Bæjarráð
642. fundur
2. desember 2019
kl.
08:30
-
09:55
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Gunnar Jónsson
embættismaður
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Húsnæði í hesthúsabyggð á Símonartúni
Lagt fram tilboð í hesthúsið á Símonartúni Eskifirði. Bæjarráð óskar eftir afstöðu eigna- skipulags- og umhverfisnefndar til breytinga á deiliskipulagi svæðisins er hesthúsið stendur á. Erindi tekið fyrir að nýju þegar afstaða liggur fyrir.
2.
Reglur um endurgerð gamalla bryggja
Framlögð drög að reglum um styrkveitingu vegna viðhalds og endurgerðar gamalla bryggja. Verkefnastjóra hafna var falið að gera lítilsháttar breytingar eftir fund hafnarstjórnar, í samræmi við umræður á fundinum. Hafnarstjórn hefur samþykkt reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir reglur og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.
3.
Klæðning samkomuhússins á Stöðvarfirði
Bréf Salthúsmarkaðshópsins Stöðvarfirði er varðar klæðningu samkomuhússins í þorpinu. Óeðlilegar tafir hafa orðið á verkinu og ítrekar bæjarráð að því verði lokið sem allra fyrst. Sviðsstjóri framkvæmdasviðs mun fylgja verkinu eftir.
4.
Beiðni um styrk vegna jólasjóðsins 2019
Ákvörðun um framlag í jólasjóð Fjarðabyggðar 2019. Hefð er komin á samvinnu Rauða kross deilda í Fjarðabyggð og Fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar, Mæðrastyrksnefndar Kvenfélagsins Nönnu, Kvenfélags Reyðarfjarðar, Kaþólsku kirkjunnar og Þjóðkirkjunnar, við að styrkja einstaklinga og fjölskyldur sem þurfa á aðstoð að halda fyrir jólin. Bæjarráð samþykkir að styrkja jólasjóðinn um 500.000 kr. líkt og undanfarin ár.
5.
Erindi Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar
Þennan lið fundarins sátu Ingi Steinn Freysteinsson, Hilmir Ásbjörnsson og Jóhann Ragnar Benediktsson. Í kjölfar fundar sem haldinn var með stjórnarmönnum Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar (KFF) og Fjarðabyggð, þann 20. september 2019, er lögð fram framtíðarsýn, óskir og afreksstefna félagsins. Bæjarráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að fara yfir óskir KFF og leggja fram minnisblað fyrir bæjarráð.
6.
Hafnarstjórn - 232
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 232 frá 25.nóvember 2019, lögð fram til umfjöllunar.