Fara í efni

Bæjarráð

643. fundur
9. desember 2019 kl. 08:30 - 10:55
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Rafveita Reyðarfjarðar - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1911121
Umræða um málefni Rafveitu Reyðarfjarðar. Máli vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
2.
Rekstur málaflokka 2019 TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 1904033
Lagt fram yfirlit yfir rekstur og fjárfestingar Fjarðabyggðar fyrir janúar - október 2019, launakostnað og skatttekjur fyrir janúar - nóvember 2019.
3.
Fjárhagsáætlun 2019 - viðauki 6
Málsnúmer 1912031
Framlagður viðauki nr. 6 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2019. Viðaukinn er í samræmi við ýmsar samþykktir bæjarstjórnar, bæjarráðs og annarra nefnda. Viðauka nr. 6 vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
4.
Lántaka 100 m.kr. á árinu 2019
Málsnúmer 1912037
Samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2019 var gert ráð fyrir lántöku allt að 100 m. kr. á árinu. Lagt er til að þessi lánsheimild verði nýtt. Bæjarráð samþykkir lántöku og felur fjármálastjóra afgreiðslu.
5.
Búðareyri 2 Reyðarfirði, kaupsamningur
Málsnúmer 1911157
Lagt er til að kaup á Búðareyri 2 á Reyðarfirði verði að hluta fjármögnuð með lántöku hjá Sparisjóði Austurlands. Framlagt skuldabréf að fjárhæð 40,8 m.kr. til 15 ára með 6,75% vöxtum. Lánið er óverðtryggt og með fyrsta veðrétti í eigninni. Bæjarráð samþykkir lántöku. Dýrunn Pála Skaftadóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.
6.
Kauptilboð í Hrauntún 6 Breiðdalsvík
Málsnúmer 1908027
Fjármálastjóri leggur fram samkomulag við Íbúðalánasjóð um flutning á eftirstöðvum láns vegna Hrauntúns 6 yfir á fasteignina Hrauntún 10, þar til samkomulag liggur fyrir um lækkun skulda Breiðdalshrepps við Íbúðalánasjóð. Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra.
7.
Kauptilboð í Bleiksárhlíð 2-4, 3ja herb.1.h frá Uxavogi ehf..
Málsnúmer 1912062
Einar Már Sigurðarson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar. Framlagt tilboð frá Uxavogi ehf. að upphæð 8,3 m.kr. í 3ja herbergja íbúð á fyrstu hæð í Bleiksárhlíð 2-4 á Eskfirði. Fasteignamat er 9,3 m.kr. og ásett verð 9,4 m.kr. Innréttingar og gólfefni eru mjög léleg. Fjármálastjóri og sviðsstjóri framkvæmdasviðs mæla með að tilboði verði tekið. Bæjarráð samþykkir sölu á íbúðinni.
8.
Kauptilboð í hesthús við Símonartún
Málsnúmer 1912020
Kauptilboð í hesthúsið á Símonartúni á Eskifirði frá Þorsteini Snorra Jónssyni að fjárhæð kr. 500.000. Bæjarráð hafnar tilboði þar sem hærra tilboð hefur borist.
9.
Húsnæði í hesthúsabyggð á Símonartúni
Málsnúmer 1910163
Bæjarráð óskaði eftir afstöðu eigna- skipulags- og umhverfisnefndar til breytinga á deiliskipulagi svæðisins er hesthúsið við Símonartún utan Eskifjarðar, stendur á. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar til fyrri bókunar frá fundi nefndarinnar 11. nóvember síðastliðins er varðar Símonartún, en þar telur nefndin ekkert því til fyrirstöðu að við endurskoðun aðalskipulags verði gert ráð fyrir breyttri landnotkun við Símonartún, þannig að gert verði ráð fyrir geymslum og léttum iðnaði á svæðinu. Deiliskipulagi yrði breytt til samræmis.
Í ljósi ofangreinds samþykkir bæjarráð tilboð Gísla Hjartar Guðjónssonar í hesthúsið á Símonartúni Eskifirði að fjárhæð kr. 3.000.000. Bæjarráð felur fjármálastjóra og sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs afgreiðslu málsins.
10.
Endurnýjun á björgunarklippum
Málsnúmer 1912052
Minnisblað slökkviliðsstjóra er varðar endurnýjun á búnaði til að bjarga fastklemmdu fólki úr bifreiðum. Bæjarráð heimilar kaup á búnaði, takist af liðnum óráðstafað.
11.
Landsmót UMFÍ 50 árið 2019 í Neskaupstað
Málsnúmer 1706128
51.sambandsþing UMFÍ sem haldið var á Laugarbakka 11. - 13, október sl., færir Fjarðabyggð og bæjarstjórn þakkir fyrir góða aðstöðu og móttökur á 9.landsmóti UMFÍ 50 , sem haldið var í Neskaupstað í sumar.
12.
391.mál til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum (forsendur úthlutana úr Jöfnunarsjóði)
Málsnúmer 1912011
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum (forsendur úthlutana úr Jöfnunarsjóði), 391. mál.
Umsögn þyrfti að berast eigi síðar en 9. desember. Vísað til fjármálastjóra til skoðunar.
13.
Drög að reglum um meðferð, varðveislu og eyðingu á tölvupóstum afhendingarskyldra aðila
Málsnúmer 1912038
Þjóðskjalasafn Íslands hefur sent héraðsskjalavörðum til umsagnar drög að reglum um meðferð, varðveislu og eyðingu á tölvupóstum afhendingarskyldra aðila. Frestur til að skila inn umsögn er til og með 3. janúar 2020. Vísað til stjórnsýslu- og þjónustusviðs til skoðunar.
14.
Ósk um stuðning - Náttúruverndarsamtök Austurlands 50 ára
Málsnúmer 1911097
Lagt fram bréf Náttúruverndarsamtaka Austurlands, dagsett 18. nóvember 2019, þar sem óskað er eftir styrk vegna sérstaklega mikils umfangs á 50 ára afmælisári NAUST. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur tekið vel í erindið og vísar því til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Tekið fyrir að nýju í bæjarráði í upphafi nýs árs.
15.
Starfsemi Krabbameinsfélags Austfjarða
Málsnúmer 1912063
Framlagt erindi Krabbameinsfélags Austfjarða þar sem óskað er eftir framlagi til starfsemi félagsins. Bæjarráð fagnar öflugu starfi félagsins og vill koma að því að styrkja það með því að veita 600.000 kr. styrk á móti húsaleigu á árinu 2020. Tekist af liðnum óráðstafað.
16.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 248
Málsnúmer 1911024F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 248 frá 2.desember 2019, lögð fram til umfjöllunar.
17.
Fræðslunefnd - 77
Málsnúmer 1911022F
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 77 frá 4.desember 2019, lögð fram til umfjöllunar.
18.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 67
Málsnúmer 1912001F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 67 frá 4.desember 2019, lögð fram til umfjöllunar.