Bæjarráð
640. fundur
18. nóvember 2019
kl.
08:30
-
11:15
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Þórður Vilberg Guðmundsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þórður Vilberg Guðmundsson
Upplýsinga- og kynningarfulltrúi
Dagskrá
1.
Rekstur málaflokka 2019 TRÚNAÐARMÁL
Framlagt yfirlit yfir rekstur málaflokka og fjárfestingar janúar - september 2019 og skatttekjur og launakostnað janúar - október 2019. Einnig deildaryfirlit fyrir janúar - september.
2.
Mannauðsstefna Fjarðabyggðar
Ásta Sigríður Skúladóttir, mannauðsstjóri Fjarðabyggðar, sat þennan lið fundarins og fór yfir mannauðsmál sveitarfélagsins og verkefni sviðsins.
3.
Menningarstofa Fjarðabyggðar
Ari Allansson, forstöðumaður menningarstofu sat þennan lið fundarins og fór yfir verkefni menningarstofu og starfið framundan.
4.
Byggingarframkvæmdir við leikskólann Lyngholt
Sviðstjóri framkvæmdasviðs sat þennan lið fundarins og fór yfir framkvæmdir við stækkun Leikskólans Lyngholts.
5.
Trúnaðarmál - erindi frá íbúa
Bæjarráð felur sviðstjóra umhverfissviðs að fara yfir erindið og vera í sambandi við bréfritara.
6.
Fundur í almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi 2019
Fundargerð almannavarnarnefndar í umdæmi lögulegustjórans á Austurlandi frá 15. október 2019 var lögð fram til kynningar.
7.
Fundarboð Veiðifélags Norðfjarðarár 2019
Fundarboð á almennan félagafund í Veiðifélags Norðfjarðarár þann 18. nóvember lagt fram til kynningar. Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri verði fulltrúi Fjarðabyggðar á fundinum.
8.
317. mál til umsagnar frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta (leyfisveitingar, málsmeðferð, endurupptaka o.fl.)
Alsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta (leyfisveitingar, málsmeðferð, endurupptaka o.fl. Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umsagnar í eigna-, skipulags, og umhverfisnefnd.
9.
319. mál til umsagnar frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umsagnar í eigna-, skipulags, og umhverfisnefnd og til kynningar í félagsmálanefnd.
10.
320.mál til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar almennar íbúðir (hækkun tekju- og eignamarka leigjenda, sérstakt byggðaframlag, veðsetningu),
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar almennar íbúðir (hækkun tekju- og eignamarka leigjenda, sérstakt byggðaframlag, veðsetningu),Lagt fram til kynningar. Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umsagnar í félagsmálanefnd.