni umræðu í bæjarstjórn.
Ljóst er að þörf er fyrir endurbætur og stækkun á húsnæði leikskólans Dalborgar á Eskifirði, til að koma til móts við fjölda barna og aðstöðu starfsmanna til að mæta nútíma kröfum. Bæjarstjórn hafði áður samþykkt að farið yrði í kostnaðar- og þarfagreiningu með slíkt í huga milli umræðna um fjárhagsáætlun 2020. Þá yrði jafnframt farið í að skoða lausnir til að brúa bil fram að byggingaframkvæmdum en horft yrði til að ráðast í hönnun á næsta ári. Skipaður hefur verið starfshópur til þessara verka en ljóst er að vinna við umrædda greiningu og lausnir er umfangsmeiri en svo að henni ljúki milli umræðna. Því mun bæjarstjórn taka málið fyrir að nýju um leið og þeirri vinnu lýkur í upphafi ársins 2020 og gera viðauka við fjárhagsáætlun vegna niðurstöðu þeirrar vinnu.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2020-2023 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Ljóst er að þörf er fyrir endurbætur og stækkun á húsnæði leikskólans Dalborgar á Eskifirði, til að koma til móts við fjölda barna og aðstöðu starfsmanna til að mæta nútíma kröfum. Bæjarstjórn hafði áður samþykkt að farið yrði í kostnaðar- og þarfagreiningu með slíkt í huga milli umræðna um fjárhagsáætlun 2020. Þá yrði jafnframt farið í að skoða lausnir til að brúa bil fram að byggingaframkvæmdum en horft yrði til að ráðast í hönnun á næsta ári. Skipaður hefur verið starfshópur til þessara verka en ljóst er að vinna við umrædda greiningu og lausnir er umfangsmeiri en svo að henni ljúki milli umræðna. Því mun bæjarstjórn taka málið fyrir að nýju um leið og þeirri vinnu lýkur í upphafi ársins 2020 og gera viðauka við fjárhagsáætlun vegna niðurstöðu þeirrar vinnu.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2020-2023 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
5.
Reglur um kjör starfsmanna
Framlagðar endurskoðaðar reglur um kjör starfsmanna sem byggðar eru á innleiðingu jafnlaunastefnu og jafnlaunakerfis.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
6.
Jafnlaunakerfi
Sem hluti af jafnlaunakerfi Fjarðabyggðar eru lagðar fram til staðfestingar bæjarráðs ellefu verklagsreglur. Verklagsreglur gera grein fyrir ferlum og aðferðum sem beitt er við hlítingu jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 og jafnlaunavottun sveitarfélagsins.
Bæjarráð staðfestir verklagsreglur jafnlaunakerfis.
Bæjarráð staðfestir verklagsreglur jafnlaunakerfis.
7.
Þorrablót Reyðfirðinga 2020 - afnot af íþróttahúsi
Beiðni Þorrablótsnefndar Reyðarfjarðar um sömu afnot af íþróttahúsinu á Reyðarfirði fyrir þorrablót í janúar 2020 og verið hefur undanfarin ár. Bæjarráð heimilar afnot.
8.
Framkvæmdir 2019 - yfirlit frá framkvæmdasviði
Lagt fram minnisblað varðandi sölu á núverandi áhaldahúsi í Breiðdal, niðurlagning núverandi móttökustöðvar fyrir úrgang, kaup á eign og að allri starfsemi verði fyrirkomið á einum stað, þ.e. áhaldahús, aðstaða hafnarvarðar og móttaka á úrgangi. Bæjarráð samþykkir það fyrirkomulag sem lagt er til í minnisblaði og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs framkvæmd. Kostnaður rúmast innan fjárheimilda. Vísað til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
9.
Staða löglærðs fulltrúa við embætti Sýslumannsins á Austurlandi á Eskfirði
Vakin hefur verið athygli bæjarráðs Fjarðabyggðar á því að til standi að leggja niður stöðu löglærðs fulltrúa á Sýsluskrifstofunni á Eskifirði. Því vill bæjarráð árétta við Sýslumanninn á Austurlandi að í reglugerð um umdæmi Sýslumannanna sem sett var árið 2014 í kjölfar breytinga á embættunum er kveðið á um að á Eskifirði eigi að vera sýsluskrifstofa. Ljóst er að á sýsluskrifstofu hljóti að eiga að starfa löglærður fulltrúi til að fylgja eftir þeim málum sem þar eru til vinnslu, ásamt því að veita almenningi lögfræðilega þjónustu. Þar sem starfssvæði Sýslumannsins á Austurlandi er landfræðilega mjög stórt er nauðsynlegt að aðgangur að þjónustu sé með þeim hætti að hægt sé að sækja hana á fleiri en einum stað í umdæminu. Því hafnar bæjarráð Fjarðabyggðar því með öllu að Sýslumaðurinn á Austurlandi leggi niður stöðu löglærðs fulltrúa á sýsluskrifstofunni á Eskifirði og mun ekki sætta sig við slík vinnubrögð. Enda væri það ankannalegt að í Fjarðabyggð starfaði engin slíkur fulltrúi en í hinu nýsameinaða sveitarfélagi Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðar, Borgarfjarðar og Djúpavogs séu bæði aðalskrifstofa og sýsluskrifstofa embættisins með tveimur fulltrúm og Sýslumanni. Þá verður að horfa til þess að í Fjarðabyggð eru m.a. flestar þinglýsingar og mestar tekjur af starfsemi hjá sýslumanninum á Austurlandi. Ef það reynist satt að leggja eigi niður starf löglærðs fulltrúa í Fjarðabyggð er þetta óásættanleg stjórnun embættisins.
Bæjarráð felur forstöðumanni stjórnsýslu að senda bréf til dómsmálaráðherra, þingmanna Norðausturlands og sýslumannsins á Austurlandi.
Bæjarráð felur forstöðumanni stjórnsýslu að senda bréf til dómsmálaráðherra, þingmanna Norðausturlands og sýslumannsins á Austurlandi.
10.
Beiðni um styrk vegna Jólamarkaðar í Dalahöllinni
Hestamannafélagið Blær óskar eftir styrk vegna jólamarkaðar sem haldinn verður í Dalahöllinni 16. nóvember. Bæjarráð hefur ekki tök á að veita styrk.
11.
66.mál til umsagnar frumvarp til laga um um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn),
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 66. mál. Lagt fram til kynningar.
12.
Fræðslunefnd - 76
Fundargerð fræðslunefndar nr. 76 frá 6.nóvember 2019, lögð fram til umfjöllunar.
13.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 66
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar nr. 66 frá 6.nóvember 2019, lögð fram til umfjöllunar.