Bæjarráð
644. fundur
17. desember 2019
kl.
15:00
-
15:50
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Gunnar Jónsson
embættismaður
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Rafveita Reyðarfjarðar - TRÚNAÐARMÁL
Ákvörðun um sölu Rafveitu Reyðarfjarðar í framhaldi af íbúafundi mánudaginn 16.desember. Lagðir fram tíu tölvupóstar sem borist hafa bæjarfulltrúum og bæjarskrifstofu þar sem mótmælt er fyrirhugaðri sölu Rafveitu Reyðarfjarðar. Ákvörðun um sölu Rafveitu Reyðarfjarðar vísað til bæjarstjórnar.
2.
Aðkoma að sölu á Rafveitu Reyðarfjarðar
Lagt fram bréf Íslenskrar Orkumiðlunar frá 16.desember 2019, þar sem óskað er eftir að fá að gera tilboð í þær eignir Rafveitu Reyðarfjarðar sem ráðgert er að Orkusalan kaupi í tengslum við sölu á Rafveitunni. Bæjarráð getur ekki tekið afstöðu til erindis þessa þar sem það er komið fram eftir að söluverð til Orkusölunnar var ákveðið og birt opinberlega.
3.
435.mál - tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020 - 2034
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020 - 2024, 434. mál og tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020 - 2034, 435. mál. Undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. janúar. Bæjarráð ítrekar fyrri bókun sína um samgönguáætlun.
4.
434.mál til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020 - 2024
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020 - 2024, 434. mál og tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020 - 2034, 435. mál. Undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. janúar. Bæjarráð ítrekar fyrri bókun sína um samgönguáætlun.
5.
Aukin framleiðsla Laxa ehf á 3.000 tonnum af laxi í sjókvíum í Reyðarfirði-beiðni um umsögn
Lögð fram beiðni Matvælastofnunar um umsögn vegna umsóknar Laxa fiskeldis ehf á 3.000 tonna framleiðslu á lagi í Reyðarfirði. Lagt fram minnisblað atvinnu- og þróunarstjóra, umhverfisstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs vegna beiðnar Matvælastofnunar dagsett 13. desember 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að svar Fjarðabyggðar verði byggt á niðurstöðu minnisblaðs. Bæjarráð samþykkir framlagða umsögn.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að svar Fjarðabyggðar verði byggt á niðurstöðu minnisblaðs. Bæjarráð samþykkir framlagða umsögn.
6.
Samningur milli SSA, menningarstofu og Fjarðabyggðar
Menningar- og nýsköpunarnefnd er sammála um að framlengja ekki núgildandi samningi milli Fjarðabyggðar, SSA og Tónlistarmiðstöðvar Austurlands. Lögð fram til kynningar drög að samningi milli SSA og menningarstofu Fjarðabyggðar. Menningar- og nýsköpunarnefnd hefur samþykkt að nýr samningur verði milli Menningarstofu Fjarðabyggðar og SSA, en óskar eftir að gerðar verði smávægilegar breytingar á efni samnings og felur bæjarráði að ganga frá endanlegum samningi. Menningar- og nýsköpunarnefnd hefur jafnframt falið formanni nefndarinnar, bæjarstjóra og bæjarritara að vinna málið áfram og funda með formanni sóknarnefndar Eskifjarðarkirkju. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning milli SSA og menningarstofu og felur bæjarstjóra undirritun hans.
7.
Hafnarstjórn - 233
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 233 frá 9.desember 2019, lögð fram til umfjöllunar.
8.
Landbúnaðarnefnd - 25
Fundargerð landbúnaðarnefndar nr. 25 frá 5.desember 2019, lögð fram til umfjöllunar.
9.
Öldungaráð - 2
Fundargerð öldungaráðs nr. 2 frá 12.desember 2019, lögð fram til umfjöllunar.
10.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 20
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar nr. 20 frá 16.desember 2019, lögð fram til umfjöllunar.
11.
Safnanefnd - 13
Fundargerð safnanefndar nr. 13 frá 27.nóvember 2019, lögð fram til umfjöllunar.
12.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 249
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 249 frá 16.desember 2019, lögð fram til umfjöllunar.
13.
Barnaverndarfundargerðir 2019
Fundargerð barnaverndarnefndar nr. 111 frá 9.desember 2019, lögð fram til umfjöllunar.