Fara í efni

Bæjarráð

645. fundur
6. janúar 2020 kl. 08:30 - 10:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Sviðstjóri Fjölskyldusviðs
Málsnúmer 1909104
Nýr sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Laufey Þórðardóttir sat þennan lið fundarins og fór yfir verkefnin framundan.
2.
Samstarf um heilsueflingu
Málsnúmer 1912107
Framlagt bréf Heilbrigðisstofnunar Austurlands sem jafnframt er sent Fljótsdalshéraði og Seyðisfjarðarkaupstað. Óskar Heilbrigðisstofnun Austurlands eftir samvinnu við Fjarðabyggð um að innleiða verkefnið "Positive Health" á Austurlandi. Um verkefni yrði gerður samningur um samstarf sveitarfélaganna og heilbrigðisstofnunarinnar við Institute of Positive Health í Hollandi. Tilgangur samstarfsins er að starfsmenn á vegum sveitarfélaganna og HSA kynnist og læri að vinna samkvæmt þeirri nýju nálgun og sýn á heilsu sem felst í verkefninu. Bæjarráð felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að kanna framkvæmd verkefnisins og hvaða þýðingu það hefur fyrir sveitarfélagið og kostnaðarþátttöku. Sveitarfélagið er þegar í verkefnum í heilsueflingu og verður metin samlegð þeirra við þetta verkefni.
3.
Reglur um launað námsleyfi í leikskólum
Málsnúmer 2001016
Lagðar fram reglur um launuð námsleyfi í leikskólum Fjarðabyggðar auk minnisblaðs mannauðsstjóra.
Bæjarráð staðfestir reglur fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar ásamt því að vísa þeim til kynningar í fræðslunefnd. Kostnaðarauka vegna reglna vísað til gerðar viðauka en ekki liggja fyrir áhrif þeirra.
4.
Opið bréf til bæjarstjórnar og fræðslunefndar Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1912155
Framagt bréf frá stjórn foreldrafélags Leikskólans Lyngholts til bæjarstjórnar og fræðslunefndar Fjarðabyggðar, er varðar stöðu starfsmannamála við leikskólann.
Bæjarráð þakkar erindið og bendir á að málefni leikskólans eru reglulega til endurskoðunar hjá sveitarfélaginu en í því sambandi má nefna að sveitarfélagið hefur lagt í nokkrar aðgerðir vegna þessa. Lagt fram til kynningar og vísað til umfjöllunar í fræðslunefnd.
5.
Ályktun Félags Leikskólakennara og Félags stjórnenda í leikskólum - desember 2019
Málsnúmer 1912160
Framlögð ályktun sameiginlegs fundar stjórna og skólamálanefnda Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla, þar sem skorað er á sveitarfélög að bæta til muna starfsaðstæður leikskólakennara, samræma starfskjör, fjölga undirbúningstímum og samræma starfs- og vinnutíma kennara þvert á skólastig.
Lagt fram til kynningar og vísað til fræðslunefndar.
6.
Framlenging ræstingasamninga við GG þjónustu frá desember 2016
Málsnúmer 1912096
Lagt fram til afgreiðslu samkomulag um endurnýjun á verksamningum við GG þjónustu um ræstingu á leikskólum og bæjarskrifstofu.
Fjármálastjóri og fræðslustjóri mæla með framlengingu þessara samninga. Bæjarráð samþykkir að framlengja til 31.desember 2020 þá samninga sem tilgreindir eru í minnisblaði og felur bæjarstjóra undirritun þeirra. Jafnframt samþykkir bæjarráð að ræsting verði boðin út við næstu áramót.
7.
Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2019
Málsnúmer 1901217
Fundargerð Sambandsins frá 13.desember 2019, lögð fram til kynningar.
8.
Gjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar dreifing 2020
Málsnúmer 1909167
Orkustofnun heimilar ekki hækkun á dreifigjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar fyrr en 1. febrúar 2020.
Bæjarráð samþykkir að dreifigjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar taki gildi 1. febrúar 2020.
9.
Húsaleiga íbúða á Breiðdalsvík
Málsnúmer 1912169
Framlagt minnisblað fjármálastjóra með tillögu að breytingu á fjárhæð húsaleigu íbúða er voru í eigu Breiðdalshrepps.
Bæjarráð samþykkir tillögur í minnisblaði.
10.
Skammtímafjármögnun Fjarðabyggðar 2020
Málsnúmer 1912171
Heimild til yfirdráttar að fjárhæð 300 milljónir króna hjá Íslandsbanka rennur út þann 5. febrúar 2020. Lagt er til að bæjarráð heimili framlengingu á yfirdráttarheimild hjá Íslandsbanka á greiðslureikningi Fjarðabyggðar, að upphæð 300 milljónir króna í allt að eitt ár.
Bæjarráð heimilar framlengingu á yfirdrætti og vísar endanlegri samþykkt til bæjarstjórnar.
11.
Fyrirspurn um skipulagsmál - Trúnaðarmál
Málsnúmer 1911087
Lagt fram sem trúnaðarmál erindi er varðar sölu á fasteignum og eignarlóðum.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að ræða við bréfritara og leggja málið að nýju fyrir bæjarráð.
12.
Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2019/2020
Málsnúmer 1910191
Úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2019/2020 liggur fyrir. Breiðdalur, Mjóifjörður og Stöðvarfjörður fá úthlutað kvóta. Tillögum um sérstök skilyrði til úthlutunar kvóta þarf að skila fyrir 27. janúar nk.
Bæjarráð felur atvinnu- og þróunarstjóra að yfirfara reglur sveitarfélagsins um byggðakvóta og skila þeim til ráðuneytisins.
13.
Gjaldskrá ljósleiðaraheimtauga í dreifbýli Fjarðabyggðar 2019
Málsnúmer 1810068
Framlögð endurskoðuð gjaldskrá fyrir ljósleiðaraheimtaugar í Fjarðabyggð ásamt minnisblaði um breytingar á gjaldskránni.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá og að hún taki strax gildi.
14.
Loðnuleit
Málsnúmer 2001038
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi bókun.
Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu loðnuleitar á íslandsmiðum þar sem svo virðist að Hafrannsóknarstofnun muni einungis hafa eitt skip til að sinna því verkefni á þessu ári. Í ljósi þess hversu mikilvægur veiðistofn loðnan er í íslenskum sjávarútvegi þá er ástand þetta með öllu ólíðandi. Því skorar bæjarráð Fjarðabyggðar á Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og stjórnvöld að tryggja nú þegar fjármagn til loðnuleitar og mælinga svo hægt sé að kanna með útgáfu veiðiheimilda.
15.
Ungmennaráð - 2
Málsnúmer 1912009F
Fundargerð ungmennaráðs nr. 2 frá 18.desember 2019, lögð fram til umfjöllunar.